Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2025 11:46 Myndefni frá Tyrklandi bendir til þess að átökin hafi verið nokkuð umfangsmikil. Að minnsta kosti þrír lögregluþjónar og sex vígamenn Íslamska ríkisins liggja í valnum eftir bardaga þeirra á milli í Tyrklandi í morgun. Átta lögregluþjónar og öryggisvörður eru særðir eftir átökin, sem áttu sér stað í Elmali, suður af Istanbul. Lögregluþjónar eru sagðir hafa gert áhlaup á hús þar sem vígamennirnir héldu til. Þar kom til átaka milli lögregluþjóna og vígamanna en AP fréttaveitan hefur eftir innanríkisráðherra Tyrklands að áhlaupið í Elmali hafi verið eitt af rúmlega hundrað sambærilegum aðgerðum gegn ISIS víðsvegar um Tyrkland. Skotbardaginn er sagður hafa byrjað í nótt þegar lögregluþjónarnir réðust til atlögu klukkan tvö að staðartíma. Allir lögregluþjónarnir þrír sem féllu voru skotnir inn í húsinu. Svo virðist sem umsátur hafi þá byrjað en myndband sem hefur verið í dreifingu í morgun ku sýna lögregluþjóna í viðræðum við vígamenn um að gefast upp. Turkish police repeatedly tried to get children out safely as ISIS terrorists used them as human shields during the operation:“Send the child. We don’t kill children. It’s a holy day, let no one’s nose bleed.” https://t.co/EesAXkO5LF pic.twitter.com/g6h14YFQBR— Clash Report (@clashreport) December 29, 2025 Allir vígamennirnir voru tyrkneskir. Auk þeirra segir ráðherrann að fimm konur og sex börn hafi verið í húsinu. Þau munu öll hafa lifað átökin af. Fimm eru sagðir hafa verið handteknir. Íslamska ríkið hefur alltaf verið talið tiltölulega umsvifamikið í Tyrklandi. Vígamenn samtakanna hafa gert árásir þar í landi og skutu meðal annars 39 til bana á skemmtistað í Istanbúl á nýársdag 2017. Þá er Tyrkland af sérfræðingum talið notað sem nokkurs konar miðstjórn fyrir anga samtakanna víðsvegar um heiminn. Í síðustu viku gerðu yfirvöld í Tyrklandi sambærilega rassíu, þegar farið var í áhlaup víðsvegar um landið og voru 115 meintir ISIS-liðar handteknir. Þeir eru sagðir hafa komið að því að skipuleggja árásir sem áttu að beinast gegn hátíðahöldum um jólin og áramótin. It seems like the largest battle with Islamic State in years for Turkey. At least 3 policemen were killed, nine injured. Six Islamic State members were shot dead by the Turks. A whole Elmalik village in Yalova province was put on lockdown. The operation is ongoing. #Turkey pic.twitter.com/jamrUAjrah— Paweł Wójcik 🦋 (@SaladinAlDronni) December 29, 2025 Heavy clashes occurred in Yalova between Turkish security sources and ISIS militants. https://t.co/0vQIiPRZ6a pic.twitter.com/Io0yrgpEg1— Levent Kemal (@leventkemaI) December 29, 2025 Tyrkland Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Sjá meira
Þar kom til átaka milli lögregluþjóna og vígamanna en AP fréttaveitan hefur eftir innanríkisráðherra Tyrklands að áhlaupið í Elmali hafi verið eitt af rúmlega hundrað sambærilegum aðgerðum gegn ISIS víðsvegar um Tyrkland. Skotbardaginn er sagður hafa byrjað í nótt þegar lögregluþjónarnir réðust til atlögu klukkan tvö að staðartíma. Allir lögregluþjónarnir þrír sem féllu voru skotnir inn í húsinu. Svo virðist sem umsátur hafi þá byrjað en myndband sem hefur verið í dreifingu í morgun ku sýna lögregluþjóna í viðræðum við vígamenn um að gefast upp. Turkish police repeatedly tried to get children out safely as ISIS terrorists used them as human shields during the operation:“Send the child. We don’t kill children. It’s a holy day, let no one’s nose bleed.” https://t.co/EesAXkO5LF pic.twitter.com/g6h14YFQBR— Clash Report (@clashreport) December 29, 2025 Allir vígamennirnir voru tyrkneskir. Auk þeirra segir ráðherrann að fimm konur og sex börn hafi verið í húsinu. Þau munu öll hafa lifað átökin af. Fimm eru sagðir hafa verið handteknir. Íslamska ríkið hefur alltaf verið talið tiltölulega umsvifamikið í Tyrklandi. Vígamenn samtakanna hafa gert árásir þar í landi og skutu meðal annars 39 til bana á skemmtistað í Istanbúl á nýársdag 2017. Þá er Tyrkland af sérfræðingum talið notað sem nokkurs konar miðstjórn fyrir anga samtakanna víðsvegar um heiminn. Í síðustu viku gerðu yfirvöld í Tyrklandi sambærilega rassíu, þegar farið var í áhlaup víðsvegar um landið og voru 115 meintir ISIS-liðar handteknir. Þeir eru sagðir hafa komið að því að skipuleggja árásir sem áttu að beinast gegn hátíðahöldum um jólin og áramótin. It seems like the largest battle with Islamic State in years for Turkey. At least 3 policemen were killed, nine injured. Six Islamic State members were shot dead by the Turks. A whole Elmalik village in Yalova province was put on lockdown. The operation is ongoing. #Turkey pic.twitter.com/jamrUAjrah— Paweł Wójcik 🦋 (@SaladinAlDronni) December 29, 2025 Heavy clashes occurred in Yalova between Turkish security sources and ISIS militants. https://t.co/0vQIiPRZ6a pic.twitter.com/Io0yrgpEg1— Levent Kemal (@leventkemaI) December 29, 2025
Tyrkland Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“