Tvö hundruð talin af eftir sprenginguna Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. ágúst 2020 10:54 Þessi mynd er tekin í borginni í gær og sýnir vel eyðilegginguna sem varð við hafnarsvæðið þar sem sprengjan sprakk. Getty/Patrick Baz Sífellt fleiri finnast látin í rústum Beirút eftir sprenginguna þar í liðinni viku. Þessa stundina eru rúmlega 200 talin af og tuga er enn saknað að sögn þarlendra ráðamanna. Björgunarsveitir hafa unnið sleitulaust síðustu sólarhringa í þeirri von að finna fleiri á lífi í rústunum. Franskt björgunarlið gróf þannig samfleytt í tvo sólarhringa til að komast að niðurgröfnum klefa þar sem talið var að sjö kynnu enn að vera á lífi. Eftir 48 klukkustunda mokstur fundust fimm lík í rústunum. Haft er eftir samhæfingarstjóra björgunaraðgerðanna á vef Guardian að fyrsta stigi aðgerðanna sé lokið. Björgunarsveitirnar séu af þeim sökum ekki lengur í „björgunarfasa“ og litlar líkur eru því taldar á að fleiri finnist á lífi. Sem stendur er áætlað að um 6000 manns hafi særst í sprengingunni og að á fjórða hundrað þúsund hafi misst heimili sín eða hafist við í löskuðum byggingum. Þannig eru þúsundir íbúða ýmist glugga- eða hurðalausar eftir sprenginguna. Þar að auki hafði hún margvísleg efnahagsleg áhrif, ekki síst á fæðuöryggi landsins og fyrir vikið hafa mannúðarsamtök kallað eftir því að líbönsku þjóðinni verði útveguð hjálpargögn hið snarasta. Þjóðarleiðtogar sammæltust um næstum 300 milljón dala neyðaraðstoð til Líbanons á starfrænum fundi þeirra í gær, sem haldinn var að frumkvæði Emmanuel Macron Frakklandsforseta. Mikil pólitísk ólga er jafnframt í landinu eftir sprenginguna, sem talin er til marks um opinbera vanrækslu og sinnuleysi. Þannig hefur verið mótmælt í Beirút síðustu daga, sem afsagnar tveggja ráðherra og þriggja þingmanna hafa ekki náð að sefa. Líbanon Sprenging í Beirút Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Sífellt fleiri finnast látin í rústum Beirút eftir sprenginguna þar í liðinni viku. Þessa stundina eru rúmlega 200 talin af og tuga er enn saknað að sögn þarlendra ráðamanna. Björgunarsveitir hafa unnið sleitulaust síðustu sólarhringa í þeirri von að finna fleiri á lífi í rústunum. Franskt björgunarlið gróf þannig samfleytt í tvo sólarhringa til að komast að niðurgröfnum klefa þar sem talið var að sjö kynnu enn að vera á lífi. Eftir 48 klukkustunda mokstur fundust fimm lík í rústunum. Haft er eftir samhæfingarstjóra björgunaraðgerðanna á vef Guardian að fyrsta stigi aðgerðanna sé lokið. Björgunarsveitirnar séu af þeim sökum ekki lengur í „björgunarfasa“ og litlar líkur eru því taldar á að fleiri finnist á lífi. Sem stendur er áætlað að um 6000 manns hafi særst í sprengingunni og að á fjórða hundrað þúsund hafi misst heimili sín eða hafist við í löskuðum byggingum. Þannig eru þúsundir íbúða ýmist glugga- eða hurðalausar eftir sprenginguna. Þar að auki hafði hún margvísleg efnahagsleg áhrif, ekki síst á fæðuöryggi landsins og fyrir vikið hafa mannúðarsamtök kallað eftir því að líbönsku þjóðinni verði útveguð hjálpargögn hið snarasta. Þjóðarleiðtogar sammæltust um næstum 300 milljón dala neyðaraðstoð til Líbanons á starfrænum fundi þeirra í gær, sem haldinn var að frumkvæði Emmanuel Macron Frakklandsforseta. Mikil pólitísk ólga er jafnframt í landinu eftir sprenginguna, sem talin er til marks um opinbera vanrækslu og sinnuleysi. Þannig hefur verið mótmælt í Beirút síðustu daga, sem afsagnar tveggja ráðherra og þriggja þingmanna hafa ekki náð að sefa.
Líbanon Sprenging í Beirút Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira