Markvörðurinn sem fékk á sig eitt frægasta mark fótboltasögunnar er látinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2020 13:45 Hans Tilkowski reynir að verja skot Geoff Hurst í úrslitaleik HM árið 1966. Boltinn fór í slána og niður. Línuvörðurinn dæmdi hann inni. Getty/Tony Triolo Hans Tilkowski, fyrrum markvörður vestur-þýska landsliðsins í knattspyrnu lést í gær eftir langa baráttu við veikindi. Hann var 84 ára gamall. Hans Tilkowski er kannski þekktastur fyrir að hafa spilað í marki Vestur-Þjóðverja í úrslitaleik HM á Wembley árið 1966. Þar skoraði Geoff Hurst þrennu í úrslitaleiknum en eitt markanna er eitt frægasta mark fótboltasögunnar. Hurst átti þá skot í slánna og niður í stöðunni 2-2 í framlengingu en það hefur aldrei verið sannað eða afsannað hvort boltinn hafi farið inn fyrir línuna. Línuvörðurinn Tofiq Bahramov dæmdi hins vegar mark og Englendingar unnu 4-2. Geoff Hurst minntist Hans Tilkowski í færslu á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Very sad to receive a call earlier to let me know that Germany's goalkeeper from 66 World Cup, Hans Tilkowski, has died. Terrific player for his club, Borussia Dortmund, and country and a very fine man, I very much enjoyed the time we spent together over the years. pic.twitter.com/Phkj1doWso— Sir Geoff Hurst (@TheGeoffHurst) January 6, 2020 Þetta var 38. landsleikur Hans Tilkowski en hann spilaði aðeins einn landsleik í viðbót og kom hann í 6-0 sigri á Albaníu í apríl árið eftir. Tilkowski var elsti leikmaður þýska landsliðsins í þessum úrslitaleik þá 31 árs. Hans Tilkowski spilaði allan sinn feril í Vestur-Þýskalandi með liðum Westfalia Herne, Borussia Dortmund og Eintracht Frankfurt. Hann varð Evrópumeistari bikarhafa með Dortmund vorið 1966 og þýskur bikarmeistari árið á undan. Hans Tilkowski reyndi líka fyrir sér þjálfari og stýrði liðum eins og Nürnberg, Werder Bremen og AEK Aþena. Hann hætti þjálfun árið 1981. Martin Peters sem skoraði líka hjá Hans Tilkowski í úrslitaleiknum á HM 1966 féll 21. desember síðastliðinn. Einn af 39 landsleikjum Hans Tilkowski kom á Laugardalsvelli þegar Vestur-Þýskaland vann 5-0 sigur á íslenska landsliðinu 3. ágúst 1960. Það má sjá þrennuna hans Geoff Hurst hér fyrir neðan. Andlát HM 2022 í Katar Þýskaland Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Hans Tilkowski, fyrrum markvörður vestur-þýska landsliðsins í knattspyrnu lést í gær eftir langa baráttu við veikindi. Hann var 84 ára gamall. Hans Tilkowski er kannski þekktastur fyrir að hafa spilað í marki Vestur-Þjóðverja í úrslitaleik HM á Wembley árið 1966. Þar skoraði Geoff Hurst þrennu í úrslitaleiknum en eitt markanna er eitt frægasta mark fótboltasögunnar. Hurst átti þá skot í slánna og niður í stöðunni 2-2 í framlengingu en það hefur aldrei verið sannað eða afsannað hvort boltinn hafi farið inn fyrir línuna. Línuvörðurinn Tofiq Bahramov dæmdi hins vegar mark og Englendingar unnu 4-2. Geoff Hurst minntist Hans Tilkowski í færslu á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Very sad to receive a call earlier to let me know that Germany's goalkeeper from 66 World Cup, Hans Tilkowski, has died. Terrific player for his club, Borussia Dortmund, and country and a very fine man, I very much enjoyed the time we spent together over the years. pic.twitter.com/Phkj1doWso— Sir Geoff Hurst (@TheGeoffHurst) January 6, 2020 Þetta var 38. landsleikur Hans Tilkowski en hann spilaði aðeins einn landsleik í viðbót og kom hann í 6-0 sigri á Albaníu í apríl árið eftir. Tilkowski var elsti leikmaður þýska landsliðsins í þessum úrslitaleik þá 31 árs. Hans Tilkowski spilaði allan sinn feril í Vestur-Þýskalandi með liðum Westfalia Herne, Borussia Dortmund og Eintracht Frankfurt. Hann varð Evrópumeistari bikarhafa með Dortmund vorið 1966 og þýskur bikarmeistari árið á undan. Hans Tilkowski reyndi líka fyrir sér þjálfari og stýrði liðum eins og Nürnberg, Werder Bremen og AEK Aþena. Hann hætti þjálfun árið 1981. Martin Peters sem skoraði líka hjá Hans Tilkowski í úrslitaleiknum á HM 1966 féll 21. desember síðastliðinn. Einn af 39 landsleikjum Hans Tilkowski kom á Laugardalsvelli þegar Vestur-Þýskaland vann 5-0 sigur á íslenska landsliðinu 3. ágúst 1960. Það má sjá þrennuna hans Geoff Hurst hér fyrir neðan.
Andlát HM 2022 í Katar Þýskaland Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn