Leitin að loðnutorfunum teiknast upp á rauntíma Kristján Már Unnarsson skrifar 17. janúar 2020 21:15 Leitin hefur fyrstu tvo sólarhringana beinst að miðunum út af Austfjörðum og djúpt undan Langanesi. Hvert skip hefur sinn lit. Rauður er Ásgrímur Halldórsson, gulur er Polar Amaroq, hvítur er Bjarni Ólafsson, ljósblár er Árni Friðriksson og bleikur er Hákon. Kort/Hafrannsóknastofnun. Fyrsta loðnan er fundin út af Austfjörðum í þeim umfangsmikla leitarleiðangri sem nú er hafinn. Það er þó aðeins lítilræði sem hefur enn fundist og reyna leitarskipin nú að kortleggja hvort þarna séu stærri loðnugöngur á ferðinni. Fjallað var um leitina í fréttum Stöðvar 2. Þegar hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson lagði af stað úr Reykjavík á mánudag var búist við að tvö veiðiskip kæmu með. Þeim hefur nú verið fjölgað og eru alls fimm skip í leiðangrinum. Fylgjast má með leitinni á rauntíma á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar. Með því að haka í viðkomandi reit má sjá leitarferil hvers skips sem og fleiri skipa saman. Uppsjávarveiðiskipið Ásgrímur Halldórsson SF sigldi frá Hornafirði og leitar upp með Austfjörðum. Bjarni Ólafsson AK sigldi frá Seyðisfirði og hóf leitina djúpt suðaustur af Hvalbak og hefur síðan verið að feta sig norður. Grænlenska skipið Polar Amaroq, sem lagði upp frá Norðfirði, leitar svæðið á milli þeirra. Frá Norðfjarðarhöfn á miðvikudag. Nær er Polar Amaroq GR og fjær Hákon EA, sem taka bæði þátt í leiðangrinum.Mynd/Smári Geirsson. Árni Friðriksson og Hákon EA leita norðausturhornið djúpt út af Langanesi. Árni fer svo suður á móti hinum skipunum meðan Hákon heldur vestur með Norðurlandi í átt til Vestfjarða. Að sögn leiðangursstjórans Birkis Bárðarsonar hafa skipin þegar séð vott af loðnu, bæði út af Langanesi, og eins út af miðjum Austfjörðum, en þó enga afgerandi loðnugöngu, en venjulega gengur loðnan á þessum árstíma niður með Austfjörðum til hrygningarstöðva úti fyrir suðurströndinni. Verstöðvarnar sem vinna loðnuna raða sér á þessa gönguleið; Þórshöfn, Vopnafjörður, Seyðisfjörður, Neskaupstaður, Eskifjörður, Fáskrúðsfjörður, Hornafjörður, Vestmannaeyjar. Á þessum stöðum eru gríðarlegir hagsmunir undir. Ef alvöru loðnutorfur finnast fljótlega gæti það þýtt fimmtán til tuttugu milljarða króna tekjur í þjóðarbúið en það er bara á næstu tveimur mánuðum sem glugginn er opinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjarðabyggð Hornafjörður Langanesbyggð Seyðisfjörður Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Vopnafjörður Tengdar fréttir Fiskifræðingurinn segir mælingu loðnustofnsins afar mikilvæga Leitarskipin, sem hefja loðnuleitina, gætu orðið fjögur og eru þau ýmist komin austur á firði eða á leið þangað. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson segir afar þýðingarmikið að fá góða mælingu á loðnuna. 14. janúar 2020 12:15 Loðnuleitin hert og fimmta skipinu bætt í leiðangurinn Fimmta skipinu, Ásgrími Halldórssyni SF, hefur verið bætt inn í loðnuleitarleiðangurinn sem nú er að hefjast við Austfirði. Stefnt er að því að allur leitarflotinn haldi til hafs í kvöld. 15. janúar 2020 14:31 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Fleiri fréttir Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Sjá meira
