Joker, geðheilbrigðisþjónusta og frjáls vilji Hjálmar S. Ásbjörnsson skrifar 7. janúar 2020 12:00 Það er margt snilldarlegt við kvikmynd Todd Phillips um Jókerinn. Tæknilega séð er myndin svo til óaðfinnanleg og þar ber helst að nefna dáleiðandi leik Jaquin Phoenix, magnaða kvikmyndatöku og tónlist. Hins vegar þá eru aðrar ástæður fyrir því að ég tel Joker vera bestu og mikilvægustu kvikmynd ársins 2019. Í fyrsta lagi þá er Joker ákall til samfélags manna um mikilvægi geðheilbrigðisþjónustu. Ef Arthur Fleck hefði notið víðtæks stuðnings, annars vegar í formi skilningsríkra og umhyggjusamra samborgara og hins vegar frá hæfu fagfólki eru allar líkur á að Arthur hefði aldrei breyst í morðingjann Jóker. Það er ekkert til sem heitir vont fólk, bara vondar aðstæður. Aðgengileg, niðurgreidd geðheilbrigðisþjónusta sem fókuserar sérstaklega á börn í áhættuhópum og foreldra þeirra er lykillinn að því að koma í veg fyrir þjáningu og hörmungar. Myndin Joker sýnir hvað gerist ef ekkert af þessu er fyrir hendi. Í gegnum aldirnar hefur frumstæður skilningur á mannshuganum og geðröskunum orðið til þess að fólk sem hefur þjást hefur verið dæmt sem slæmt, veikgeðja, afbrigðilegt og útskúfað úr samfélaginu. Að ákveðnu leyti er það rétt hjá Arthur þegar hann hrópar út í sjónvarpssal að ef hann hefði legið í götunni hefði fólk gengið yfir hann. Þó að þetta eigi ekki 100% við í upplýstu samfélagi nútímans þá eru þetta skilaboð sem eiga erindi í sögulegu samhengi. Og auðvitað eru fordómar ennþá til. Í öðru lagi þá leynist í Joker sýn á mannshugann sem hefur möguleika á að færa okkur nær skilningi og umhyggju og fjær dómhörku og haturs. Það hefur að gera með hugmyndir okkar um frjálsan vilja. Flestir geta tekið undir það að Arthur Fleck ákvað aldrei að verða kaldrifjaður morðingi. Arthur var í rauninni eins langt frá því og mögulegt er að vera höfundur lífsferils síns. Móðir hans þjáðist af alvarlegri geðröskun. Hann var beittur ofbeldi í æsku. Aðstæður hans útsettu hann fyrir fátækt og hann mætti ekki skilnings samfélagsins sem hann var hluti af. Hann uppfyllti með öðrum orðum nánast alla áhættuþætti fyrir þróun geðröskunar. Hvar er hægt að segja að Arthur Fleck hafi haft frjálsan vilja? Það ákveður engin sem barn að verða fjöldamorðingi. Anders Breivik, Ted Bundy, Charles Manson. Þetta er fólk sem var óheppið í lottói lífsins. Að dæma þetta fólk, og í kjölfarið hata þá er einfaldlega út úr kortinu. Joker er listaverk sem tekst að láta okkur finna fyrir samkennd í garð manneskju sem svo auðvelt væri að dæma sem „vonda“. Við finnum til með honum því við sjáum lífið hans. Við sjáum að hann á ekki sök á því hvernig hann verður. Á hinn bóginn sjáum við að við dæmum af því við vitum ekki betur. Eins og taugavísindamaðurinn Sam Harris hefur bent á þá velur engin foreldra sína eða í hvernig aðstæðum og hvernig samfélagi hann elst upp í. Það velur engin heilann sinn eða hvernig hann þróast. Það velur engin hvað hann upplifir. Við virðumst hins vegar í ákveðnum aðstæðum hafa val. En þetta val er aldrei algjörlega frjálst. Harris skrifar: „heilinn þinn tekur ákvarðanir samkvæmt tilhneigingum og skoðunum sem hafa verið hamraðar inn í hann í gegnum lífsleiðina - af genum, lífeðlislegri þróun frá augnablikinu sem þú varst getinn, kynnum við annað fólk, atburði og hugmyndir. Hvar er frelsið í þessu? Þér er frjálst að gera það sem þú vilt núna. En hvaðan kemur hvötin?” Við erum alltaf háð reynslu okkar og því sem við höfum lært og að sjálfsögðu erum við háð lögmálum heilans. Að segja að innra með okkur búi sjálfstæður lítill karl með puttana á stjórnborði er andstætt öllu sem við vitum um mannshugann. Í þessu samhengi getur það verið góð hugaræfing að velta fyrir sér hversu mikið við öll skrifuðum handritið að eigin lífi og persónuleika? Myndin Joker er listræn túlkun á þeirri staðreynd að aðstæður skipta öllu máli. Það eru góðar fréttir því þetta þýðir að við getum breytt lífi fólks með því að breyta aðstæðum. Ef við sem samfélag gerum allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að börn upplifi ekki fátækt, áföll, skort á stuðningi og skilningsleysi erum við að auka líkur á að fólk geti notið sín sem fullorðnir einstaklingar. Þannig komum við jafnframt í veg fyrir að í samfélaginu vaxi upp lítill Arthur Fleck. Það er mannshuganum eðlislægt að dæma. Við þekkjum það öll. Við erum hins vegar einnig með heila sem er náttúrulega fær um að sýna samkennd. Mikilvægi kvikmyndarinnar Joker felst í að benda okkur á tækifæri þar sem við sem samfélag getum virkjað samkennd og skilning í stað dómhörku og hvernig aðgengileg, niðurgreidd geðheilbrigðisþjónusta er lykilþáttur í að koma í veg fyrir ónauðsynlega þjáningu og harmleiki. Hugmyndin um frjálsan vilja hellir bara olíu á eld dómhörku og haturs. Við erum öll mótuð af því umhverfi sem við fæðumst inn í. Kvikmyndin Joker sýnir okkur dæmi þar sem barn fæðist inn í hörmulegar aðstæður. Samfélagið brást honum. Hvað mundum við gera?Höfundur er sálfræðimenntaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Það er margt snilldarlegt við kvikmynd Todd Phillips um Jókerinn. Tæknilega séð er myndin svo til óaðfinnanleg og þar ber helst að nefna dáleiðandi leik Jaquin Phoenix, magnaða kvikmyndatöku og tónlist. Hins vegar þá eru aðrar ástæður fyrir því að ég tel Joker vera bestu og mikilvægustu kvikmynd ársins 2019. Í fyrsta lagi þá er Joker ákall til samfélags manna um mikilvægi geðheilbrigðisþjónustu. Ef Arthur Fleck hefði notið víðtæks stuðnings, annars vegar í formi skilningsríkra og umhyggjusamra samborgara og hins vegar frá hæfu fagfólki eru allar líkur á að Arthur hefði aldrei breyst í morðingjann Jóker. Það er ekkert til sem heitir vont fólk, bara vondar aðstæður. Aðgengileg, niðurgreidd geðheilbrigðisþjónusta sem fókuserar sérstaklega á börn í áhættuhópum og foreldra þeirra er lykillinn að því að koma í veg fyrir þjáningu og hörmungar. Myndin Joker sýnir hvað gerist ef ekkert af þessu er fyrir hendi. Í gegnum aldirnar hefur frumstæður skilningur á mannshuganum og geðröskunum orðið til þess að fólk sem hefur þjást hefur verið dæmt sem slæmt, veikgeðja, afbrigðilegt og útskúfað úr samfélaginu. Að ákveðnu leyti er það rétt hjá Arthur þegar hann hrópar út í sjónvarpssal að ef hann hefði legið í götunni hefði fólk gengið yfir hann. Þó að þetta eigi ekki 100% við í upplýstu samfélagi nútímans þá eru þetta skilaboð sem eiga erindi í sögulegu samhengi. Og auðvitað eru fordómar ennþá til. Í öðru lagi þá leynist í Joker sýn á mannshugann sem hefur möguleika á að færa okkur nær skilningi og umhyggju og fjær dómhörku og haturs. Það hefur að gera með hugmyndir okkar um frjálsan vilja. Flestir geta tekið undir það að Arthur Fleck ákvað aldrei að verða kaldrifjaður morðingi. Arthur var í rauninni eins langt frá því og mögulegt er að vera höfundur lífsferils síns. Móðir hans þjáðist af alvarlegri geðröskun. Hann var beittur ofbeldi í æsku. Aðstæður hans útsettu hann fyrir fátækt og hann mætti ekki skilnings samfélagsins sem hann var hluti af. Hann uppfyllti með öðrum orðum nánast alla áhættuþætti fyrir þróun geðröskunar. Hvar er hægt að segja að Arthur Fleck hafi haft frjálsan vilja? Það ákveður engin sem barn að verða fjöldamorðingi. Anders Breivik, Ted Bundy, Charles Manson. Þetta er fólk sem var óheppið í lottói lífsins. Að dæma þetta fólk, og í kjölfarið hata þá er einfaldlega út úr kortinu. Joker er listaverk sem tekst að láta okkur finna fyrir samkennd í garð manneskju sem svo auðvelt væri að dæma sem „vonda“. Við finnum til með honum því við sjáum lífið hans. Við sjáum að hann á ekki sök á því hvernig hann verður. Á hinn bóginn sjáum við að við dæmum af því við vitum ekki betur. Eins og taugavísindamaðurinn Sam Harris hefur bent á þá velur engin foreldra sína eða í hvernig aðstæðum og hvernig samfélagi hann elst upp í. Það velur engin heilann sinn eða hvernig hann þróast. Það velur engin hvað hann upplifir. Við virðumst hins vegar í ákveðnum aðstæðum hafa val. En þetta val er aldrei algjörlega frjálst. Harris skrifar: „heilinn þinn tekur ákvarðanir samkvæmt tilhneigingum og skoðunum sem hafa verið hamraðar inn í hann í gegnum lífsleiðina - af genum, lífeðlislegri þróun frá augnablikinu sem þú varst getinn, kynnum við annað fólk, atburði og hugmyndir. Hvar er frelsið í þessu? Þér er frjálst að gera það sem þú vilt núna. En hvaðan kemur hvötin?” Við erum alltaf háð reynslu okkar og því sem við höfum lært og að sjálfsögðu erum við háð lögmálum heilans. Að segja að innra með okkur búi sjálfstæður lítill karl með puttana á stjórnborði er andstætt öllu sem við vitum um mannshugann. Í þessu samhengi getur það verið góð hugaræfing að velta fyrir sér hversu mikið við öll skrifuðum handritið að eigin lífi og persónuleika? Myndin Joker er listræn túlkun á þeirri staðreynd að aðstæður skipta öllu máli. Það eru góðar fréttir því þetta þýðir að við getum breytt lífi fólks með því að breyta aðstæðum. Ef við sem samfélag gerum allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að börn upplifi ekki fátækt, áföll, skort á stuðningi og skilningsleysi erum við að auka líkur á að fólk geti notið sín sem fullorðnir einstaklingar. Þannig komum við jafnframt í veg fyrir að í samfélaginu vaxi upp lítill Arthur Fleck. Það er mannshuganum eðlislægt að dæma. Við þekkjum það öll. Við erum hins vegar einnig með heila sem er náttúrulega fær um að sýna samkennd. Mikilvægi kvikmyndarinnar Joker felst í að benda okkur á tækifæri þar sem við sem samfélag getum virkjað samkennd og skilning í stað dómhörku og hvernig aðgengileg, niðurgreidd geðheilbrigðisþjónusta er lykilþáttur í að koma í veg fyrir ónauðsynlega þjáningu og harmleiki. Hugmyndin um frjálsan vilja hellir bara olíu á eld dómhörku og haturs. Við erum öll mótuð af því umhverfi sem við fæðumst inn í. Kvikmyndin Joker sýnir okkur dæmi þar sem barn fæðist inn í hörmulegar aðstæður. Samfélagið brást honum. Hvað mundum við gera?Höfundur er sálfræðimenntaður.
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar