Opið bréf til Arnars Sverrissonar Matthildur Björnsdóttir skrifar 3. janúar 2020 16:00 Sæll Arnar, Ég las grein þína um að yfirvöld sundri fjölskyldum. En þau bera þó enn minni ábyrgð á því, en það sem er í mannlegu eðli þegar engin gagnleg raunsæ leiðbeining hefur verið gefin. Hinsvegar hafa stjórnvöld gengið í lið með þeim sem telja að allir fæðist með prógram fyrir fullkomnun á öllum sviðum. Þar ekki síst að að þeir aðilar viti hvernig eigi að vinna öll sambönd og ala upp börn sem er oft langt frá sannleikanum. Og það eru hreinlega ekki til stjórnvöld sem hafa haft nógu djúpt innsæi til að skapa þjóðfélagið frá. Þau hafa ekki viljað melta þá staðreynd að kynhvöt hefur ekki nærri alltaf neitt sama-sem-merki um löngun fyrir getnað, hvað þá að þær mannverur séu fæddar með meirapróf í barnauppeldi. Ef mannkyn er skoðað sést að jafnvel há-háskólalærðir einstaklingar séu ekki neitt frekar með meðfæddar gráður í uppeldi. Og sum þeirra með háskólapróf sjá fag sitt þaðan sem mun mikilvægara og áhugaverðara og þurfandi fyrir alla athygli þeirra, en börnin þeirra. Þau hafa ekkert neitt í sér til slíks, og enga löngun til að sinna uppeldi. Í viðbót við þá staðreynd, er sannleikurinn um margra alda skort þjóðarinnar á skilningi á tilfinningum, og með því svaka krafa um að fólk lifi bara í rökhyggju sinni. Ég er nógu gömul til að hafa alist upp við það viðhorf, og vitnað nóg af því í tíma mínum á Íslandi. Staðreyndir í verki Sú ákvörðun á þeim tímum sem ég var í skóla á milli 1954 og fram til 1963, að það var engin hugsun eða stefna um að kenna ungu fólki um getnaðarfæra kerfið, sambönd og uppeldi. Viðhorfið að baki því að halda slíkri fræðslu frá fólki var ekkert annað en einfeldnings trú um goðsögn. Þeir gerðu ekkert til að kenna um uppeldi né byggingu sambanda sem myndu endast. Stefna sem virtist vera gerð með trúaryfirvöldum sem voru og eru kannski enn með leikskólastig skilnings á hinum ýmsu atriðum í sköpun og mannlega lífinu. Þá endar samfélagið með langtíma afleiðingar af að halda ungu kynslóðinni í myrkri um þetta kerfi sem þau geta ekki skilið virkni á nema fá djúpa leiðbeiningu um það, áður en það fer í gang í þeim. Það á við um alla sem lifa afleiðingarnar. Konuna sem verður barnshafandi og það án þess að vera tilbúin í foreldrahlutverkið. Hún hefur ekki endilega náð því í lífi sínu að vita hvort þessi Goðsagnar móðurþrá væri til í henni. Ég var ein af þeim. Síðan og kannski ekki síst þetta með karlmanninn sem vildi kynmökin en kærir sig ekkert um afleiðingarnar, og segir og hugsar að það hafi ekkert með hann að gera, hvort það komi barn frá stundarlosta hans, eða „sekúntu af blissi“. Milljónir manna verið þannig og sumir jafnvel játað það fyrir mér. Ég heyrði mann segja slíkt í sjónvarpinu hér. Hann sá það ekki koma sér á nokkurn hátt við að kynmök hans hefðu skapað getnað. Hvað þá að úr því yrði barn sem þyrfti ást, áhuga og leiðbeiningu föðurs. Vanrækslan sem þagað var yfir Áhugaleysið fyrir barninu er það sama hvar í heiminum sem þetta gerist, þó að sá sem barnaði án þess að vera í sambandi við konuna endi með að vera rukkaður fyrir meðlag, ef það gerist á Íslandi, og ef konan veit nafn hans og heimilisfang. Þá sjá margir karlmenn það sem mál sem þeim komi ekki við. Engin tenging er á milli kynfæra, hjarta og hugar, hvað þá sálar í milljónum karlmanna. Það geta engin stjórnvöld verið við stýrið um slíka „rándýrs“ þörf, en þau gætu samt fengið allskonar sérfræðinga til að fræða unglinga um þetta allt í skólum, áður en kerfin fara í virkni. Og lagt áherslu á að unga fólkið gæti sín svo að það verði ekki óvelkominn getnaður. Getnaður sem skapi barn sem upplifi sig sem óvelkomið og framadrauma morðingja. Svo var það almennt ekki séð sem hlutverk karlkyns að vera í uppeldi barna sinna. Og það atriði hefur minna að gera með aðgerðir yfirvalda, en það hvernig það líffræðalega kerfi er sett upp. Það kemur annaðhvort af þekkingarleysi, algerum skorti á innsæi og skilningi. Eða hreinlega illa hugsuðum ætlunum til að fá mannfjölgun, án þess að hugsa það mál í botn. Stjórnvöld voru ekki til í að sjá um að skólar fræddu fólk um getnaðarfæra kerfið áður en „dýrið birtist“. Kynhvötin og hæfileikar til að vera foreldrar koma alls ekki nærri alltaf saman í mannverum. Við sjáum það á hverjum degi í allskonar tilfellum. Við fæðumst ekki með „Öpp“ í heilanum um fullkomna hæfileika til foreldrunar. Frá bændaheimi til iðnaðar Hvort að feður hafi kunnað uppeldi eitthvað betur þegar allir voru bændur veit ég ekki, því að ég ólst ekki upp á þeim tímum. En ef svo var lærðist það ekki niður línuna, því að ef svo hefði verið, þá myndu enn fleiri vera með uppeldi á hreinu. Eftir að iðnvæðingin hófst, og fólk sá allskonar ný tækifæri fyrir sig til að nota heilabú sín fyrir, en bara að vera bændur, og hlaða niður börnum. Þá voru ekki nærri allir einstaklingar í því hugarástandi sem þessir sérfræðingar í uppeldi töluðu um. Sú staðreynd að karlmönnum hefur verið skipað að bæla tilfinningar sínar um aldir hefur ekki verið rétt uppskrift fyrir heilbrigt mannlíf, og er í raun margra alda mismeðferð á karlkyni. Hvernig eiga tilfinningalega fatlaðir menn að vera góðir feður?. Miklu af mannlegu eðli var sópað undir teppin og afneitað. Það sem þessir einstaklingar sögðu sem þú vitnar í, er auðvitað frá „ideal“ fræðum sem tóku ekki inn í dæmið þau atriði um umferð sæðis og eggja sem voru ekki samkvæmt því sem trúarbrögð vildu samþykkja. Mjög óraunhæfar og óraunsæjar kenningar eða trú Þau voru frá að telja að allar konur hefðu samskonar drauma og innræti, og að allir karlmenn sem börnuðu konur, vildu verða feður. Það var aldrei alger veruleiki, og er ekki heldur í dag. Sem betur fer eru framfarir sjáanlegar og ég sé ótal unga ástríka feður í verslunarmiðstöð hér í Adelaide í Suður Ástralíu og það hefur verið meiriháttar framför að feður hafa verið með konunni þegar barn þeirra fæðist og upplifað tengingu sem feður misstu af um aldir. Umönnun feðra af tegund sem ég sá ekki í æsku. Grein þín er byggð á Goðsögn frá þeim tímum sem yfirvöld réðu og mannkyn hafði ekki marga möguleika til að nýta hæfileika sýna, og hefðbundin trúarbrögð höfðu afar undarlegar og barnalegar hugmyndir um sköpun. Þau töldu og telja trúlega enn að allar konur séu með sömu innréttingu. Karlmenn hafa alltaf haft meira svigrúm í heilum þeirra um hlutverk sín í lífinu, eins og sagan sýnir. Það mátti ekki einu sinni kenna okkur um getnaðarfærakerfið í skólum. Það var aldrei talað um að þetta kerfi sem fer síðast í gang af öllum líffærum og kerfum í líkömum sem hefðu oft of kröftuga virkni sem við mannverur ættum að læra að hafa stjórn á vegna óæskilegra afleiðinga. Í getnuðum sem viðkomandi væru ekki tilbúin fyrir, ef ekki væri farið rétt með það kerfi. Það var flett yfir þann kafla í