Áramótaheit formannanna: Stundvísari Sigmundur og meira jóga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. janúar 2020 17:00 Formenn Alþingisflokkanna voru mættir í Kryddsíld Stöðvar 2 til þess að gera upp árið í stjórnmálunum og líta fram á veginn, eins og venjan er á gamlárskvöld. Pólitíkin var þó ekki það eina sem komst að, en formennirnir voru beðnir um að fara yfir sín persónulegu markmið og áramótaheit fyrir árið 2020. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er með markmið sem margir kannast við að hafa sett sér einhvern tímann á lífsleiðinni. Hún ætlar sér að fara í „fantaform“ á árinu. Hún hafi misst sex kíló núna fyrir áramót og stefnir hún á að þau verði orðin tíu nú í vor. Þá er Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að ganga í nýtt hlutverk á árinu. Nefnilega afahlutverkið. Segist hann meðal annars ætla að sinna því hlutverki eftir bestu getu. „Ef það er eitthvað sem er efst í huga, þá er það að reyna að sinna fjölskyldunni betur og reyna að hámarka þessar fáu stundir sem maður á með sínum nánustu,“ sagði Bjarni og tók fram að það ætti bæði við um þá fjölskyldumeðlimi sem fyrir eru og þá sem bætast við á komandi ári. Hann telji það nokkuð gott markmið fyrir stjórnmálamann. „Oft farast fyrir þessi mikilvægustu mál, og það er stundirnar með þeim sem standa manni næst.“ Sigurður Ingi hefur lært af reynslunni Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitastjórna- og samgöngumálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segist margoft hafa strengt áramótaheit í gegn um tíðina. „Ég hef gert það of oft, og nú er ég búinn að læra af reynslunni að hafa þau hófstilltari.“ Það sé þó eitt áramótaheit sem hann ætli að tileinka sér. „Þó svo að maður nái ekki einhverju markmiði sínu einn, tveir og þrír, þá er það ekki tap. Þá byrjar maður bara næsta dag aftur,“ sagði Sigurður og bætti við að hann teldi að árið 2020 yrði gott ár. Halldóra Mogensen, Pírötum, stefnir á að finna hið eftirsótta jafnvægi milli vinnu og einkalífs, auk þess sem hún sagðist vilja finna meiri tíma til að verja með dóttur sinni. „Ég held að það sé alltaf áskorun í þessu starfi, finn ég meira og meira, að vera trú og samkvæm sjálfri mér,“ sagði hún, og bætti við að hún vildi líka stunda meira jóga á árinu. Þorgerður lætur hjartað ráða för Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagðist þá hafa fengið ráðleggingar um framtíðina frá gamalli vinkonu. „Hún lagði mér þær lífsreglur að láta hjartað ráða alltaf för. Hún sagði: „Þú hefur gret það fram til þessa, en ekki gleyma því.“ Og ég ætla að gera það,“ sagði Þorgerður. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var með nokkur persónuleg markmið. „Ég held bara áfram að reyna með það sem ekki hefur tekist til þessa. Vera stundvísari, skipulagðari og auðvitað að léttast aftur,“ sagði Sigmundur og bætti við að hann hefði náð ágætis árangri í líkamsræktinni, en þyngst eilítið aftur þegar hann slakaði á í sumar. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagðist fyrst og fremst ætla að verða „skárri maður“ en hann var á síðasta ári. „Ég er svo heppinn að búa fjarri fjölskyldu minni og um hverja helgi þá heimsæki ég hana. Það er alltaf gleðilegt og ég ætla að reyna að vera duglegri þegar ég kem þangað að sinna húsverkum og vera góður við þau,“ sagði Logi. Hann ætli sér þó líka að vera duglegur að hitta sveitarstjórafólk og almenna flokksmenn Samfylkingarinnar á árinu.Sjá einnig: Fréttaannáll Kryddsíldar 2019 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, var síðan innt eftir sínum heitum, síðust formannanna. Sagðist hún eiga einfalt markmið, sem hljóðaði eins um hver áramót. Að gera eitthvað sem hún hefði aldrei gert áður. Á árinu 2019 hafi hún til að mynda farið í golf í fyrsta skipti, sjálfri sér og öðrum vallargestum á Akureyrarvelli til mikillar skemmtunar. Hún hafi líka farið í sturtu á flugvelli, og sagðist geta mælt með því við hvern sem er. „Maður á alltaf að gera eitthvað nýtt, annars er hættan sú að maður verði bara einhver sem maður var í hittifyrra,“ sagði Katrín. Myndbrot úr Kryddsíldinni þar sem formennirnir fara yfir áramótaheit sín má sjá í spilaranum hér að ofan. Alþingi Áramót Kryddsíld Tengdar fréttir Hitnaði í kolunum þegar loftslagsmál bar á góma Formenn Alþingisflokkanna höfðu allir sínar skoðanir á loftslagsmálum, sem hafa verið í deiglunni á árinu 2019, þegar þau voru rædd í Kryddsíld Stöðvar 2 fyrr í dag. 31. desember 2019 17:15 Sjáðu Auð taka lagið í Kryddsíldinni Tónlistarmaðurinn Auður flutti lagið Þreyttur í Kryddsíld Stöðvar 2 fyrr í dag. Honum til halds og trausts var píanóleikarinn Magnús Jóhann Ragnarsson sem lék undir af sinni alkunnu snilld. 31. desember 2019 17:29 Bjarni óánægður með nýjar tölur en hefur ekki teljandi áhyggjur Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ekki teljandi áhyggjur af niðurstöðu nýrrar skoðanakönnunar um fylgi Alþingisflokkanna. Hann segist þó ekki draga fjöður yfir óánægju sína með niðurstöðurnar. 31. desember 2019 14:59 Ungir loftslagsaðgerðasinnar eru Menn ársins hjá fréttastofu Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hefur valið unga loftslagsaðgerðarsinna menn ársins 2019. Valið var kynnt í Kryddsíld Stöðvar 2. 31. desember 2019 15:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Formenn Alþingisflokkanna voru mættir í Kryddsíld Stöðvar 2 til þess að gera upp árið í stjórnmálunum og líta fram á veginn, eins og venjan er á gamlárskvöld. Pólitíkin var þó ekki það eina sem komst að, en formennirnir voru beðnir um að fara yfir sín persónulegu markmið og áramótaheit fyrir árið 2020. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er með markmið sem margir kannast við að hafa sett sér einhvern tímann á lífsleiðinni. Hún ætlar sér að fara í „fantaform“ á árinu. Hún hafi misst sex kíló núna fyrir áramót og stefnir hún á að þau verði orðin tíu nú í vor. Þá er Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að ganga í nýtt hlutverk á árinu. Nefnilega afahlutverkið. Segist hann meðal annars ætla að sinna því hlutverki eftir bestu getu. „Ef það er eitthvað sem er efst í huga, þá er það að reyna að sinna fjölskyldunni betur og reyna að hámarka þessar fáu stundir sem maður á með sínum nánustu,“ sagði Bjarni og tók fram að það ætti bæði við um þá fjölskyldumeðlimi sem fyrir eru og þá sem bætast við á komandi ári. Hann telji það nokkuð gott markmið fyrir stjórnmálamann. „Oft farast fyrir þessi mikilvægustu mál, og það er stundirnar með þeim sem standa manni næst.“ Sigurður Ingi hefur lært af reynslunni Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitastjórna- og samgöngumálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segist margoft hafa strengt áramótaheit í gegn um tíðina. „Ég hef gert það of oft, og nú er ég búinn að læra af reynslunni að hafa þau hófstilltari.“ Það sé þó eitt áramótaheit sem hann ætli að tileinka sér. „Þó svo að maður nái ekki einhverju markmiði sínu einn, tveir og þrír, þá er það ekki tap. Þá byrjar maður bara næsta dag aftur,“ sagði Sigurður og bætti við að hann teldi að árið 2020 yrði gott ár. Halldóra Mogensen, Pírötum, stefnir á að finna hið eftirsótta jafnvægi milli vinnu og einkalífs, auk þess sem hún sagðist vilja finna meiri tíma til að verja með dóttur sinni. „Ég held að það sé alltaf áskorun í þessu starfi, finn ég meira og meira, að vera trú og samkvæm sjálfri mér,“ sagði hún, og bætti við að hún vildi líka stunda meira jóga á árinu. Þorgerður lætur hjartað ráða för Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagðist þá hafa fengið ráðleggingar um framtíðina frá gamalli vinkonu. „Hún lagði mér þær lífsreglur að láta hjartað ráða alltaf för. Hún sagði: „Þú hefur gret það fram til þessa, en ekki gleyma því.“ Og ég ætla að gera það,“ sagði Þorgerður. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var með nokkur persónuleg markmið. „Ég held bara áfram að reyna með það sem ekki hefur tekist til þessa. Vera stundvísari, skipulagðari og auðvitað að léttast aftur,“ sagði Sigmundur og bætti við að hann hefði náð ágætis árangri í líkamsræktinni, en þyngst eilítið aftur þegar hann slakaði á í sumar. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagðist fyrst og fremst ætla að verða „skárri maður“ en hann var á síðasta ári. „Ég er svo heppinn að búa fjarri fjölskyldu minni og um hverja helgi þá heimsæki ég hana. Það er alltaf gleðilegt og ég ætla að reyna að vera duglegri þegar ég kem þangað að sinna húsverkum og vera góður við þau,“ sagði Logi. Hann ætli sér þó líka að vera duglegur að hitta sveitarstjórafólk og almenna flokksmenn Samfylkingarinnar á árinu.Sjá einnig: Fréttaannáll Kryddsíldar 2019 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, var síðan innt eftir sínum heitum, síðust formannanna. Sagðist hún eiga einfalt markmið, sem hljóðaði eins um hver áramót. Að gera eitthvað sem hún hefði aldrei gert áður. Á árinu 2019 hafi hún til að mynda farið í golf í fyrsta skipti, sjálfri sér og öðrum vallargestum á Akureyrarvelli til mikillar skemmtunar. Hún hafi líka farið í sturtu á flugvelli, og sagðist geta mælt með því við hvern sem er. „Maður á alltaf að gera eitthvað nýtt, annars er hættan sú að maður verði bara einhver sem maður var í hittifyrra,“ sagði Katrín. Myndbrot úr Kryddsíldinni þar sem formennirnir fara yfir áramótaheit sín má sjá í spilaranum hér að ofan.
Alþingi Áramót Kryddsíld Tengdar fréttir Hitnaði í kolunum þegar loftslagsmál bar á góma Formenn Alþingisflokkanna höfðu allir sínar skoðanir á loftslagsmálum, sem hafa verið í deiglunni á árinu 2019, þegar þau voru rædd í Kryddsíld Stöðvar 2 fyrr í dag. 31. desember 2019 17:15 Sjáðu Auð taka lagið í Kryddsíldinni Tónlistarmaðurinn Auður flutti lagið Þreyttur í Kryddsíld Stöðvar 2 fyrr í dag. Honum til halds og trausts var píanóleikarinn Magnús Jóhann Ragnarsson sem lék undir af sinni alkunnu snilld. 31. desember 2019 17:29 Bjarni óánægður með nýjar tölur en hefur ekki teljandi áhyggjur Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ekki teljandi áhyggjur af niðurstöðu nýrrar skoðanakönnunar um fylgi Alþingisflokkanna. Hann segist þó ekki draga fjöður yfir óánægju sína með niðurstöðurnar. 31. desember 2019 14:59 Ungir loftslagsaðgerðasinnar eru Menn ársins hjá fréttastofu Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hefur valið unga loftslagsaðgerðarsinna menn ársins 2019. Valið var kynnt í Kryddsíld Stöðvar 2. 31. desember 2019 15:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Hitnaði í kolunum þegar loftslagsmál bar á góma Formenn Alþingisflokkanna höfðu allir sínar skoðanir á loftslagsmálum, sem hafa verið í deiglunni á árinu 2019, þegar þau voru rædd í Kryddsíld Stöðvar 2 fyrr í dag. 31. desember 2019 17:15
Sjáðu Auð taka lagið í Kryddsíldinni Tónlistarmaðurinn Auður flutti lagið Þreyttur í Kryddsíld Stöðvar 2 fyrr í dag. Honum til halds og trausts var píanóleikarinn Magnús Jóhann Ragnarsson sem lék undir af sinni alkunnu snilld. 31. desember 2019 17:29
Bjarni óánægður með nýjar tölur en hefur ekki teljandi áhyggjur Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ekki teljandi áhyggjur af niðurstöðu nýrrar skoðanakönnunar um fylgi Alþingisflokkanna. Hann segist þó ekki draga fjöður yfir óánægju sína með niðurstöðurnar. 31. desember 2019 14:59
Ungir loftslagsaðgerðasinnar eru Menn ársins hjá fréttastofu Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hefur valið unga loftslagsaðgerðarsinna menn ársins 2019. Valið var kynnt í Kryddsíld Stöðvar 2. 31. desember 2019 15:15