Lögreglumenn treystu sér ekki inn á veitingastaði vegna smithættu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 9. ágúst 2020 12:32 Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að lögreglumenn sem sinntu í gær eftirliti með veitingastöðum, börum og skemmtistöðum, hafi ekki treyst sér inn á suma staði vegna smithættu. Vísir/Jóhann Lögreglumenn þorðu ekki inn á suma staði vegna smithættu við eftirlit með veitinga- og skemmtistöðum í miðborginni í gær. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir fólk hafa setið eins og í tunnu á sumum stöðum. Íslendingar kannist varla við tveggja metra regluna á þriðja bjór. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór inn á 24 veitinga- og skemmtistaði í gær og fram á kvöld til að tryggja að reglum um sóttvarnir, fjöldatakmörkun og tveggja metra fjarlægð sé fylgt eftir. Fimmtán staðir fylgdu ekki reglum svo viðunandi væri. „Við heimsóttum 24 staði, bæði matsölustaði, bari og skemmtistaði. Ástandið var bara þónokkuð slæmt að okkar mati. Það voru að minnsta kosti fimmtán staðir af þessum 24 sem að voru með allt í vitleysu,“ segir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Mikill fjöldi fólks hafi verið inni á stöðunum miðað við stærð þeirra. „Það var engin leið að bjóða upp á tveggja metra regluna. Það er eins og Íslendingar séu bara ekkert að spá í þetta þegar þeir eru komnir í glas.“ Eins og fólk gleymi öllum reglum á þriðja bjór Lögreglumenn treystu sér ekki inn á suma staði vegna smithættu. „Við vorum búin að einsetja okkur að við ætluðum að gefa veitingahúsum séns, ræða við þá og biðja um að fara eftir þessu. Við ætluðum ekki að fara að sekta eða vera með einhver læti. En á sumum stöðum treystum við okkur bara ekki inn og báðum dyravörðinn að fara inn og sækja þann sem stjórnaði, hann kom bara út og talaði við okkur bara upp á smithættu,“ segir Jóhann. Sektir verða ekki gefnar út eftir kvöldið. Ætlunin hafi verið að fara og minna á að sóttvarnareglum yrði fylgt. „En við munum fylgja þessu eftir í kjölfarið með hörku. Við lokuðu tveimur stöðum í gær en það var út af þeir voru með útrunnið rekstrarleyfi.“ Um næstu helgi verði þessu tekið af meiri festu. „Það var talsverð ölvun á stöðunum og það hefur enginn heyrt um þessa tveggja metra reglu þegar fólk er komið á þriðja bjór. Þá gleymirðu þessu öllu,“ segir Jóhann. Þá var vertunum gefinn kostur á að koma hlutunum í lag. „Þeir bara lofuðu að fara að huga að breytingum en þetta náttúrulega snýst um það að þegar þú kemur inn á veitingahús og ert að fara út að borða.“ „Ef þú vilt vera tvo metra frá öllum ókunnugum sem eru í kring um þig, þá á veitingastaðurinn að gefa kost á því að þú getir sest niður og það séu tveir metrar í næsta ókunnuga mann sem er á næsta borði. Á mörgum af þessum veitingastöðum er það bara ekkert í boði. Borðin eru bara uppsett eins og staðurinn má taka. Þessu þarf að breyta,“ segir Jóhann Karl. Lögreglan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Beiðnum um undanþágur frá samkomutakmörkunum rignir inn Beiðnum um undanþágur frá samkomutakmörkunum frá fólki og fyrirtækjum rignir inn til Almannavarna að sögn sóttvarnalæknis. 9. ágúst 2020 11:24 Fimmtán af 24 veitingastöðum framfylgdu ekki sóttvarnareglum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu fór inn á 24 veitinga- og skemmtistaði í gær og í fram á kvöld í þeim tilgangi að fylgja eftir reglum um sóttvarnir, fjöldatakmörkun og tveggja metra reglunni. 9. ágúst 2020 07:07 Grípa þyrfti til frekari takmarkana ef kveða ætti faraldurinn niður á þremur vikum Ef kveða ætti seinni bylgju kórónuveirufaraldursins niður á þremur vikum hér á landi þyrfti að grípa til herts samkomubanns. 8. ágúst 2020 12:53 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Lögreglumenn þorðu ekki inn á suma staði vegna smithættu við eftirlit með veitinga- og skemmtistöðum í miðborginni í gær. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir fólk hafa setið eins og í tunnu á sumum stöðum. Íslendingar kannist varla við tveggja metra regluna á þriðja bjór. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór inn á 24 veitinga- og skemmtistaði í gær og fram á kvöld til að tryggja að reglum um sóttvarnir, fjöldatakmörkun og tveggja metra fjarlægð sé fylgt eftir. Fimmtán staðir fylgdu ekki reglum svo viðunandi væri. „Við heimsóttum 24 staði, bæði matsölustaði, bari og skemmtistaði. Ástandið var bara þónokkuð slæmt að okkar mati. Það voru að minnsta kosti fimmtán staðir af þessum 24 sem að voru með allt í vitleysu,“ segir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Mikill fjöldi fólks hafi verið inni á stöðunum miðað við stærð þeirra. „Það var engin leið að bjóða upp á tveggja metra regluna. Það er eins og Íslendingar séu bara ekkert að spá í þetta þegar þeir eru komnir í glas.“ Eins og fólk gleymi öllum reglum á þriðja bjór Lögreglumenn treystu sér ekki inn á suma staði vegna smithættu. „Við vorum búin að einsetja okkur að við ætluðum að gefa veitingahúsum séns, ræða við þá og biðja um að fara eftir þessu. Við ætluðum ekki að fara að sekta eða vera með einhver læti. En á sumum stöðum treystum við okkur bara ekki inn og báðum dyravörðinn að fara inn og sækja þann sem stjórnaði, hann kom bara út og talaði við okkur bara upp á smithættu,“ segir Jóhann. Sektir verða ekki gefnar út eftir kvöldið. Ætlunin hafi verið að fara og minna á að sóttvarnareglum yrði fylgt. „En við munum fylgja þessu eftir í kjölfarið með hörku. Við lokuðu tveimur stöðum í gær en það var út af þeir voru með útrunnið rekstrarleyfi.“ Um næstu helgi verði þessu tekið af meiri festu. „Það var talsverð ölvun á stöðunum og það hefur enginn heyrt um þessa tveggja metra reglu þegar fólk er komið á þriðja bjór. Þá gleymirðu þessu öllu,“ segir Jóhann. Þá var vertunum gefinn kostur á að koma hlutunum í lag. „Þeir bara lofuðu að fara að huga að breytingum en þetta náttúrulega snýst um það að þegar þú kemur inn á veitingahús og ert að fara út að borða.“ „Ef þú vilt vera tvo metra frá öllum ókunnugum sem eru í kring um þig, þá á veitingastaðurinn að gefa kost á því að þú getir sest niður og það séu tveir metrar í næsta ókunnuga mann sem er á næsta borði. Á mörgum af þessum veitingastöðum er það bara ekkert í boði. Borðin eru bara uppsett eins og staðurinn má taka. Þessu þarf að breyta,“ segir Jóhann Karl.
Lögreglan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Beiðnum um undanþágur frá samkomutakmörkunum rignir inn Beiðnum um undanþágur frá samkomutakmörkunum frá fólki og fyrirtækjum rignir inn til Almannavarna að sögn sóttvarnalæknis. 9. ágúst 2020 11:24 Fimmtán af 24 veitingastöðum framfylgdu ekki sóttvarnareglum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu fór inn á 24 veitinga- og skemmtistaði í gær og í fram á kvöld í þeim tilgangi að fylgja eftir reglum um sóttvarnir, fjöldatakmörkun og tveggja metra reglunni. 9. ágúst 2020 07:07 Grípa þyrfti til frekari takmarkana ef kveða ætti faraldurinn niður á þremur vikum Ef kveða ætti seinni bylgju kórónuveirufaraldursins niður á þremur vikum hér á landi þyrfti að grípa til herts samkomubanns. 8. ágúst 2020 12:53 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Beiðnum um undanþágur frá samkomutakmörkunum rignir inn Beiðnum um undanþágur frá samkomutakmörkunum frá fólki og fyrirtækjum rignir inn til Almannavarna að sögn sóttvarnalæknis. 9. ágúst 2020 11:24
Fimmtán af 24 veitingastöðum framfylgdu ekki sóttvarnareglum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu fór inn á 24 veitinga- og skemmtistaði í gær og í fram á kvöld í þeim tilgangi að fylgja eftir reglum um sóttvarnir, fjöldatakmörkun og tveggja metra reglunni. 9. ágúst 2020 07:07
Grípa þyrfti til frekari takmarkana ef kveða ætti faraldurinn niður á þremur vikum Ef kveða ætti seinni bylgju kórónuveirufaraldursins niður á þremur vikum hér á landi þyrfti að grípa til herts samkomubanns. 8. ágúst 2020 12:53
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent