Liverpool banarnir þurfa ekki að dekka langstærstu stjörnu Leipzig í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2020 13:30 Diego Simeone fann leið til að stoppa Liverpool liðið en spænska liðið er stóra liðið í kvöld. EPA-EFE/PETER POWELL Þýska liðið RB Leipzig og spænska liðið Atletico Madrid mætast í kvöld í hreinum úrslitaleik um sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í ár. Atletico Madrid fékk 155 daga til að ná sér niður á jörðina eftir að hafa slegið út Liverpool en bæði lið slógu ensk lið út úr sextán liða úrslitum keppninnar. Paris Saint Germain varð í gær fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitunum og það lið sem vinnur leikinn í kvöld mætir PSG í undanúrslitunum í næstu viku. RB Leipzig er í fyrsta sinn í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar og hefur því aldrei komist svo langt. Atletico Madrid á aftur á móti möguleika á því að komast í þriðja úrslitaleik sinn á sex árum. Mæta til leiks án 34 marka manns RB Leipzig sló Tottenham út úr sextán liða úrslitunum í mars en þetta er ekki sama Leipzig lið og vann það einvígi 4-0. Í liðið vantar nú langstærstu stjörnuna sem er 34 marka maðurinn Timo Werner. Leipzig seldi Timo Werner til Chelsea fyrir 54 milljónir punda í sumar og vert örugglega sárt saknað í kvöld. Knattspyrnustjórinn Julian Nagelsmann er samt á því að það hjálpi Leipzig að það sé bara einn leikur. „Þeir hafa mikla reynslu af tveimur leikjum en allt getur gerst í einum leik. Okkur verður öllum hent út í kalda laug vegna ástandsins,“ sagði Julian Nagelsmann. „Við höfum ekki Werner en ég ætla ekki að gefa það upp hver kemur inn fyrir hann. Við höfum hins vegar leikmenn sem spiluðu ekki þegar Werner var hér og þeir fá nú sitt tækifæri,“ sagði Nagelsmann. Timo Werner skoraði 34 mörk í 45 leikjum á tímabilinu þar af 4 mökr í 8 leikjum í Meistaradeildinni. Næstmarkahæsti leikmaður liðsins var vængmaðuirnn Marcel Sabitzer með 16 mörk eða átján mörkum færra. watch on YouTube Það er orðið mjög langt síðan að Atletico Madrid liðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitunum með því að slá út ríkjandi Evrópumeistara í Liverpool á þeirra eigin heimavelli. Nú hefst nýtt ferðalag og sigur er það eina í boði „Margir mánuðir eru nú liðnir og öll spennan og allt fjaðrafokið hefur minnkað af því að við höfum eitt meira en hundrað dögum í sóttkví. Svo vorum við líka að klára deildina og okkur finnst að það sé mjög langt síðan að við unnum þennan leik. Sá sigur verður alltaf hluti af sögu Atletico Madrid. Nú hefst hins vegar nýtt ferðalag,“ sagði Diego Simeone, sjóri Atletico Madrid. „Ég endurtek. Á morgun (í dag) er það ekki mikilvægt að vinna heldur er það eina sem er í boði. Við undirbúum okkur þannig fyrir leikinn,“ sagði Simeone. watch on YouTube Spænski boltinn Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Sjá meira
Þýska liðið RB Leipzig og spænska liðið Atletico Madrid mætast í kvöld í hreinum úrslitaleik um sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í ár. Atletico Madrid fékk 155 daga til að ná sér niður á jörðina eftir að hafa slegið út Liverpool en bæði lið slógu ensk lið út úr sextán liða úrslitum keppninnar. Paris Saint Germain varð í gær fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitunum og það lið sem vinnur leikinn í kvöld mætir PSG í undanúrslitunum í næstu viku. RB Leipzig er í fyrsta sinn í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar og hefur því aldrei komist svo langt. Atletico Madrid á aftur á móti möguleika á því að komast í þriðja úrslitaleik sinn á sex árum. Mæta til leiks án 34 marka manns RB Leipzig sló Tottenham út úr sextán liða úrslitunum í mars en þetta er ekki sama Leipzig lið og vann það einvígi 4-0. Í liðið vantar nú langstærstu stjörnuna sem er 34 marka maðurinn Timo Werner. Leipzig seldi Timo Werner til Chelsea fyrir 54 milljónir punda í sumar og vert örugglega sárt saknað í kvöld. Knattspyrnustjórinn Julian Nagelsmann er samt á því að það hjálpi Leipzig að það sé bara einn leikur. „Þeir hafa mikla reynslu af tveimur leikjum en allt getur gerst í einum leik. Okkur verður öllum hent út í kalda laug vegna ástandsins,“ sagði Julian Nagelsmann. „Við höfum ekki Werner en ég ætla ekki að gefa það upp hver kemur inn fyrir hann. Við höfum hins vegar leikmenn sem spiluðu ekki þegar Werner var hér og þeir fá nú sitt tækifæri,“ sagði Nagelsmann. Timo Werner skoraði 34 mörk í 45 leikjum á tímabilinu þar af 4 mökr í 8 leikjum í Meistaradeildinni. Næstmarkahæsti leikmaður liðsins var vængmaðuirnn Marcel Sabitzer með 16 mörk eða átján mörkum færra. watch on YouTube Það er orðið mjög langt síðan að Atletico Madrid liðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitunum með því að slá út ríkjandi Evrópumeistara í Liverpool á þeirra eigin heimavelli. Nú hefst nýtt ferðalag og sigur er það eina í boði „Margir mánuðir eru nú liðnir og öll spennan og allt fjaðrafokið hefur minnkað af því að við höfum eitt meira en hundrað dögum í sóttkví. Svo vorum við líka að klára deildina og okkur finnst að það sé mjög langt síðan að við unnum þennan leik. Sá sigur verður alltaf hluti af sögu Atletico Madrid. Nú hefst hins vegar nýtt ferðalag,“ sagði Diego Simeone, sjóri Atletico Madrid. „Ég endurtek. Á morgun (í dag) er það ekki mikilvægt að vinna heldur er það eina sem er í boði. Við undirbúum okkur þannig fyrir leikinn,“ sagði Simeone. watch on YouTube
Spænski boltinn Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Sjá meira