Lætur Katrínu Tönju þrífa æfingasalinn í lok dags Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2020 08:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir með skúringagræjunar í lok dags eins og sjá mátti á Instagram síðu þjálfara hennar. Skjámynd/Instagram Þjálfari CrossFit konunnar Katrínar Tönju Davíðsdóttur sýnir henni enga miskunn en íslenska ofurkonan kvartar samt ekki og hefur verið með sama þjálfara í langan tíma. Katrín Tanja Davíðsdóttir er langstærsta CrossFit stjarnan á svæðinu þar sem hún æfir í Massachusetts fylki í Bandaríkjunum en okkar kona fær annars konar stjörnumeðferð en flestir gætu getið sér til um. Ben Bergeron, þjálfari Katrínar Tönju, birti nefnilega myndband á Instagram síðu sinni af íslensku crossfit konunni að skúra æfingasalinn eftir krefjandi æfingu. Ben Bergeron vitnaði þar jafnframt í hefðir nýsjálenska landsliðsins í rúgbý íþróttinni þar sem það kemur í hlut fyrirliða liðsins að þrífa búningsklefann eftir að æfingu og leikjum líkur. „Það er tákn um virðingu, áreiðanleika, auga fyrir smáatriðum og auðmýkt,“ skrifaði Ben Bergeron meðal annars við færslu sína. All Blacks rúgbý-liðið hefur tvisvar orðið heimsmeistari og er nánast alltaf í hópi þeirra bestu í heimi. Liðið er líka þekkt fyrir að taka haka dansinn fyrir framan andstæðinga sína fyrir hvern leik. Katrín Tanja eyðir miklum tíma í æfingasalnum sínum hjá Upper Cape CrossFit í Massachusetts fylki í Bandaríkjunum og enn meiri nú þegar hún þarf að skúra hann líka eftir æfingar dagsins. Katrín Tanja hefur verið lengi hjá Ben Bergeron sem er óhræddur að gera henni lífið svolítið óþægilegt á æfingum. Gott dæmi um það var þegar hann henti sandi yfir hana í miðri þolæfingu fyrr í sumar. Augljóst markmið hans er að undirbúa Katrínu Tönju fyrir allar aðstæður og að hún láti ekkert utanaðkomandi stoppa sig. Það hefur þegar skilað mörgum sigrum á síðustu árum og vonandi fær okkar kona tækifæri til að láta til sín taka á heimsleikunum í CrossFit í september. Færslu Ben Bergeron má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram @katrintanja sweeping the shed . In New Zealand @allblacks culture the captains of the team clean the locker room after the other teammates leave. It s a sign of respect, integrity, attention to detail, and humility. A post shared by Ben Bergeron (@benbergeron) on Aug 1, 2020 at 1:00pm PDT CrossFit Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Þjálfari CrossFit konunnar Katrínar Tönju Davíðsdóttur sýnir henni enga miskunn en íslenska ofurkonan kvartar samt ekki og hefur verið með sama þjálfara í langan tíma. Katrín Tanja Davíðsdóttir er langstærsta CrossFit stjarnan á svæðinu þar sem hún æfir í Massachusetts fylki í Bandaríkjunum en okkar kona fær annars konar stjörnumeðferð en flestir gætu getið sér til um. Ben Bergeron, þjálfari Katrínar Tönju, birti nefnilega myndband á Instagram síðu sinni af íslensku crossfit konunni að skúra æfingasalinn eftir krefjandi æfingu. Ben Bergeron vitnaði þar jafnframt í hefðir nýsjálenska landsliðsins í rúgbý íþróttinni þar sem það kemur í hlut fyrirliða liðsins að þrífa búningsklefann eftir að æfingu og leikjum líkur. „Það er tákn um virðingu, áreiðanleika, auga fyrir smáatriðum og auðmýkt,“ skrifaði Ben Bergeron meðal annars við færslu sína. All Blacks rúgbý-liðið hefur tvisvar orðið heimsmeistari og er nánast alltaf í hópi þeirra bestu í heimi. Liðið er líka þekkt fyrir að taka haka dansinn fyrir framan andstæðinga sína fyrir hvern leik. Katrín Tanja eyðir miklum tíma í æfingasalnum sínum hjá Upper Cape CrossFit í Massachusetts fylki í Bandaríkjunum og enn meiri nú þegar hún þarf að skúra hann líka eftir æfingar dagsins. Katrín Tanja hefur verið lengi hjá Ben Bergeron sem er óhræddur að gera henni lífið svolítið óþægilegt á æfingum. Gott dæmi um það var þegar hann henti sandi yfir hana í miðri þolæfingu fyrr í sumar. Augljóst markmið hans er að undirbúa Katrínu Tönju fyrir allar aðstæður og að hún láti ekkert utanaðkomandi stoppa sig. Það hefur þegar skilað mörgum sigrum á síðustu árum og vonandi fær okkar kona tækifæri til að láta til sín taka á heimsleikunum í CrossFit í september. Færslu Ben Bergeron má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram @katrintanja sweeping the shed . In New Zealand @allblacks culture the captains of the team clean the locker room after the other teammates leave. It s a sign of respect, integrity, attention to detail, and humility. A post shared by Ben Bergeron (@benbergeron) on Aug 1, 2020 at 1:00pm PDT
CrossFit Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira