Anníe Mist fagnar heilum áratug á heimsleikunum í CrossFit með tíu myndum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2020 09:00 Anníe Mist Þórisdóttir eftir fyrsta sigur sinn á heimsleikunum í CrossFit árið 2011. Mynd/Instagram/anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir hefur haldið sér í hópi bestu CrossFit kvenna heims í heilan áratug og fagnar því með skemmtilegri færslu á Instagram. Anníe Mist sem fékk nýverið staðfestan farseðil á elleftu heimsleikana sína birti í tíu myndir á Instagram síðu sinni eða eina frá hverju ári sem hún hefur tekið þátt í heimsleikunum í CrossFit. Anníe Mist tók fyrst þátt í heimsleikunum í CrossFit árið 2009, þá ekki orðin tvítug og fyrst Íslendinga. Það voru þriðju heimsleikarnir í CrossFit frá upphafi og fóru fram í Aromas í Kaliforníu. Anníe var meðal tíu efstu í fimm af átta greinum en endaði í 11. sætinu. Anníe Mist varð síðan fyrsti Íslendingurinn til að vera hraustust í heimi á heimsleikunum tveimur árum eftir frumraun sína eftir að hafa náð silfrinu á sínu öðru heimsleikum árið 2010. Anníe Mist hefur tvisvar verið hraustasta CrossFit kona heims og hún hefur alls fimm sinnum komist á verðlaunapall á heimsleikunum. Hún hefur auk gullverðlauna sinna á heimsleikunum 2011 og 2012, orðið tisvar í öðru sæti og þá náði hún þriðja sætinu á heimsleikunum árið 2017. Anníe Mist sýndi styrk sinn í dag með því að ná öðru sætinu á „The Open“ en með því fékk hún farseðil á elleftu heimsleika sína. Hér fyrir neðan má sjá Anníe Mist rifja upp sögu sína á heimsleikunum í CrossFit í tíu myndum eða með mynd frá hverri keppni. View this post on Instagram 10 YEARS/DECADE AT THE CROSSFIT GAMES - swipe right to see a pic that represents each year of my journey 2009-2019 ? ? Podium finishes Heat stroke ? Good memories COUNTLESS ? Second place world wide in the open 2020 and officially qualified for the 11th CrossFit Games Here’s to a decade more in this incredible CrossFit community @reebok @roguefitness @foodspring_athletics @rpstrength @kingkongapparel @rehband @nuunhydration A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Jan 7, 2020 at 7:52am PST CrossFit Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 Fleiri fréttir Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Aron verður heldur ekki með í dag Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Guðrún Karítas bætti tvö met tvisvar á sama kvöldinu Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir hefur haldið sér í hópi bestu CrossFit kvenna heims í heilan áratug og fagnar því með skemmtilegri færslu á Instagram. Anníe Mist sem fékk nýverið staðfestan farseðil á elleftu heimsleikana sína birti í tíu myndir á Instagram síðu sinni eða eina frá hverju ári sem hún hefur tekið þátt í heimsleikunum í CrossFit. Anníe Mist tók fyrst þátt í heimsleikunum í CrossFit árið 2009, þá ekki orðin tvítug og fyrst Íslendinga. Það voru þriðju heimsleikarnir í CrossFit frá upphafi og fóru fram í Aromas í Kaliforníu. Anníe var meðal tíu efstu í fimm af átta greinum en endaði í 11. sætinu. Anníe Mist varð síðan fyrsti Íslendingurinn til að vera hraustust í heimi á heimsleikunum tveimur árum eftir frumraun sína eftir að hafa náð silfrinu á sínu öðru heimsleikum árið 2010. Anníe Mist hefur tvisvar verið hraustasta CrossFit kona heims og hún hefur alls fimm sinnum komist á verðlaunapall á heimsleikunum. Hún hefur auk gullverðlauna sinna á heimsleikunum 2011 og 2012, orðið tisvar í öðru sæti og þá náði hún þriðja sætinu á heimsleikunum árið 2017. Anníe Mist sýndi styrk sinn í dag með því að ná öðru sætinu á „The Open“ en með því fékk hún farseðil á elleftu heimsleika sína. Hér fyrir neðan má sjá Anníe Mist rifja upp sögu sína á heimsleikunum í CrossFit í tíu myndum eða með mynd frá hverri keppni. View this post on Instagram 10 YEARS/DECADE AT THE CROSSFIT GAMES - swipe right to see a pic that represents each year of my journey 2009-2019 ? ? Podium finishes Heat stroke ? Good memories COUNTLESS ? Second place world wide in the open 2020 and officially qualified for the 11th CrossFit Games Here’s to a decade more in this incredible CrossFit community @reebok @roguefitness @foodspring_athletics @rpstrength @kingkongapparel @rehband @nuunhydration A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Jan 7, 2020 at 7:52am PST
CrossFit Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 Fleiri fréttir Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Aron verður heldur ekki með í dag Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Guðrún Karítas bætti tvö met tvisvar á sama kvöldinu Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Sjá meira