Myndband sýnir þegar lá við bílveltu í slabbi á Suðurlandsvegi Kjartan Kjartansson skrifar 19. janúar 2020 15:00 Klaka og krapi rigndi yfir bíl Eyþórs þegar fólksbíllinn ók fram úr honum á vinstri akrein. Skömmu síðar snerist bíllinn fyrir hann. Eyþór H. Ólafsson Ökumaður lítils fólksbíls var heppinn að velta ekki bíl sínum í miklu slabbi og klaka á Suðurlandsvegi í gærkvöldi, að mati annars ökumanns sem náði því á myndband þegar bíllinn snerist fyrir framan hann. Eyþór H. Ólafsson, verkfræðingur, var á leið austur Suðurlandsveg um ellefu leytið í gærkvöldi. Þegar hann nálgaðist afleggjarann að Bolöldu, ekki langt vestan við Litlu kaffistofuna, tók hann eftir litlum fólksbíl sem var ekið fram úr honum á vinstri akrein. Vegurinn er tvíbreiður á þessum slóðum. Hægri akreinin var auð en Eyþór segir við Vísi að mikið slabb hafi verið á vinstri akreininni eins og oft við aðstæður líkt og þær sem voru í gær. Á myndbandsupptöku úr bíl Eyþórs sést hvernig ökumaður litla fólksbílsins byrjar að missa stjórn á honum áður en hann snýst inn á hægri akreinina. „Þannig að ég hægi á mér strax. Ég sá nokkurn veginn í hvað stefndi. Svo bara snýst hann og mátti þakka fyrir að velta honum ekki. Hann fer þarna þvert fyrir mig,“ segir Eyþór. Slapp en munaði litlu Eyþór segir að ekkert vit hafi verið í að aka fram úr á vinstri akreininni auk þess sem hinn bíllinn hafi verið kominn á yfir hundrað kílómetra hraða. Sjálfur aki hann þessa leið nær daglega og hann hefði ekki lagt í framúraksturinn, hvað þá á litlum fólksbíl sem þessum. Betur fór þó en á horfðist. Eyþór fór fram úr bílnum sem snerist og segist hafa séð hann í baksýnisspeglinum aka aftur af stað eftir snúninginn. „Það var ekkert að en það munaði bara sáralitlu að hann ylti eins og sést á myndbandinu,“ segir Eyþór. Samgöngur Umferðaröryggi Ölfus Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Ökumaður lítils fólksbíls var heppinn að velta ekki bíl sínum í miklu slabbi og klaka á Suðurlandsvegi í gærkvöldi, að mati annars ökumanns sem náði því á myndband þegar bíllinn snerist fyrir framan hann. Eyþór H. Ólafsson, verkfræðingur, var á leið austur Suðurlandsveg um ellefu leytið í gærkvöldi. Þegar hann nálgaðist afleggjarann að Bolöldu, ekki langt vestan við Litlu kaffistofuna, tók hann eftir litlum fólksbíl sem var ekið fram úr honum á vinstri akrein. Vegurinn er tvíbreiður á þessum slóðum. Hægri akreinin var auð en Eyþór segir við Vísi að mikið slabb hafi verið á vinstri akreininni eins og oft við aðstæður líkt og þær sem voru í gær. Á myndbandsupptöku úr bíl Eyþórs sést hvernig ökumaður litla fólksbílsins byrjar að missa stjórn á honum áður en hann snýst inn á hægri akreinina. „Þannig að ég hægi á mér strax. Ég sá nokkurn veginn í hvað stefndi. Svo bara snýst hann og mátti þakka fyrir að velta honum ekki. Hann fer þarna þvert fyrir mig,“ segir Eyþór. Slapp en munaði litlu Eyþór segir að ekkert vit hafi verið í að aka fram úr á vinstri akreininni auk þess sem hinn bíllinn hafi verið kominn á yfir hundrað kílómetra hraða. Sjálfur aki hann þessa leið nær daglega og hann hefði ekki lagt í framúraksturinn, hvað þá á litlum fólksbíl sem þessum. Betur fór þó en á horfðist. Eyþór fór fram úr bílnum sem snerist og segist hafa séð hann í baksýnisspeglinum aka aftur af stað eftir snúninginn. „Það var ekkert að en það munaði bara sáralitlu að hann ylti eins og sést á myndbandinu,“ segir Eyþór.
Samgöngur Umferðaröryggi Ölfus Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent