Annar mótmælandi deyr í Hvíta-Rússlandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. ágúst 2020 07:59 Framgangur lögreglu og stjórnvalda gegn mótmælendum í Hvíta-Rússlandi hefur verið harlega gagnrýndur. EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH Mótmælandi lést í haldi lögreglunnar í Hvíta-Rússlandi í gær en þetta er annað dauðsfallið sem vitað er um frá því að átök brutust út milli mótmælenda og lögreglu á sunnudag. Mótmælin brutust út vegna mikillar óánægju með niðurstöður forsetakosninga en sitjandi forseti, Alexander Lúkasjenkó, hlaut yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Hann hefur áður verið sakaður um kosningasvindl og telja margir eftirlitsaðilar kosninga, sem ekki fengu að fylgjast með þessum kosningum, að brögð hafi verið í tafli. Þá hefur mótframbjóðandi Lúkasjenkó, Svetlana Tikhanovskaya, neitað að taka niðurstöður kosninganna gildar og flúði hún í kjölfar þeirra til Litháens. Maðurinn sem lést í mótmælunum í gær var 25 ára gamall en óljóst er hver dánarorsökin er. Móðir hans hefur sagt að hann hafi átt við hjartavandamál að stríða og hafi verið geymdur klukkutímum saman í lögreglubíl. Þá hefur lögreglan í Brest gefið það út að byssukúlur hafi verið notaðar í skotvopn lögreglunnar þegar mótmælendur sóttu að þeim. Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt ofbeldisfullar aðgerðir stjórnvalda. Yfirmaður Mannréttindastofnunar Sameinuðu Þjóðanna, Michelle Bachelet, sagði að fregnir hafi borist af því að lögreglan beitti óhóflegu afli, hafi skotið gúmmíkúlum inn í mótmælendahópa og sprautað vatni. Þá hafi þeir einnig kastað handsprengjum sem eru til þess gerðar að rota einstaklinga. Þá hafi ríflega sex þúsund verið teknir í hald lögreglu á síðustu þremur dögum, þar á meðal börn, og segir Bachelet það gefa til kynna að um fjöldahandtökur sé að ræða, sem sé klárt brot á alþjóðlegum mannréttindastöðlum. Það sem sé enn verra séu fregnir um hvernig farið sé með mótmælendur á meðan á varðhaldi stendur. Minnst 200 mótmælendur hafa særst og sumir alvarlega. Þá var ráðist á fréttateymi breska ríkisútvarpsins af lögreglu á þriðjudagskvöld. Einn annar mótmælandi hefur látið lífið, en hann lést í höfuðborg landsins Minsk á mánudag. Innanríkisráðuneyti Hvíta-Rússlands hefur haldið því fram að maðurinn hafi haldið á sprengju sem hafi sprungið á meðan hann hélt á henni. Hvíta-Rússland Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Munu mögulega beita Hvít-Rússa refsiaðgerðum Mótmælendur í Hvíta-Rússlandi hafa komið upp vegatálmum í höfuðborginni Minsk og fréttir hafa borist af því að til átaka hafi komið milli lögreglu og mótmælenda í fjölda borga. 12. ágúst 2020 11:05 Flúði Hvíta-Rússland vegna barnanna Svetlana Tikhanovskaya, mótframbjóðandi Alexander Lukashenko, sem kallaður hefur verið „síðasti einræðisherra Evrópu“, flúði frá Hvíta-Rússlandi til Litháen vegna barna sinna. Umfangsmikil mótmæli eiga sér stað í Hvíta-Rússlandi, þriðja kvöldið í röð. 11. ágúst 2020 23:00 Forsetaframbjóðandinn flúinn til Litháen Svetlana Tikhanovkaya forsetaframbjóðandi í Hvíta Rússlandi er flúin heimaland sitt og er komin til Litháen. 11. ágúst 2020 06:46 Áfram átök í Minsk Aftur hefur komið til átaka milli mótmælenda og öryggissveita í Minsk og víðar í Hvíta-Rússlandi. Stjórnarandstaða landsins neitar að viðurkenna úrslit forsetakosninganna í gær og þjóðarleiðtogar víða um heim hafa lýst yfir áhyggjum af framkvæmd kosninganna. 10. ágúst 2020 20:40 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Mótmælandi lést í haldi lögreglunnar í Hvíta-Rússlandi í gær en þetta er annað dauðsfallið sem vitað er um frá því að átök brutust út milli mótmælenda og lögreglu á sunnudag. Mótmælin brutust út vegna mikillar óánægju með niðurstöður forsetakosninga en sitjandi forseti, Alexander Lúkasjenkó, hlaut yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Hann hefur áður verið sakaður um kosningasvindl og telja margir eftirlitsaðilar kosninga, sem ekki fengu að fylgjast með þessum kosningum, að brögð hafi verið í tafli. Þá hefur mótframbjóðandi Lúkasjenkó, Svetlana Tikhanovskaya, neitað að taka niðurstöður kosninganna gildar og flúði hún í kjölfar þeirra til Litháens. Maðurinn sem lést í mótmælunum í gær var 25 ára gamall en óljóst er hver dánarorsökin er. Móðir hans hefur sagt að hann hafi átt við hjartavandamál að stríða og hafi verið geymdur klukkutímum saman í lögreglubíl. Þá hefur lögreglan í Brest gefið það út að byssukúlur hafi verið notaðar í skotvopn lögreglunnar þegar mótmælendur sóttu að þeim. Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt ofbeldisfullar aðgerðir stjórnvalda. Yfirmaður Mannréttindastofnunar Sameinuðu Þjóðanna, Michelle Bachelet, sagði að fregnir hafi borist af því að lögreglan beitti óhóflegu afli, hafi skotið gúmmíkúlum inn í mótmælendahópa og sprautað vatni. Þá hafi þeir einnig kastað handsprengjum sem eru til þess gerðar að rota einstaklinga. Þá hafi ríflega sex þúsund verið teknir í hald lögreglu á síðustu þremur dögum, þar á meðal börn, og segir Bachelet það gefa til kynna að um fjöldahandtökur sé að ræða, sem sé klárt brot á alþjóðlegum mannréttindastöðlum. Það sem sé enn verra séu fregnir um hvernig farið sé með mótmælendur á meðan á varðhaldi stendur. Minnst 200 mótmælendur hafa særst og sumir alvarlega. Þá var ráðist á fréttateymi breska ríkisútvarpsins af lögreglu á þriðjudagskvöld. Einn annar mótmælandi hefur látið lífið, en hann lést í höfuðborg landsins Minsk á mánudag. Innanríkisráðuneyti Hvíta-Rússlands hefur haldið því fram að maðurinn hafi haldið á sprengju sem hafi sprungið á meðan hann hélt á henni.
Hvíta-Rússland Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Munu mögulega beita Hvít-Rússa refsiaðgerðum Mótmælendur í Hvíta-Rússlandi hafa komið upp vegatálmum í höfuðborginni Minsk og fréttir hafa borist af því að til átaka hafi komið milli lögreglu og mótmælenda í fjölda borga. 12. ágúst 2020 11:05 Flúði Hvíta-Rússland vegna barnanna Svetlana Tikhanovskaya, mótframbjóðandi Alexander Lukashenko, sem kallaður hefur verið „síðasti einræðisherra Evrópu“, flúði frá Hvíta-Rússlandi til Litháen vegna barna sinna. Umfangsmikil mótmæli eiga sér stað í Hvíta-Rússlandi, þriðja kvöldið í röð. 11. ágúst 2020 23:00 Forsetaframbjóðandinn flúinn til Litháen Svetlana Tikhanovkaya forsetaframbjóðandi í Hvíta Rússlandi er flúin heimaland sitt og er komin til Litháen. 11. ágúst 2020 06:46 Áfram átök í Minsk Aftur hefur komið til átaka milli mótmælenda og öryggissveita í Minsk og víðar í Hvíta-Rússlandi. Stjórnarandstaða landsins neitar að viðurkenna úrslit forsetakosninganna í gær og þjóðarleiðtogar víða um heim hafa lýst yfir áhyggjum af framkvæmd kosninganna. 10. ágúst 2020 20:40 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Munu mögulega beita Hvít-Rússa refsiaðgerðum Mótmælendur í Hvíta-Rússlandi hafa komið upp vegatálmum í höfuðborginni Minsk og fréttir hafa borist af því að til átaka hafi komið milli lögreglu og mótmælenda í fjölda borga. 12. ágúst 2020 11:05
Flúði Hvíta-Rússland vegna barnanna Svetlana Tikhanovskaya, mótframbjóðandi Alexander Lukashenko, sem kallaður hefur verið „síðasti einræðisherra Evrópu“, flúði frá Hvíta-Rússlandi til Litháen vegna barna sinna. Umfangsmikil mótmæli eiga sér stað í Hvíta-Rússlandi, þriðja kvöldið í röð. 11. ágúst 2020 23:00
Forsetaframbjóðandinn flúinn til Litháen Svetlana Tikhanovkaya forsetaframbjóðandi í Hvíta Rússlandi er flúin heimaland sitt og er komin til Litháen. 11. ágúst 2020 06:46
Áfram átök í Minsk Aftur hefur komið til átaka milli mótmælenda og öryggissveita í Minsk og víðar í Hvíta-Rússlandi. Stjórnarandstaða landsins neitar að viðurkenna úrslit forsetakosninganna í gær og þjóðarleiðtogar víða um heim hafa lýst yfir áhyggjum af framkvæmd kosninganna. 10. ágúst 2020 20:40