Bayern liðið tapar alltaf fyrir framtíðar meisturunum í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2020 15:20 Manuel Neuer nær ekki að stoppa Sadio Mane hjá Liverpool í sigri Liverpool á Bayern í fyrra. Getty/Lars Baron Barcelona tryggir sér ekki aðeins sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar takist liðinu að vinna Bayern München í átta liða úrslitum keppninnar í kvöld því sagan væri þá líka með spænska stórliðinu. Leikur Barcelona og Bayern München er án efa stórleikur átta liða úrslitanna enda tvö frábær lið sem hafa alla burði til að fara alla leið og vinna Meistaradeildina í ár. Bæði hafa líka þurft að bíða aðeins eftir því að vinna Meistaradeildina, Barcelona frá árinu 2015 en Bayern München frá 2013, þrátt fyrir að vera með mjög öflug lið flest árin. Það er hins vegar ein staðreynd sem vekur athygli varðandi gengi Bayern München í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar undanfarin ár eins og sjá má hér fyrir neðan. 2017: Real Madrid (QF) 2018: Real Madrid (SF) 2019: Liverpool (RO16) When Bayern lose, it's to the future Champions League winners pic.twitter.com/HrOQCrxyVL— B/R Football (@brfootball) August 14, 2020 Það lið sem hefur slegið út Bayern München undanfarin þrjú tímabil hefur farið alla leið og unnið Meistaradeildina. Það gerði Liverpool í sextán liða úrslitunum -í fyrra og það gerði einnig Real Madrid bæði 2017 og 2018. Síðasta lið til að vinna Meistaradeildina án þess að slá út Bayern München var lið Real Madrid tímabilið 2015-16. Bayern datt þá út á móti nágrönnum Real í Atlético Madrid í undanúrslitunum. Þegar Barcelona vann Meistaradeildina síðast vorið 2015 þá sló Barcelona einmitt lið Bayern München út í undanúrslitunum, 5-3 samanlagt. Real Madrid sló líka Bayern München út í undanúrslitunum vorið 2014 og fór svo og vann titilinn. Þetta þýðir á síðustu sex Meistaradeildartímabilum, eða síðan að Bayern liðið vann Meistaradeildina síðast, hafa fimm lið, sem hafa slegið út Bayern, farið alla leið og fagnað sigri í Meistaradeildinni eða Liverpool (2019), Real Madrid (2014, 2017, 2918) og Barcelona (2015). Leikur Bayern München og Barcelona hefst 19.00 klukkan í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.30 á Stöð 2 Sport 2 og leikurinn verður gerður upp strax á eftir á sömu stöð. Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Sjá meira
Barcelona tryggir sér ekki aðeins sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar takist liðinu að vinna Bayern München í átta liða úrslitum keppninnar í kvöld því sagan væri þá líka með spænska stórliðinu. Leikur Barcelona og Bayern München er án efa stórleikur átta liða úrslitanna enda tvö frábær lið sem hafa alla burði til að fara alla leið og vinna Meistaradeildina í ár. Bæði hafa líka þurft að bíða aðeins eftir því að vinna Meistaradeildina, Barcelona frá árinu 2015 en Bayern München frá 2013, þrátt fyrir að vera með mjög öflug lið flest árin. Það er hins vegar ein staðreynd sem vekur athygli varðandi gengi Bayern München í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar undanfarin ár eins og sjá má hér fyrir neðan. 2017: Real Madrid (QF) 2018: Real Madrid (SF) 2019: Liverpool (RO16) When Bayern lose, it's to the future Champions League winners pic.twitter.com/HrOQCrxyVL— B/R Football (@brfootball) August 14, 2020 Það lið sem hefur slegið út Bayern München undanfarin þrjú tímabil hefur farið alla leið og unnið Meistaradeildina. Það gerði Liverpool í sextán liða úrslitunum -í fyrra og það gerði einnig Real Madrid bæði 2017 og 2018. Síðasta lið til að vinna Meistaradeildina án þess að slá út Bayern München var lið Real Madrid tímabilið 2015-16. Bayern datt þá út á móti nágrönnum Real í Atlético Madrid í undanúrslitunum. Þegar Barcelona vann Meistaradeildina síðast vorið 2015 þá sló Barcelona einmitt lið Bayern München út í undanúrslitunum, 5-3 samanlagt. Real Madrid sló líka Bayern München út í undanúrslitunum vorið 2014 og fór svo og vann titilinn. Þetta þýðir á síðustu sex Meistaradeildartímabilum, eða síðan að Bayern liðið vann Meistaradeildina síðast, hafa fimm lið, sem hafa slegið út Bayern, farið alla leið og fagnað sigri í Meistaradeildinni eða Liverpool (2019), Real Madrid (2014, 2017, 2918) og Barcelona (2015). Leikur Bayern München og Barcelona hefst 19.00 klukkan í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.30 á Stöð 2 Sport 2 og leikurinn verður gerður upp strax á eftir á sömu stöð.
Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Fleiri fréttir Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Sjá meira