Líbanski herinn fær aukin völd Atli Ísleifsson skrifar 13. ágúst 2020 12:15 Neyðarástandi var þegar lýst yfir í landinu þann 5. ágúst síðastliðinn í kjölfar hinnar gríðarmiklu sprengingar á hafnarsvæði Beirútborgar. Getty Líbanska þingið hefur framlengt neyðarástandið landinu sem felur meðal annars í sér að herinn fær nú aukin völd. Ástandið í Líbanon er spennuþrungið eftir sprenginguna í höfuðborginni Beirút í síðustu viku sem hefur meðal annars leitt til afsagnar ríkisstjórnar landsins. Samþykkt þingsins felur í sér takmörkun á fjölmiðla- og tjáningarfrelsi í landinu sem og rétti fólks til að koma saman. Sömuleiðis er hernum nú heimilt að halda inn á heimili fólks sem talið er ógna öryggi og þá skal málarekstur í dómsmálum nú fara fram innan veggja herdómstóla. Neyðarástandi var þegar lýst yfir í landinu þann 5. ágúst síðastliðinn í kjölfar hinnar gríðarmiklu sprengingar á hafnarsvæði Beirútborgar. Hefur því ástandi nú verið framlengt. Að minnsta kosti 171 maður fórst og um sex þúsund manns slösuðust í sprengingunni, og er áætlað að um 300 þúsund manns hafi þar misst heimili sín. Ný ríkisstjórn verði mynduð hið fyrsta Mikil mótmæli hafa verið á götum Beirút og fleiri borga síðustu daga sem hafa beinst að stjórnvöldum. Hafa þau verið sökuð um spillingu og vanrækslu sem leiddi til að aðstæður hafi skapast sem ollu þessari miklu sprengingu. Óeirðalögregla hefur bæði beitt táragasi og gúmmíkúlum í samskiptum sínum við mótmælendur. Ríkisstjórn landsins ákvað fyrr í vikunni að segja af sér, en í morgun kom þingið saman í fyrsta sinn eftir sprenginguna. Hvatti forseti þingsins til þess að ný ríkisstjórn verði mynduð við fyrsta tækifæri. Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Varaðir við hættunni í síðasta mánuði Forsætisráðherra og forseti Líbanon voru varaðir við því í síðasta mánuði að 2.750 tonn af ammóníum nítrati, sem finna mátti í vöruskemmu við höfn Beirút, væri ógn við borgina. 10. ágúst 2020 23:51 Sleit ríkisstjórn Líbanon: Segir spillinguna stærri en ríkið Hassan Diab, forsætisráðherra Líbanon, hefur slitið ríkisstjórn sinni og stigið úr embætti. Það gerði hann vegna sprengingarinnar í Beirút en mikil reiði ríkir í Líbanon vegna langvarandi spillingar, vanrækslu stjórnvalda og efnahagsörðugleika. 10. ágúst 2020 17:47 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Sjá meira
Líbanska þingið hefur framlengt neyðarástandið landinu sem felur meðal annars í sér að herinn fær nú aukin völd. Ástandið í Líbanon er spennuþrungið eftir sprenginguna í höfuðborginni Beirút í síðustu viku sem hefur meðal annars leitt til afsagnar ríkisstjórnar landsins. Samþykkt þingsins felur í sér takmörkun á fjölmiðla- og tjáningarfrelsi í landinu sem og rétti fólks til að koma saman. Sömuleiðis er hernum nú heimilt að halda inn á heimili fólks sem talið er ógna öryggi og þá skal málarekstur í dómsmálum nú fara fram innan veggja herdómstóla. Neyðarástandi var þegar lýst yfir í landinu þann 5. ágúst síðastliðinn í kjölfar hinnar gríðarmiklu sprengingar á hafnarsvæði Beirútborgar. Hefur því ástandi nú verið framlengt. Að minnsta kosti 171 maður fórst og um sex þúsund manns slösuðust í sprengingunni, og er áætlað að um 300 þúsund manns hafi þar misst heimili sín. Ný ríkisstjórn verði mynduð hið fyrsta Mikil mótmæli hafa verið á götum Beirút og fleiri borga síðustu daga sem hafa beinst að stjórnvöldum. Hafa þau verið sökuð um spillingu og vanrækslu sem leiddi til að aðstæður hafi skapast sem ollu þessari miklu sprengingu. Óeirðalögregla hefur bæði beitt táragasi og gúmmíkúlum í samskiptum sínum við mótmælendur. Ríkisstjórn landsins ákvað fyrr í vikunni að segja af sér, en í morgun kom þingið saman í fyrsta sinn eftir sprenginguna. Hvatti forseti þingsins til þess að ný ríkisstjórn verði mynduð við fyrsta tækifæri.
Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Varaðir við hættunni í síðasta mánuði Forsætisráðherra og forseti Líbanon voru varaðir við því í síðasta mánuði að 2.750 tonn af ammóníum nítrati, sem finna mátti í vöruskemmu við höfn Beirút, væri ógn við borgina. 10. ágúst 2020 23:51 Sleit ríkisstjórn Líbanon: Segir spillinguna stærri en ríkið Hassan Diab, forsætisráðherra Líbanon, hefur slitið ríkisstjórn sinni og stigið úr embætti. Það gerði hann vegna sprengingarinnar í Beirút en mikil reiði ríkir í Líbanon vegna langvarandi spillingar, vanrækslu stjórnvalda og efnahagsörðugleika. 10. ágúst 2020 17:47 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Sjá meira
Varaðir við hættunni í síðasta mánuði Forsætisráðherra og forseti Líbanon voru varaðir við því í síðasta mánuði að 2.750 tonn af ammóníum nítrati, sem finna mátti í vöruskemmu við höfn Beirút, væri ógn við borgina. 10. ágúst 2020 23:51
Sleit ríkisstjórn Líbanon: Segir spillinguna stærri en ríkið Hassan Diab, forsætisráðherra Líbanon, hefur slitið ríkisstjórn sinni og stigið úr embætti. Það gerði hann vegna sprengingarinnar í Beirút en mikil reiði ríkir í Líbanon vegna langvarandi spillingar, vanrækslu stjórnvalda og efnahagsörðugleika. 10. ágúst 2020 17:47