Aftökudagur ákveðinn í víðfrægu nauðgunarmáli í Indlandi Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2020 13:46 Asha Devi, móðir konunnar sem mennirnir nauðguðu og myrtu. AP/Press Trust of India Dómstólar í Indlandi hafa ákveðið hvenær taka á fjóra menn, sem dæmdir voru fyrir hópnauðgun og morð ungrar konu í Indlandi árið 2012, af lífi. Dauði konunnar vakti gífurlega athygli og leiddi til umfangsmikilla mótmæla gegn ofbeldi gegn konum í landinu. Mennirnir fjórir heita Akshay Thakur, Vinay Sharma, Pawan Gupta og Mukesh Singh og voru þeir dæmdir til dauða árið 2013 eftir hröð réttarhöld. Fórnarlamb þeirra var 23 ára kona sem var á ferð með vini sínum eftir bíóferð. Þau héldu að þau væru að fara um borð í strætó og á leið heim en mennirnir höfðu leigt strætisvagn og réðust á þau. Sex menn voru um borð í strætisvagninum og nauðguðu þeirra konunni í margar klukkustundir og gengu í skrokk á vini hennar. Að endingu var þeim hent úr vagninum á ferð. Konan, sem hefur síðan fengið viðurnefnið Nirbhaya, eða „hin óttalausa“, lést af sárum sínum þrettán dögum síðar. Einn mannanna dó í fangelsi og annar var dæmdur í þriggja ára fangelsi, þar sem hann var einungis sautján ára. Honum var sleppt úr fangelsi árið 2015. Eftir að þeir fjórir sem um ræðir voru dæmdir til dauða árið 2013 leituðu þeir til Hæstaréttar Indlands sem stöðvaði aftöku þeirra. Nú stendur til að hengja þá þann 22. janúar. Lögmenn mannanna segjast þó ætla að beita lokaúrræði til að reyna að koma í veg fyrir aftökurnar, samkvæmt BBC. Móðir Nirbhaya ræddi við BBC og segist mjög ánægð. Hún segir síðustu sjö ár hafa tekið verulega á og hún sé loksins að fá réttlæti fyrir dóttir sína. Indland Tengdar fréttir Konan lýsti árásinni áður en hún lést - lögreglan vill dauðarefsingu yfir hrottunum Lögreglan í höfuðborg Indlands, Nýju-Delí, hefur ákært sex menn fyrir að hafa nauðgðað og myrt tuttugu og þriggja ára konu í strætisvagni í borginni um miðjan desember. Dómari tekur málið fyrir í dag en mennirnir sex munu ekki mæta sjálfir fyrir dómara af öryggisástæðum. 3. janúar 2013 10:46 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Dómstólar í Indlandi hafa ákveðið hvenær taka á fjóra menn, sem dæmdir voru fyrir hópnauðgun og morð ungrar konu í Indlandi árið 2012, af lífi. Dauði konunnar vakti gífurlega athygli og leiddi til umfangsmikilla mótmæla gegn ofbeldi gegn konum í landinu. Mennirnir fjórir heita Akshay Thakur, Vinay Sharma, Pawan Gupta og Mukesh Singh og voru þeir dæmdir til dauða árið 2013 eftir hröð réttarhöld. Fórnarlamb þeirra var 23 ára kona sem var á ferð með vini sínum eftir bíóferð. Þau héldu að þau væru að fara um borð í strætó og á leið heim en mennirnir höfðu leigt strætisvagn og réðust á þau. Sex menn voru um borð í strætisvagninum og nauðguðu þeirra konunni í margar klukkustundir og gengu í skrokk á vini hennar. Að endingu var þeim hent úr vagninum á ferð. Konan, sem hefur síðan fengið viðurnefnið Nirbhaya, eða „hin óttalausa“, lést af sárum sínum þrettán dögum síðar. Einn mannanna dó í fangelsi og annar var dæmdur í þriggja ára fangelsi, þar sem hann var einungis sautján ára. Honum var sleppt úr fangelsi árið 2015. Eftir að þeir fjórir sem um ræðir voru dæmdir til dauða árið 2013 leituðu þeir til Hæstaréttar Indlands sem stöðvaði aftöku þeirra. Nú stendur til að hengja þá þann 22. janúar. Lögmenn mannanna segjast þó ætla að beita lokaúrræði til að reyna að koma í veg fyrir aftökurnar, samkvæmt BBC. Móðir Nirbhaya ræddi við BBC og segist mjög ánægð. Hún segir síðustu sjö ár hafa tekið verulega á og hún sé loksins að fá réttlæti fyrir dóttir sína.
Indland Tengdar fréttir Konan lýsti árásinni áður en hún lést - lögreglan vill dauðarefsingu yfir hrottunum Lögreglan í höfuðborg Indlands, Nýju-Delí, hefur ákært sex menn fyrir að hafa nauðgðað og myrt tuttugu og þriggja ára konu í strætisvagni í borginni um miðjan desember. Dómari tekur málið fyrir í dag en mennirnir sex munu ekki mæta sjálfir fyrir dómara af öryggisástæðum. 3. janúar 2013 10:46 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Konan lýsti árásinni áður en hún lést - lögreglan vill dauðarefsingu yfir hrottunum Lögreglan í höfuðborg Indlands, Nýju-Delí, hefur ákært sex menn fyrir að hafa nauðgðað og myrt tuttugu og þriggja ára konu í strætisvagni í borginni um miðjan desember. Dómari tekur málið fyrir í dag en mennirnir sex munu ekki mæta sjálfir fyrir dómara af öryggisástæðum. 3. janúar 2013 10:46