Fyrsta loðnan er fundin út af Austfjörðum í þeim umfangsmikla leitarleiðangri sem nú er hafinn. Það er þó aðeins lítilræði sem hefur enn fundist og reyna leitarskipin nú að kortleggja hvort þarna séu stærri loðnugöngur á ferðinni. Fjallað var um leitina í fréttum Stöðvar 2. Þegar hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson lagði af stað úr Reykjavík á mánudag var búist við að tvö veiðiskip kæmu með. Þeim hefur nú verið fjölgað og eru alls fimm skip í leiðangrinum. Fylgjast má með leitinni á rauntíma á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar. Með því að haka í viðkomandi reit má sjá leitarferil hvers skips sem og fleiri skipa saman. Uppsjávarveiðiskipið Ásgrímur Halldórsson SF sigldi frá Hornafirði og leitar upp með Austfjörðum. Bjarni Ólafsson AK sigldi frá Seyðisfirði og hóf leitina djúpt suðaustur af Hvalbak og hefur síðan verið að feta sig norður. Grænlenska skipið Polar Amaroq, sem lagði upp frá Norðfirði, leitar svæðið á milli þeirra. Frá Norðfjarðarhöfn á miðvikudag. Nær er Polar Amaroq GR og fjær Hákon EA, sem taka bæði þátt í leiðangrinum.Mynd/Smári Geirsson. Árni Friðriksson og Hákon EA leita norðausturhornið djúpt út af Langanesi. Árni fer svo suður á móti hinum skipunum meðan Hákon heldur vestur með Norðurlandi í átt til Vestfjarða. Að sögn leiðangursstjórans Birkis Bárðarsonar hafa skipin þegar séð vott af loðnu, bæði út af Langanesi, og eins út af miðjum Austfjörðum, en þó enga afgerandi loðnugöngu, en venjulega gengur loðnan á þessum árstíma niður með Austfjörðum til hrygningarstöðva úti fyrir suðurströndinni. Verstöðvarnar sem vinna loðnuna raða sér á þessa gönguleið; Þórshöfn, Vopnafjörður, Seyðisfjörður, Neskaupstaður, Eskifjörður, Fáskrúðsfjörður, Hornafjörður, Vestmannaeyjar. Á þessum stöðum eru gríðarlegir hagsmunir undir. Ef alvöru loðnutorfur finnast fljótlega gæti það þýtt fimmtán til tuttugu milljarða króna tekjur í þjóðarbúið en það er bara á næstu tveimur mánuðum sem glugginn er opinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fjarðabyggð Hornafjörður Langanesbyggð Seyðisfjörður Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Vopnafjörður Tengdar fréttir Fiskifræðingurinn segir mælingu loðnustofnsins afar mikilvæga Leitarskipin, sem hefja loðnuleitina, gætu orðið fjögur og eru þau ýmist komin austur á firði eða á leið þangað. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson segir afar þýðingarmikið að fá góða mælingu á loðnuna. 14. janúar 2020 12:15 Loðnuleitin hert og fimmta skipinu bætt í leiðangurinn Fimmta skipinu, Ásgrími Halldórssyni SF, hefur verið bætt inn í loðnuleitarleiðangurinn sem nú er að hefjast við Austfirði. Stefnt er að því að allur leitarflotinn haldi til hafs í kvöld. 15. janúar 2020 14:31 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Mest lesið Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Fleiri fréttir Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Sjá meira
Fiskifræðingurinn segir mælingu loðnustofnsins afar mikilvæga Leitarskipin, sem hefja loðnuleitina, gætu orðið fjögur og eru þau ýmist komin austur á firði eða á leið þangað. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson segir afar þýðingarmikið að fá góða mælingu á loðnuna. 14. janúar 2020 12:15
Loðnuleitin hert og fimmta skipinu bætt í leiðangurinn Fimmta skipinu, Ásgrími Halldórssyni SF, hefur verið bætt inn í loðnuleitarleiðangurinn sem nú er að hefjast við Austfirði. Stefnt er að því að allur leitarflotinn haldi til hafs í kvöld. 15. janúar 2020 14:31
Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf