Ringulreið á bandarískum flugvöllum vegna ferðabannsins Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2020 09:01 Ferðalangar hafa þurft að bíða í allt að fjórar klukkustundir eftir því að komast í gegnum tollgæslu á bandarískum flugvöllum eftir að skimanir fyrir kórónuveiru hófust þar. Myndin er tekin úr röð á Fort Worth-flugvellinum í Dallas í Texas í gær. AP/Austin Boschen Langar raðir hafa myndast á flugvöllum í Bandaríkjunum vegna skimunar fyrir kórónuveirunni sem hófust þegar verulegar takmarkanir á ferðalög frá Evrópu tóku gildi í fyrrinótt. Kannað er hvort flugfarþegar sýni einkenni og þeir spurðir út í sjúkrasögu sína áður en þeim er hleypt inn í landið. Ferðalög frá Evrópuríkjum sem tilheyra Schengen-svæðinu til Bandaríkjanna voru bönnuð frá og með aðfaranótt laugardags. Aðeins bandarískir ríkisborgarar, þeir sem eru með varanlegt dvalarleyfi og nánustu ættingjar þeirra fá að koma inn í landið frá þessum ríkjum. Bretland og Írland, sem voru upphaflega undanskilin banninu, munu sæta sömu takmörkunum frá og með þriðjudeginum. Skimun fyrir kórónuveirunni sem var tekin upp á þeim þrettán flugvöllum sem flugumferð frá Evrópuríkjunum er beint til í Bandaríkjunum hefur valdið miklum töfum við landamæraeftirlit, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. JB Pritzker, ríkisstjóri Illinois, sagði tafirnar á O'Hare-flugvelli í Chicago óásættanlegar í Twitter-færslu sem hann beindi að Donald Trump forseta og Mike Pence varaforseta í nótt. The crowds & lines O Hare are unacceptable & need to be addressed immediately.@realDonaldTrump @VP since this is the only communication medium you pay attention to you need to do something NOW.These crowds are waiting to get through customs which is under federal jurisdiction— Governor JB Pritzker (@GovPritzker) March 15, 2020 Lýðheilsusérfræðingar hafa varað við því að mannmergð á flugvöllum geti mögulega leitt til enn frekari útbreiðslu veirunnar. Nú þegar hafa fleiri en 2.700 smit verið staðfest í Bandaríkjunum og 54 látið lífið. Yfirvöld hafa sætt harðri gagnrýni fyrir að draga lappirnar í skimunum fyrir veirunni. Trump forseti lýsti yfir neyðarástandi vegna heimsfaraldursins á föstudag. Fækka langferðum um 75% vegna hrapandi eftirspurnar Ferðabann Bandaríkjastjórnar á mörg Evrópuríki hefur valdið miklum röskunum á áætlunum flugfélaga. American Airlines ætlar að hætta nær öllum lengri millilandaflugferðum frá og með morgundeginum vegna minnkandi eftirspurnar og ferðatakmarkana í fjölda ríkja. Dregið verður úr ferðum um 75% miðað við sama tímabil í fyrra alveg þangað til í maí. Einnig áætlar flugfélagið að það muni draga úr framboði á ferðum innanlands í Bandaríkjunum um fimmtung í apríl. Framboðið í maí verður minnkað um 30% frá sama mánuði í fyrra, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ferðabann Trump mun einnig ná til Bretlands og Írlands Ferðabann bandarískra yfirvalda mun einnig ná til Bretlands og Írlands. Þetta kom fram á blaðamannafundi Trump sem stendur enn yfir. 14. mars 2020 17:14 Ferðabann til Bandaríkjanna komið í gildi Íbúum 26 Evrópulanda innan Schengen-svæðisins, þar á meðal Íslands, er nú bannað að ferðast til Bandaríkjanna næstu þrjátíu dagana eftir að ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vegna kórónuveiruheimsfaraldursins tók gildi í nótt. 14. mars 2020 07:38 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Langar raðir hafa myndast á flugvöllum í Bandaríkjunum vegna skimunar fyrir kórónuveirunni sem hófust þegar verulegar takmarkanir á ferðalög frá Evrópu tóku gildi í fyrrinótt. Kannað er hvort flugfarþegar sýni einkenni og þeir spurðir út í sjúkrasögu sína áður en þeim er hleypt inn í landið. Ferðalög frá Evrópuríkjum sem tilheyra Schengen-svæðinu til Bandaríkjanna voru bönnuð frá og með aðfaranótt laugardags. Aðeins bandarískir ríkisborgarar, þeir sem eru með varanlegt dvalarleyfi og nánustu ættingjar þeirra fá að koma inn í landið frá þessum ríkjum. Bretland og Írland, sem voru upphaflega undanskilin banninu, munu sæta sömu takmörkunum frá og með þriðjudeginum. Skimun fyrir kórónuveirunni sem var tekin upp á þeim þrettán flugvöllum sem flugumferð frá Evrópuríkjunum er beint til í Bandaríkjunum hefur valdið miklum töfum við landamæraeftirlit, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. JB Pritzker, ríkisstjóri Illinois, sagði tafirnar á O'Hare-flugvelli í Chicago óásættanlegar í Twitter-færslu sem hann beindi að Donald Trump forseta og Mike Pence varaforseta í nótt. The crowds & lines O Hare are unacceptable & need to be addressed immediately.@realDonaldTrump @VP since this is the only communication medium you pay attention to you need to do something NOW.These crowds are waiting to get through customs which is under federal jurisdiction— Governor JB Pritzker (@GovPritzker) March 15, 2020 Lýðheilsusérfræðingar hafa varað við því að mannmergð á flugvöllum geti mögulega leitt til enn frekari útbreiðslu veirunnar. Nú þegar hafa fleiri en 2.700 smit verið staðfest í Bandaríkjunum og 54 látið lífið. Yfirvöld hafa sætt harðri gagnrýni fyrir að draga lappirnar í skimunum fyrir veirunni. Trump forseti lýsti yfir neyðarástandi vegna heimsfaraldursins á föstudag. Fækka langferðum um 75% vegna hrapandi eftirspurnar Ferðabann Bandaríkjastjórnar á mörg Evrópuríki hefur valdið miklum röskunum á áætlunum flugfélaga. American Airlines ætlar að hætta nær öllum lengri millilandaflugferðum frá og með morgundeginum vegna minnkandi eftirspurnar og ferðatakmarkana í fjölda ríkja. Dregið verður úr ferðum um 75% miðað við sama tímabil í fyrra alveg þangað til í maí. Einnig áætlar flugfélagið að það muni draga úr framboði á ferðum innanlands í Bandaríkjunum um fimmtung í apríl. Framboðið í maí verður minnkað um 30% frá sama mánuði í fyrra, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ferðabann Trump mun einnig ná til Bretlands og Írlands Ferðabann bandarískra yfirvalda mun einnig ná til Bretlands og Írlands. Þetta kom fram á blaðamannafundi Trump sem stendur enn yfir. 14. mars 2020 17:14 Ferðabann til Bandaríkjanna komið í gildi Íbúum 26 Evrópulanda innan Schengen-svæðisins, þar á meðal Íslands, er nú bannað að ferðast til Bandaríkjanna næstu þrjátíu dagana eftir að ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vegna kórónuveiruheimsfaraldursins tók gildi í nótt. 14. mars 2020 07:38 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Ferðabann Trump mun einnig ná til Bretlands og Írlands Ferðabann bandarískra yfirvalda mun einnig ná til Bretlands og Írlands. Þetta kom fram á blaðamannafundi Trump sem stendur enn yfir. 14. mars 2020 17:14
Ferðabann til Bandaríkjanna komið í gildi Íbúum 26 Evrópulanda innan Schengen-svæðisins, þar á meðal Íslands, er nú bannað að ferðast til Bandaríkjanna næstu þrjátíu dagana eftir að ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vegna kórónuveiruheimsfaraldursins tók gildi í nótt. 14. mars 2020 07:38