Vonir bundnar við nýtt alzheimer-lyf sem nú er í þróun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. ágúst 2020 20:00 Nýtt lyf við alzheimer-sjúkdómnum sem nú er í þróun í Bandaríkjunum gæti orðið algjör bylting að sögn öldrunarlæknis. Lyfið er það fyrsta við sjúkdómnum frá aldamótum sem sótt er um skráningu fyrir. Lyfið Aducanumab, sem nú er í þróun í Bandaríkjunum, gæti orðið fyrsta lyfið á markaði til að snúa við hrörnun af völdum alzheimers. Breska blaðið Telegraph fjallaði um lyfið á dögunum, en það hefur fengið flýtimeðferð hjá eftirlitsstofnunum í Bandaríkjunum. „Þetta er náttúrlega allt annarrar tegundar en þau sem eru notuð í dag og hafa verið notuð frá aldamótum. Þetta verkar beint á það sem við teljum vera orsök sjúkdómsins, að minnsta kosti margir. Þannig að það er auðvitað töluverð bylting í því,“ segir Jón Snædal öldrunarlæknir í samtali við fréttastofu. Hann hefur fylgst þróuninni undanfarin ár og birtist grein eftir hann þar sem fjallað eru um lyfið á vef Alzheimersamtakanna í gær. Hann segir lyfið um margt frábrugðið þeim sem nú eru á markaði. „Lyfin sem eru til í dag eru svona tiltölulega einföld efnasambönd sem eru tekin um munn í töfluformi eða í vissum tilvikum sem plástur. En í þessu tilfelli er um að ræða líftæknilyf sem gefa þarf í æð á fjögurra vikna fresti og það er náttúrlega heilmikill munur á þessu tvennu,“ útskýrir Jón. Gangi þróun lyfsins að óskum myndi það fyrst komast á markað í Bandaríkjunum, hugsanlega eftir sex mánuði. „Það er hugsanlegt aðþað fái takmarkaða skráningu vegna aðdragandans sem er svolítið sérstakur. Ef svo er þá verður þaðvæntanlega bara alfariðbundið við Bandaríkin. En ef þetta verður almennari skráning þá geri ég ráðfyrir að þaðverði mjög fljótt farið inn á Evrópumarkað. Ég geri ráð fyrir aðþetta gæti veriðspurning um eitt til tvö ár,“ segir Jón. Hann kveðst hóflega bjartsýnn. „Þetta er náttúrlega miklu fleira sem er í pípunum heldur en þetta. Þetta er hins vegar óskaplega langt ferli og erfitt. Þetta er fyrsta lyfiðfrá aldamótum sem er veriðað sækja um skráningu á en þetta er svona, viðerum í upphafi áratugar sem að mér sýnist einkennast af meiri bjartsýni heldur en að veriðhefur undanfarin ár og áratugi,“segir Jón. Heilbrigðismál Lyf Eldri borgarar Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira
Nýtt lyf við alzheimer-sjúkdómnum sem nú er í þróun í Bandaríkjunum gæti orðið algjör bylting að sögn öldrunarlæknis. Lyfið er það fyrsta við sjúkdómnum frá aldamótum sem sótt er um skráningu fyrir. Lyfið Aducanumab, sem nú er í þróun í Bandaríkjunum, gæti orðið fyrsta lyfið á markaði til að snúa við hrörnun af völdum alzheimers. Breska blaðið Telegraph fjallaði um lyfið á dögunum, en það hefur fengið flýtimeðferð hjá eftirlitsstofnunum í Bandaríkjunum. „Þetta er náttúrlega allt annarrar tegundar en þau sem eru notuð í dag og hafa verið notuð frá aldamótum. Þetta verkar beint á það sem við teljum vera orsök sjúkdómsins, að minnsta kosti margir. Þannig að það er auðvitað töluverð bylting í því,“ segir Jón Snædal öldrunarlæknir í samtali við fréttastofu. Hann hefur fylgst þróuninni undanfarin ár og birtist grein eftir hann þar sem fjallað eru um lyfið á vef Alzheimersamtakanna í gær. Hann segir lyfið um margt frábrugðið þeim sem nú eru á markaði. „Lyfin sem eru til í dag eru svona tiltölulega einföld efnasambönd sem eru tekin um munn í töfluformi eða í vissum tilvikum sem plástur. En í þessu tilfelli er um að ræða líftæknilyf sem gefa þarf í æð á fjögurra vikna fresti og það er náttúrlega heilmikill munur á þessu tvennu,“ útskýrir Jón. Gangi þróun lyfsins að óskum myndi það fyrst komast á markað í Bandaríkjunum, hugsanlega eftir sex mánuði. „Það er hugsanlegt aðþað fái takmarkaða skráningu vegna aðdragandans sem er svolítið sérstakur. Ef svo er þá verður þaðvæntanlega bara alfariðbundið við Bandaríkin. En ef þetta verður almennari skráning þá geri ég ráðfyrir að þaðverði mjög fljótt farið inn á Evrópumarkað. Ég geri ráð fyrir aðþetta gæti veriðspurning um eitt til tvö ár,“ segir Jón. Hann kveðst hóflega bjartsýnn. „Þetta er náttúrlega miklu fleira sem er í pípunum heldur en þetta. Þetta er hins vegar óskaplega langt ferli og erfitt. Þetta er fyrsta lyfiðfrá aldamótum sem er veriðað sækja um skráningu á en þetta er svona, viðerum í upphafi áratugar sem að mér sýnist einkennast af meiri bjartsýni heldur en að veriðhefur undanfarin ár og áratugi,“segir Jón.
Heilbrigðismál Lyf Eldri borgarar Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira