Fleiri á bráðamóttöku vegna líkamsárása en flugeldaslysa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. janúar 2020 18:30 Það var mikið álag á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í nótt. Vísir/Vilhelm Fleiri leituðu á bráðamóttöku vegna líkamsárása en vegna flugeldaslysa á nýársnótt. Bráðalæknir segir þurfa meiriháttar kerfisbreytingu í rekstri Landspítalans til að bæta úr því ástandi sem ríki á bráðamóttökunni. Þótt lítið hafi verið um flugeldaslys í ár var mikið álag á bráðamóttökunni í Fossvogi líkt og oft er á nýársnótt. „Nóttin var rosalega annasöm og það var mjög mikið að gera. Það var auka viðbúnaður hjá okkur, við vorum með opna til dæmis stærri deild en venjulega. Það var ofboðslega mikið af fylleríi og fíkniefnaneyslu sem leitaði inn og áverkar eftir hana. Það var töluvert um líkamsárásir og þar af ein mjög alvarleg,“ segir Bergur Stefánsson bráðalæknir. Spurður hvort óvenju mikið hafi verið um innkomur sem tengjast áfengis- og vímuefnaneyslu segir hann nóttina hafa verið í takt við þá þróun sem vart hafi orðið við í samfélaginu í þeim efnum. Blessunarlega hafi þó lítið sem ekkert verið um flugeldaslys í nótt. Þó er ekki útilokað að slík tilfelli kunni að koma upp á næstu dögum. „Núna kemur sá tími þar sem við höfum í gegnum árin séð ljót slys, við höfum séð að það eru til afgangar heima, eitthvað sem börn eða unglingar komast í þannig að það skiptir gríðarlega miklu máli að passa upp á afgangana, meðhöndla þá af virðingu og koma þeim í góða geymslu,“ segir Bergur. Bergur Stefánsson, bráðalæknir á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi.Vísir/Baldur Þá er það gömul saga og ný að pláss skorti á spítalanum og var nýársnótt þar engin undantekning. „Við höfum þann djöful að draga í augnablikinu að sjúklingar sem sannarlega þurfa á innlögn að halda er neitað um pláss á spítalanum. Þeir eru hýstir á bráðamóttökunni við aðstæður sem eru ekki hannaðar til þess,“ útskýrir Bergur. „Við hlaupum undir bagga eins og hægt er en þegar það er eins og það var í nótt að á þriðja tug manns sem bíða eftir rúmi, og bráðamóttakan eins og hún er opin á venjulegu kvöldi hefur bara 34 rúm, að þá segir það sig sjálft að við getum ekki unnið eins og við viljum vinna og veita þá þjónustu sem við viljum gera.“ Hann kveðst ekki mjög bjartsýnn á að staðan batni á nýju ári. „Það þarf meiriháttar kerfisbreytingu, það þarf breytingu á stjórnarháttum innan spítalans og þarf eflaust líka meira fjármagn þó ég þekki þá hlið mála ekki.“ Áramót Fíkn Flugeldar Heilbrigðismál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Fleiri fréttir Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Sjá meira
Fleiri leituðu á bráðamóttöku vegna líkamsárása en vegna flugeldaslysa á nýársnótt. Bráðalæknir segir þurfa meiriháttar kerfisbreytingu í rekstri Landspítalans til að bæta úr því ástandi sem ríki á bráðamóttökunni. Þótt lítið hafi verið um flugeldaslys í ár var mikið álag á bráðamóttökunni í Fossvogi líkt og oft er á nýársnótt. „Nóttin var rosalega annasöm og það var mjög mikið að gera. Það var auka viðbúnaður hjá okkur, við vorum með opna til dæmis stærri deild en venjulega. Það var ofboðslega mikið af fylleríi og fíkniefnaneyslu sem leitaði inn og áverkar eftir hana. Það var töluvert um líkamsárásir og þar af ein mjög alvarleg,“ segir Bergur Stefánsson bráðalæknir. Spurður hvort óvenju mikið hafi verið um innkomur sem tengjast áfengis- og vímuefnaneyslu segir hann nóttina hafa verið í takt við þá þróun sem vart hafi orðið við í samfélaginu í þeim efnum. Blessunarlega hafi þó lítið sem ekkert verið um flugeldaslys í nótt. Þó er ekki útilokað að slík tilfelli kunni að koma upp á næstu dögum. „Núna kemur sá tími þar sem við höfum í gegnum árin séð ljót slys, við höfum séð að það eru til afgangar heima, eitthvað sem börn eða unglingar komast í þannig að það skiptir gríðarlega miklu máli að passa upp á afgangana, meðhöndla þá af virðingu og koma þeim í góða geymslu,“ segir Bergur. Bergur Stefánsson, bráðalæknir á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi.Vísir/Baldur Þá er það gömul saga og ný að pláss skorti á spítalanum og var nýársnótt þar engin undantekning. „Við höfum þann djöful að draga í augnablikinu að sjúklingar sem sannarlega þurfa á innlögn að halda er neitað um pláss á spítalanum. Þeir eru hýstir á bráðamóttökunni við aðstæður sem eru ekki hannaðar til þess,“ útskýrir Bergur. „Við hlaupum undir bagga eins og hægt er en þegar það er eins og það var í nótt að á þriðja tug manns sem bíða eftir rúmi, og bráðamóttakan eins og hún er opin á venjulegu kvöldi hefur bara 34 rúm, að þá segir það sig sjálft að við getum ekki unnið eins og við viljum vinna og veita þá þjónustu sem við viljum gera.“ Hann kveðst ekki mjög bjartsýnn á að staðan batni á nýju ári. „Það þarf meiriháttar kerfisbreytingu, það þarf breytingu á stjórnarháttum innan spítalans og þarf eflaust líka meira fjármagn þó ég þekki þá hlið mála ekki.“
Áramót Fíkn Flugeldar Heilbrigðismál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Fleiri fréttir Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Sjá meira