United vann með herkjum | Lukaku og Eriksen skutu Inter áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. ágúst 2020 20:55 Martial sá til þess að Man Utd vann leik kvöldsins þó einvígið væri aldrei í hættu. Michael Regan/Getty Images Manchester United og Inter Milan eru komin áfram í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Manchester United marði LASK Linz 2-1 á Old Trafford í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Þar sem Man Utd vann fyrri leikinn 5-0 var sæti þeirra í 8-liða úrslitum aldrei í hættu. Eftir markalausan og hundleiðinlegan fyrri hálfleik þar sem Manchester United náði ekki skot á markið þá komust gestirnir óvænt yfir þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Philipp Wiesinger kom þeim þá yfir með frábæru skoti eftir að hornspyrna gestanna var skölluð frá. Aðeins tveimur mínútum síðar hafði Jesse Lingard jafnað metin en hann var allt í einu einn á auðum sjó. Lingard þar með búinn að skora í síðustu tveimur leikjum Manchester United eftir að hafa ekkert skorað allt tímabilið. Two goals in two games.JLingz returns pic.twitter.com/YwJ8e5uJWI— B/R Football (@brfootball) August 5, 2020 Varamaðurinn Anthony Martial tryggði svo sigur heimamanna með marki á 88. mínútu. Lokatölur 2-1 og United vann einvígið þar með 7-1. Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær mæta svo Ragnari Sigurðssyni og samherjum hans í FC Kaupmannahöfn í 8-liða úrslitum. Þá vann Inter Milan góðan 2-0 sigur á Getafe frá Spáni en Romelu Lukaku og Christian Eriksen skoruðu mörkin sem komu Inter áfram í 8-liða úrslit. Var þetta eini leikur einvígisins en fyrri leiknum var frestað vegna kórónufaraldursins. Lukaku kom Inter yfir með marki úr þröngu færi í fyrri hálfleik. Var Lukaku þar með að skora í áttunda leiknum í röð í Evrópudeildinni. 8 - Romelu #Lukaku has scored in his last eight Europa League matches, equalling the longest streak in the competition (including UEFA Cup) set by Alan Shearer in 2005. Sniper. #InterGetafe pic.twitter.com/jyjKLRYZ15— OptaPaolo (@OptaPaolo) August 5, 2020 Í síðari hálfleik brenndi fyrirliði Getafe, Jorge Molina, af vítaspyrnu áður en Christian Eriksen skoraði af stuttu færi og tryggði sæti Inter í 8-liða úrslitum. Fótbolti Evrópudeild UEFA
Manchester United og Inter Milan eru komin áfram í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Manchester United marði LASK Linz 2-1 á Old Trafford í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Þar sem Man Utd vann fyrri leikinn 5-0 var sæti þeirra í 8-liða úrslitum aldrei í hættu. Eftir markalausan og hundleiðinlegan fyrri hálfleik þar sem Manchester United náði ekki skot á markið þá komust gestirnir óvænt yfir þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Philipp Wiesinger kom þeim þá yfir með frábæru skoti eftir að hornspyrna gestanna var skölluð frá. Aðeins tveimur mínútum síðar hafði Jesse Lingard jafnað metin en hann var allt í einu einn á auðum sjó. Lingard þar með búinn að skora í síðustu tveimur leikjum Manchester United eftir að hafa ekkert skorað allt tímabilið. Two goals in two games.JLingz returns pic.twitter.com/YwJ8e5uJWI— B/R Football (@brfootball) August 5, 2020 Varamaðurinn Anthony Martial tryggði svo sigur heimamanna með marki á 88. mínútu. Lokatölur 2-1 og United vann einvígið þar með 7-1. Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær mæta svo Ragnari Sigurðssyni og samherjum hans í FC Kaupmannahöfn í 8-liða úrslitum. Þá vann Inter Milan góðan 2-0 sigur á Getafe frá Spáni en Romelu Lukaku og Christian Eriksen skoruðu mörkin sem komu Inter áfram í 8-liða úrslit. Var þetta eini leikur einvígisins en fyrri leiknum var frestað vegna kórónufaraldursins. Lukaku kom Inter yfir með marki úr þröngu færi í fyrri hálfleik. Var Lukaku þar með að skora í áttunda leiknum í röð í Evrópudeildinni. 8 - Romelu #Lukaku has scored in his last eight Europa League matches, equalling the longest streak in the competition (including UEFA Cup) set by Alan Shearer in 2005. Sniper. #InterGetafe pic.twitter.com/jyjKLRYZ15— OptaPaolo (@OptaPaolo) August 5, 2020 Í síðari hálfleik brenndi fyrirliði Getafe, Jorge Molina, af vítaspyrnu áður en Christian Eriksen skoraði af stuttu færi og tryggði sæti Inter í 8-liða úrslitum.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti