Grafningsvegur verður kláraður með sem minnstum tilkostnaði Kristján Már Unnarsson skrifar 5. ágúst 2020 22:45 Frá Grafningsvegi neðri. Þar er í sumar unnið að því að lengja malbikið milli Hlíðarár vestan Bíldsfells og Úlfljótsvatns. Stöð 2/Einar Árnason. „Það væri vissulega skynsamlegt að klára þessa 1.200 metra sem eftir eru og unnið í því að koma því á áætlun. Það eru hinsvegar víða þarfirnar og mikill þrýstingur víða um að fá bundið slitlag á vegi. Nægir að nefna vegi í Rangárþingi ytra og eystra og miklu víðar,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í tilefni undirskriftasöfnunar þar sem skorað er á Vegagerðina að klára Grafningsveg en skilja ekki eftir einn stuttan kafla vestan Írafossvirkjunar. G. Pétur segir þær skýringar ekki réttar, sem höfundur undirskriftalistans, Jakob Guðnason, staðarhaldari skáta á Úlfljótsvatni, sagðist hafa heyrt, að Landsvirkjun ætti þennan stutta kafla, né að kröpp beygja næst brúnni við virkjunina kæmi í veg fyrir endurbætur. Sjá hér: Skorað á Vegagerðina að klára síðasta kafla Grafningsvegar G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.VÍSIR/SKJÁSKOT „Við höfum einfaldlega verið að vinna Grafningsveginn í áföngum. Það var byrjað á að taka kaflann um Úlfljótsvatn til að losa skátana við mesta rykið á sumrin. Svo kom nokkurt hlé en síðan hefur verið unnið við kaflann frá Úlfljótsvatni að Nesjavöllum og er hann að klárast nú í sumar. Það hefur verið mestur áhugi hjá heimamönnum að klára þann kafla,“ segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Hér má sjá hvernig Grafningsvegur liggur í brekku og kröppum beygjum að brúnni við Írafossvirkjun. Fjær sést Ljósafossvirkjun.Stöð 2/Einar Árnason. Varðandi það hvort veglínu verði breytt í brekkunni næst brúnni við Írafoss segir G. Pétur að til sé gömul hönnun frá því fyrir hrun fyrir þennan kafla sem geri ráð fyrir miklum skeringum og dýrri vegagerð. „Það liggur fyrir að ekki verður unnið eftir henni þegar að þessum kafla kemur heldur unnið eftir hugmyndafræði um að koma bundnu slitlagi á tengivegi með sem minnstum tilkostnaði sem þýðir að litið verður hróflað við plan og hæðarlegu en frekar sett upp merki með leiðbeinandi hraða auk þess sem öryggissvæði verður lagfært,“ segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í fyrrasumar um lagningu bundins slitlags á Grafningsveg: Samgöngur Umferðaröryggi Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira
„Það væri vissulega skynsamlegt að klára þessa 1.200 metra sem eftir eru og unnið í því að koma því á áætlun. Það eru hinsvegar víða þarfirnar og mikill þrýstingur víða um að fá bundið slitlag á vegi. Nægir að nefna vegi í Rangárþingi ytra og eystra og miklu víðar,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í tilefni undirskriftasöfnunar þar sem skorað er á Vegagerðina að klára Grafningsveg en skilja ekki eftir einn stuttan kafla vestan Írafossvirkjunar. G. Pétur segir þær skýringar ekki réttar, sem höfundur undirskriftalistans, Jakob Guðnason, staðarhaldari skáta á Úlfljótsvatni, sagðist hafa heyrt, að Landsvirkjun ætti þennan stutta kafla, né að kröpp beygja næst brúnni við virkjunina kæmi í veg fyrir endurbætur. Sjá hér: Skorað á Vegagerðina að klára síðasta kafla Grafningsvegar G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.VÍSIR/SKJÁSKOT „Við höfum einfaldlega verið að vinna Grafningsveginn í áföngum. Það var byrjað á að taka kaflann um Úlfljótsvatn til að losa skátana við mesta rykið á sumrin. Svo kom nokkurt hlé en síðan hefur verið unnið við kaflann frá Úlfljótsvatni að Nesjavöllum og er hann að klárast nú í sumar. Það hefur verið mestur áhugi hjá heimamönnum að klára þann kafla,“ segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Hér má sjá hvernig Grafningsvegur liggur í brekku og kröppum beygjum að brúnni við Írafossvirkjun. Fjær sést Ljósafossvirkjun.Stöð 2/Einar Árnason. Varðandi það hvort veglínu verði breytt í brekkunni næst brúnni við Írafoss segir G. Pétur að til sé gömul hönnun frá því fyrir hrun fyrir þennan kafla sem geri ráð fyrir miklum skeringum og dýrri vegagerð. „Það liggur fyrir að ekki verður unnið eftir henni þegar að þessum kafla kemur heldur unnið eftir hugmyndafræði um að koma bundnu slitlagi á tengivegi með sem minnstum tilkostnaði sem þýðir að litið verður hróflað við plan og hæðarlegu en frekar sett upp merki með leiðbeinandi hraða auk þess sem öryggissvæði verður lagfært,“ segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í fyrrasumar um lagningu bundins slitlags á Grafningsveg:
Samgöngur Umferðaröryggi Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Sjá meira