Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. ágúst 2020 07:12 Eyðileggingin sem sprengingin olli var gríðarleg. Marwan Tahtah/Getty Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Rúmlega hundrað hafa látist, rúmlega 4.000 særðust og ljóst er að látnum mun fjölga. Rúmlega hundrað er enn saknað. Sprengingin gríðarlega fannst um alla borgina en hún virðist hafa orsakast af eldi sem fór að loga í vöruhúsi við höfnina. Þar höfðu 2750 tonn af ammóníumnítrati verið geymd við slæmar aðstæður um sex ára skeið, að því er forseti landsins greindi frá í ávarpi í gærkvöld. Ammóníumnítrat er uppistaðan í venjulegum áburði, en er afar eldfimt og sums staðar flokkað sem sprengiefni. Hér að neðan má sjá loftmyndir af eyðileggingunni sem sprengingin olli. Árið 1995 notuðu bandarískir hryðjuverkamenn um tvö tonn af efninu þegar þeir sprengdu alríkisbygginguna í Oklahoma í loft upp. Forseti Líbanons, Michel Aoun sagði í gær að það væri óásættanlegt að slíkt efni hefði verið geymt við svo slæmar aðstæður við höfnina og það í viðlíka magni. Hann lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg og lofaði að ríkisstjórnin ætlaði að leggja jafnvirði um níu milljarða króna í neyðaraðstoð. Þá boðaði Auoun ríkisstjórnina á neyðarfund í dag, og sagði að lýsa ætti yfir tveggja vikna neyðarástandi í landinu. Búið er að hefja rannsókn til þess að komast að því hvað það var nákvæmlega sem olli sprengingunni. Heimavarnarráð Líbanon hefur þá lýst því yfir að hver sem beri ábyrgð á málinu ætti að hljóta þyngstu mögulegu refsingu. Michel Aoun, forseti Líbanons.Vísir/Getty Líbanon Sprenging í Beirút Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Sjá meira
Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Rúmlega hundrað hafa látist, rúmlega 4.000 særðust og ljóst er að látnum mun fjölga. Rúmlega hundrað er enn saknað. Sprengingin gríðarlega fannst um alla borgina en hún virðist hafa orsakast af eldi sem fór að loga í vöruhúsi við höfnina. Þar höfðu 2750 tonn af ammóníumnítrati verið geymd við slæmar aðstæður um sex ára skeið, að því er forseti landsins greindi frá í ávarpi í gærkvöld. Ammóníumnítrat er uppistaðan í venjulegum áburði, en er afar eldfimt og sums staðar flokkað sem sprengiefni. Hér að neðan má sjá loftmyndir af eyðileggingunni sem sprengingin olli. Árið 1995 notuðu bandarískir hryðjuverkamenn um tvö tonn af efninu þegar þeir sprengdu alríkisbygginguna í Oklahoma í loft upp. Forseti Líbanons, Michel Aoun sagði í gær að það væri óásættanlegt að slíkt efni hefði verið geymt við svo slæmar aðstæður við höfnina og það í viðlíka magni. Hann lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg og lofaði að ríkisstjórnin ætlaði að leggja jafnvirði um níu milljarða króna í neyðaraðstoð. Þá boðaði Auoun ríkisstjórnina á neyðarfund í dag, og sagði að lýsa ætti yfir tveggja vikna neyðarástandi í landinu. Búið er að hefja rannsókn til þess að komast að því hvað það var nákvæmlega sem olli sprengingunni. Heimavarnarráð Líbanon hefur þá lýst því yfir að hver sem beri ábyrgð á málinu ætti að hljóta þyngstu mögulegu refsingu. Michel Aoun, forseti Líbanons.Vísir/Getty
Líbanon Sprenging í Beirút Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Sjá meira