heilsufræðinni árið 1961, þegar ég var í gagnfræðaskóla. Svo var engin fræðsla gefin um uppeldi eða ábyrgð hvað þá að það væri gefin fræðsla og innsýn í mismuninn á því sem er barnagæsla á einn veg og alvöru uppeldi á hinn. Ég skildi ekki mismuninn á því fyrr en eftir að koma til Ástralíu og vitna það í efni í sjónvarpinu. Eftir að hafa lent í því sama og mamma en vaknað til að það hjónaband sem ég fór í var ekkert annað en þyngdarlögmáls-orku dæmi frá foreldrum og að maðurinn vildi móður en ekki félaga, og eins og áður er getið kunni ekki hlutverkið að vera maki og foreldri. Hræðilegur hræðsluáróður Vegna langtíma bábilju og fordóma þjóðar sem krafðist hópsálar hegðunar, tók það mig þrjú ár að safna kjarki til að enda fyrsta hjónaband mitt sem var vegna bilaðra-hræðsluáróðurs-prédíkana í prestum í útvarpi, og þjóðinni, sem átti að hafa þann tilgang að halda fólki í vonlausum samböndum og hótun á lofti um að þeir sem skildu við maka yrðu séðir sem rusl jarðar. Ég fékk þá meðferð. Árið 1977 þegar ég skildi, var nákvæmlega ekkert sagt né gert um það að gera föður skylt að sinna börnum sínum. Karlmanni sem hafði ekkert af því föðureðli í sér. Eðli og hæfni sem þeir sérfræðingar sem þú vitnar til, telja að allir hafi en er því miður bara óskhyggja, af því að veruleikinn er því miður ansi oft allt annar. Við tvö sem komum saman frá því sem ég skildi seinna að var ekkert annað en orku-þyngdar-lögmáls aðlögun vorum við bæði auðvitað mjög ótilbúin í hlutverkið. Ég var aðeins betri, vegna þess að vera elst af systrum og vön því að passa ungbörn, en samt engan veginn tilbúin í raun til að vera það sem ég skildi seinna að væri að hafa þessa móðurköllun. Hún var ekki komin upp þá. Ég hef mínar hugmyndir að það sé ekki í nærri öllu kvenkyni á þann hátt af því að ég hef talað við það margar konur sem enduðu með slæmum mæðrum og sem áttuðu sig líka á að þær voru ekki heldur það miklar mæður sjálfar. Þetta er veruleiki sem of oft er afneitaður, af því að fólk lifir í Goðsagnar óskhyggju. Maðurinn sem ég endaði með þá var enn síður tilbúinn né kominn á það þroskastig að vita hvort hann þráði að verða faðir, frekar en milljónir annarra manna þegar konur hafa orðið barnshafandi án óskar. Ég óskaði þess að hann myndi sinna þeim og hafa þau stundum, en þá var orðið tálmun ekki til, né önnur orð um að skipa hinu foreldrinu að hafa tiltekna hegðun. Yfirvöld létu foreldra eina um dæmið við skilnað. Hugur hans var ekki við það heldur aðra hluti, og það voru engar sektir eða smán settar á feður fyrir að vanrækja börn sín. Hefði hann verið sektaður í dag fyrir áhugaleysi og ástleysi á börnum sínum? Hann hefði ekki haft efni á að borga slíkar sektir, og ég efast um að þær virki í raun til hins betra fyrir blessuð börnin. Því að ef það er ekki í eðli föður að elska genin sín, geta sektir ekki breytt hlutlausu hjarta og huga í ástríkan föður.. Hvort að það sem ég les að sé í gangi núna á Íslandi um þessar umgengnis reglur, hafi góð áhrif á og í börnum, er nokkuð sem ég veit ekki. Lög um sektir og kringumstæður sem virðast etja foreldrum gegn hvert öðru frekar en stuðla að úrræðum og jafnvægi. Ég leyfi mér að efast um að það sé rétt sálfræðileg leið fyrir börnin sem verða þá eins og osturinn í slæmri samloku. En afleiðingarnar munu koma í ljós þegar og ef þessi blessuðu börn fara á gelgjuskeið og reyna fyrir sér í samböndum. Munu þau þá sjá hitt kynið sem slæmt? Hver er hin raunverulega þekking á heilabúum um útkomu Ég tala oft við ungan mann hér sem er í þeim kringumstæðum að vera skilinn við móður dóttur sinnar, dóttur sem ég upplifi hann sem yndislegt foreldri fyrir. Og það er stöðugt stríð við þá konu við að mæta hjá yfirvöldum til að afhenda barnið til hins aðilans, og í öllum tjáskiptum. Dóttirin sem er á skólaaldri er orðin æ meðvitaðri um þetta stríð og það gæti endað í allskonar útkomum. Það að hún vildi ekki fara í samband, eða hún sæi alla menn sem góða, og ályktaði að þeir væru eins og faðir hennar. Sem samt er ólíklegt, af því að hún hefur vitnað móður sína með nokkrum öðrum mönnum sem hafa komið og farið. Tíminn leiðir það í ljós. Hvað mun það segja heilabúi barna um sambönd? Það var engin umræða um það þá. Börnin mín eru nær fimmtugu núna og lifðu mest öllu lífi sínu án föður þó hann væri í Reykjavík, og líkamlega ekki langt í burtu, en tilfinningalega í órafjarlægð. Og það án þess að ég væri í stríði við hann. Þó að ég væri auðvitað ekki ánægð með að hann hefði það ekki í sér að langa til að eiga tíma með þeim. Hann kom fleiri börnum í heiminn, en var aldrei foreldri að eðli. Hvað þá að barnið sé tekið með í hugsunina um þetta allt. Það endar með að vera hið ó-óskaða eftir barn, og þarf þá að lifa lífi sínu frá því. Það er því tími til að stokka upp og skapa stefnur og leiðir til að hjálpa fólki að vinna með þau flóknu dæmi sem oft skapast í lífi þess í öllum þessum samböndum og blönduðum fjölskyldum. Aðferðir sem þjóni öllum án þess að negla nýjar kynslóðir í forneskjulegum mynstrum. Matthildur Björnsdóttir, Adelaide Suður Ástralíu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matthildur Björnsdóttir Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Sæll Arnar, Ég las grein þína um að yfirvöld sundri fjölskyldum. En þau bera þó enn minni ábyrgð á því, en það sem er í mannlegu eðli þegar engin gagnleg raunsæ leiðbeining hefur verið gefin. Hinsvegar hafa stjórnvöld gengið í lið með þeim sem telja að allir fæðist með prógram fyrir fullkomnun á öllum sviðum. Þar ekki síst að að þeir aðilar viti hvernig eigi að vinna öll sambönd og ala upp börn sem er oft langt frá sannleikanum. Og það eru hreinlega ekki til stjórnvöld sem hafa haft nógu djúpt innsæi til að skapa þjóðfélagið frá. Þau hafa ekki viljað melta þá staðreynd að kynhvöt hefur ekki nærri alltaf neitt sama-sem-merki um löngun fyrir getnað, hvað þá að þær mannverur séu fæddar með meirapróf í barnauppeldi. Ef mannkyn er skoðað sést að jafnvel há-háskólalærðir einstaklingar séu ekki neitt frekar með meðfæddar gráður í uppeldi. Og sum þeirra með háskólapróf sjá fag sitt þaðan sem mun mikilvægara og áhugaverðara og þurfandi fyrir alla athygli þeirra, en börnin þeirra. Þau hafa ekkert neitt í sér til slíks, og enga löngun til að sinna uppeldi. Í viðbót við þá staðreynd, er sannleikurinn um margra alda skort þjóðarinnar á skilningi á tilfinningum, og með því svaka krafa um að fólk lifi bara í rökhyggju sinni. Ég er nógu gömul til að hafa alist upp við það viðhorf, og vitnað nóg af því í tíma mínum á Íslandi. Staðreyndir í verki Sú ákvörðun á þeim tímum sem ég var í skóla á milli 1954 og fram til 1963, að það var engin hugsun eða stefna um að kenna ungu fólki um getnaðarfæra kerfið, sambönd og uppeldi. Viðhorfið að baki því að halda slíkri fræðslu frá fólki var ekkert annað en einfeldnings trú um goðsögn. Þeir gerðu ekkert til að kenna um uppeldi né byggingu sambanda sem myndu endast. Stefna sem virtist vera gerð með trúaryfirvöldum sem voru og eru kannski enn með leikskólastig skilnings á hinum ýmsu atriðum í sköpun og mannlega lífinu. Þá endar samfélagið með langtíma afleiðingar af að halda ungu kynslóðinni í myrkri um þetta kerfi sem þau geta ekki skilið virkni á nema fá djúpa leiðbeiningu um það, áður en það fer í gang í þeim. Það á við um alla sem lifa afleiðingarnar. Konuna sem verður barnshafandi og það án þess að vera tilbúin í foreldrahlutverkið. Hún hefur ekki endilega náð því í lífi sínu að vita hvort þessi Goðsagnar móðurþrá væri til í henni. Ég var ein af þeim. Síðan og kannski ekki síst þetta með karlmanninn sem vildi kynmökin en kærir sig ekkert um afleiðingarnar, og segir og hugsar að það hafi ekkert með hann að gera, hvort það komi barn frá stundarlosta hans, eða „sekúntu af blissi“. Milljónir manna verið þannig og sumir jafnvel játað það fyrir mér. Ég heyrði mann segja slíkt í sjónvarpinu hér. Hann sá það ekki koma sér á nokkurn hátt við að kynmök hans hefðu skapað getnað. Hvað þá að úr því yrði barn sem þyrfti ást, áhuga og leiðbeiningu föðurs. Vanrækslan sem þagað var yfir Áhugaleysið fyrir barninu er það sama hvar í heiminum sem þetta gerist, þó að sá sem barnaði án þess að vera í sambandi við konuna endi með að vera rukkaður fyrir meðlag, ef það gerist á Íslandi, og ef konan veit nafn hans og heimilisfang. Þá sjá margir karlmenn það sem mál sem þeim komi ekki við. Engin tenging er á milli kynfæra, hjarta og hugar, hvað þá sálar í milljónum karlmanna. Það geta engin stjórnvöld verið við stýrið um slíka „rándýrs“ þörf, en þau gætu samt fengið allskonar sérfræðinga til að fræða unglinga um þetta allt í skólum, áður en kerfin fara í virkni. Og lagt áherslu á að unga fólkið gæti sín svo að það verði ekki óvelkominn getnaður. Getnaður sem skapi barn sem upplifi sig sem óvelkomið og framadrauma morðingja. Svo var það almennt ekki séð sem hlutverk karlkyns að vera í uppeldi barna sinna. Og það atriði hefur minna að gera með aðgerðir yfirvalda, en það hvernig það líffræðalega kerfi er sett upp. Það kemur annaðhvort af þekkingarleysi, algerum skorti á innsæi og skilningi. Eða hreinlega illa hugsuðum ætlunum til að fá mannfjölgun, án þess að hugsa það mál í botn. Stjórnvöld voru ekki til í að sjá um að skólar fræddu fólk um getnaðarfæra kerfið áður en „dýrið birtist“. Kynhvötin og hæfileikar til að vera foreldrar koma alls ekki nærri alltaf saman í mannverum. Við sjáum það á hverjum degi í allskonar tilfellum. Við fæðumst ekki með „Öpp“ í heilanum um fullkomna hæfileika til foreldrunar. Frá bændaheimi til iðnaðar Hvort að feður hafi kunnað uppeldi eitthvað betur þegar allir voru bændur veit ég ekki, því að ég ólst ekki upp á þeim tímum. En ef svo var lærðist það ekki niður línuna, því að ef svo hefði verið, þá myndu enn fleiri vera með uppeldi á hreinu. Eftir að iðnvæðingin hófst, og fólk sá allskonar ný tækifæri fyrir sig til að nota heilabú sín fyrir, en bara að vera bændur, og hlaða niður börnum. Þá voru ekki nærri allir einstaklingar í því hugarástandi sem þessir sérfræðingar í uppeldi töluðu um. Sú staðreynd að karlmönnum hefur verið skipað að bæla tilfinningar sínar um aldir hefur ekki verið rétt uppskrift fyrir heilbrigt mannlíf, og er í raun margra alda mismeðferð á karlkyni. Hvernig eiga tilfinningalega fatlaðir menn að vera góðir feður?. Miklu af mannlegu eðli var sópað undir teppin og afneitað. Það sem þessir einstaklingar sögðu sem þú vitnar í, er auðvitað frá „ideal“ fræðum sem tóku ekki inn í dæmið þau atriði um umferð sæðis og eggja sem voru ekki samkvæmt því sem trúarbrögð vildu samþykkja. Mjög óraunhæfar og óraunsæjar kenningar eða trú Þau voru frá að telja að allar konur hefðu samskonar drauma og innræti, og að allir karlmenn sem börnuðu konur, vildu verða feður. Það var aldrei alger veruleiki, og er ekki heldur í dag. Sem betur fer eru framfarir sjáanlegar og ég sé ótal unga ástríka feður í verslunarmiðstöð hér í Adelaide í Suður Ástralíu og það hefur verið meiriháttar framför að feður hafa verið með konunni þegar barn þeirra fæðist og upplifað tengingu sem feður misstu af um aldir. Umönnun feðra af tegund sem ég sá ekki í æsku. Grein þín er byggð á Goðsögn frá þeim tímum sem yfirvöld réðu og mannkyn hafði ekki marga möguleika til að nýta hæfileika sýna, og hefðbundin trúarbrögð höfðu afar undarlegar og barnalegar hugmyndir um sköpun. Þau töldu og telja trúlega enn að allar konur séu með sömu innréttingu. Karlmenn hafa alltaf haft meira svigrúm í heilum þeirra um hlutverk sín í lífinu, eins og sagan sýnir. Það mátti ekki einu sinni kenna okkur um getnaðarfærakerfið í skólum. Það var aldrei talað um að þetta kerfi sem fer síðast í gang af öllum líffærum og kerfum í líkömum sem hefðu oft of kröftuga virkni sem við mannverur ættum að læra að hafa stjórn á vegna óæskilegra afleiðinga. Í getnuðum sem viðkomandi væru ekki tilbúin fyrir, ef ekki væri farið rétt með það kerfi. Það var flett yfir þann kafla í heilsufræðinni árið 1961, þegar ég var í gagnfræðaskóla. Svo var engin fræðsla gefin um uppeldi eða ábyrgð hvað þá að það væri gefin fræðsla og innsýn í mismuninn á því sem er barnagæsla á einn veg og alvöru uppeldi á hinn. Ég skildi ekki mismuninn á því fyrr en eftir að koma til Ástralíu og vitna það í efni í sjónvarpinu. Eftir að hafa lent í því sama og mamma en vaknað til að það hjónaband sem ég fór í var ekkert annað en þyngdarlögmáls-orku dæmi frá foreldrum og að maðurinn vildi móður en ekki félaga, og eins og áður er getið kunni ekki hlutverkið að vera maki og foreldri. Hræðilegur hræðsluáróður Vegna langtíma bábilju og fordóma þjóðar sem krafðist hópsálar hegðunar, tók það mig þrjú ár að safna kjarki til að enda fyrsta hjónaband mitt sem var vegna bilaðra-hræðsluáróðurs-prédíkana í prestum í útvarpi, og þjóðinni, sem átti að hafa þann tilgang að halda fólki í vonlausum samböndum og hótun á lofti um að þeir sem skildu við maka yrðu séðir sem rusl jarðar. Ég fékk þá meðferð. Árið 1977 þegar ég skildi, var nákvæmlega ekkert sagt né gert um það að gera föður skylt að sinna börnum sínum. Karlmanni sem hafði ekkert af því föðureðli í sér. Eðli og hæfni sem þeir sérfræðingar sem þú vitnar til, telja að allir hafi en er því miður bara óskhyggja, af því að veruleikinn er því miður ansi oft allt annar. Við tvö sem komum saman frá því sem ég skildi seinna að var ekkert annað en orku-þyngdar-lögmáls aðlögun vorum við bæði auðvitað mjög ótilbúin í hlutverkið. Ég var aðeins betri, vegna þess að vera elst af systrum og vön því að passa ungbörn, en samt engan veginn tilbúin í raun til að vera það sem ég skildi seinna að væri að hafa þessa móðurköllun. Hún var ekki komin upp þá. Ég hef mínar hugmyndir að það sé ekki í nærri öllu kvenkyni á þann hátt af því að ég hef talað við það margar konur sem enduðu með slæmum mæðrum og sem áttuðu sig líka á að þær voru ekki heldur það miklar mæður sjálfar. Þetta er veruleiki sem of oft er afneitaður, af því að fólk lifir í Goðsagnar óskhyggju. Maðurinn sem ég endaði með þá var enn síður tilbúinn né kominn á það þroskastig að vita hvort hann þráði að verða faðir, frekar en milljónir annarra manna þegar konur hafa orðið barnshafandi án óskar. Ég óskaði þess að hann myndi sinna þeim og hafa þau stundum, en þá var orðið tálmun ekki til, né önnur orð um að skipa hinu foreldrinu að hafa tiltekna hegðun. Yfirvöld létu foreldra eina um dæmið við skilnað. Hugur hans var ekki við það heldur aðra hluti, og það voru engar sektir eða smán settar á feður fyrir að vanrækja börn sín. Hefði hann verið sektaður í dag fyrir áhugaleysi og ástleysi á börnum sínum? Hann hefði ekki haft efni á að borga slíkar sektir, og ég efast um að þær virki í raun til hins betra fyrir blessuð börnin. Því að ef það er ekki í eðli föður að elska genin sín, geta sektir ekki breytt hlutlausu hjarta og huga í ástríkan föður.. Hvort að það sem ég les að sé í gangi núna á Íslandi um þessar umgengnis reglur, hafi góð áhrif á og í börnum, er nokkuð sem ég veit ekki. Lög um sektir og kringumstæður sem virðast etja foreldrum gegn hvert öðru frekar en stuðla að úrræðum og jafnvægi. Ég leyfi mér að efast um að það sé rétt sálfræðileg leið fyrir börnin sem verða þá eins og osturinn í slæmri samloku. En afleiðingarnar munu koma í ljós þegar og ef þessi blessuðu börn fara á gelgjuskeið og reyna fyrir sér í samböndum. Munu þau þá sjá hitt kynið sem slæmt? Hver er hin raunverulega þekking á heilabúum um útkomu Ég tala oft við ungan mann hér sem er í þeim kringumstæðum að vera skilinn við móður dóttur sinnar, dóttur sem ég upplifi hann sem yndislegt foreldri fyrir. Og það er stöðugt stríð við þá konu við að mæta hjá yfirvöldum til að afhenda barnið til hins aðilans, og í öllum tjáskiptum. Dóttirin sem er á skólaaldri er orðin æ meðvitaðri um þetta stríð og það gæti endað í allskonar útkomum. Það að hún vildi ekki fara í samband, eða hún sæi alla menn sem góða, og ályktaði að þeir væru eins og faðir hennar. Sem samt er ólíklegt, af því að hún hefur vitnað móður sína með nokkrum öðrum mönnum sem hafa komið og farið. Tíminn leiðir það í ljós. Hvað mun það segja heilabúi barna um sambönd? Það var engin umræða um það þá. Börnin mín eru nær fimmtugu núna og lifðu mest öllu lífi sínu án föður þó hann væri í Reykjavík, og líkamlega ekki langt í burtu, en tilfinningalega í órafjarlægð. Og það án þess að ég væri í stríði við hann. Þó að ég væri auðvitað ekki ánægð með að hann hefði það ekki í sér að langa til að eiga tíma með þeim. Hann kom fleiri börnum í heiminn, en var aldrei foreldri að eðli. Hvað þá að barnið sé tekið með í hugsunina um þetta allt. Það endar með að vera hið ó-óskaða eftir barn, og þarf þá að lifa lífi sínu frá því. Það er því tími til að stokka upp og skapa stefnur og leiðir til að hjálpa fólki að vinna með þau flóknu dæmi sem oft skapast í lífi þess í öllum þessum samböndum og blönduðum fjölskyldum. Aðferðir sem þjóni öllum án þess að negla nýjar kynslóðir í forneskjulegum mynstrum. Matthildur Björnsdóttir, Adelaide Suður Ástralíu
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun