Segir fjárframlög til Landspítala ekki í samræmi við boðaða stórsókn í heilbrigðismálum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. janúar 2020 13:13 Þingmaður Samfylkingarinnar segir að setja þurfi tölur um fjárveitingar til Landspítalans í samhengi við íbúafjölgun og aðrar breytur. Að teknu tilliti til þeirra sé aukning fjárframlaga hins opinbera til Landspítalans á síðustu þremur árum einungis fimm prósent. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að setja þurfi tölur um fjárveitingar til Landspítalans í samhengi við íbúafjölgun og aðrar breytur. Að teknu tilliti til þeirra sé aukning fjárframlaga hins opinbera til Landspítalans á síðustu þremur árum einungis fimm prósent. Það sé ekki í samræmi við boðaða stórsókn í heilbrigðismálum sem tíunduð var fyrir alþingiskosningarnar. Á vef stjórnarráðsins í gær voru birtar tölur yfir fjárveitingar til heilbrigðisstofnana síðustu ára. Þar kom fram að á árabilinu 2017 til 2020 hafi aukning til Landspítalans numið tólf prósentum. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd Alþingis, segir þó að setja þurfi tölur um aukningu fjárveitinga í samhengi við breytur á borð við íbúafjölgun á sama tíma. „Það er mikilvægt, þegar maður skoðar fullyrðingar heilbrigðisráðherra um að hún hafi aukið fjárframlög til spítalans um 12 prósent, að setja það í samhengi við íbúafjölgun á sama tíma og hún er rúmlega sjö prósent. Þannig að eftir stendur, að teknu tilliti til íbúafjölgunar, um fimm prósenta aukning til spítalans. Ég velti fyrir mér, í hvaða hugum er fimm prósent aukning til spítalans stórsókn eins og ráðherrar hafa verið að kalla sitt framtak? Var einungis lofað fimm prósent aukningu til spítalans í kosningunum 2017? Þær snerust fyrst og fremst um heilbrigðismál,“ segir Ágúst. Einnig þurfi að taka tillit til aldurssamsetningar þjóðarinnar. „Fjöldi eldri borgara hefur verið að aukast og 65 ára. Fjölgun 65 ára og eldri er um 7% á þessu tímabili og eftir því sem þeir verða eldri verða þeir dýrari fyrir kerfið. Aðalatriðið í þessu er að við verðum að hlusta á starfsfólkið og sjúklingana. Enginn þeirra telur að þessi ríkisstjórn hafi staðið sig vel þegar kemur að málefnum spítalans. Þetta er hópur sem hefur lýst ástandinu sem neyðarástandi.“ Burt séð frá tölum segir Ágúst að taka þurfi mark á sjónarmiðum starfsfólks á gólfinu sem þekki aðstæður best. „Tölur eru eitt, annað er að hlusta á fólkið sem er á gólfinu, hlusta á sjúklingana sem eru látnir liggja á göngum eða eru beinlínis látnir búa á spítalanum vegna þess að það er skortur á öðrum úrræðum svo sem eins og hjúkrunarheimilum. Hlustum á starfsfólkið sem býr við ómanneskjulegar aðstæður og mikið álag. Gott og vel ef Svandís, Bjarni og Katrín vilja ekki hlusta á Samfylkinguna. Það er lágmark að þau hlusti á starfsfólkið og sjúklingana. Allir flokkar lofuðu stórsókn í heilbrigðismálum, ekki síst til Landspítalans. það er einfaldlega svikið því fimm prósent aukning á þremur árum til spítalans að teknu tilliti til íbúafjölgunar er í engum orðabókum stórsókn,“ segir Ágúst. Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Notar orðin „fokking dísaster“ til að lýsa ástandinu á bráðamóttökunni Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og deildarforseta íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík, segir að ástandið á bráðamóttöku Landspítalans sé best lýst með orðunum "fokking dísaster“ eða eins og þýða mætti yfir á íslensku sem algjör hörmung. Þetta segir hún eftir að hafa "eytt mjög miklum tíma“ bráðamóttökunni vegna veikinda náins ættingja undanfarna tólf mánuði. 13. janúar 2020 21:00 Hugnast ekki eitt stórt bákn í heilbrigðiskerfinu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að leysa megi vanda Landspítalans með því að færa verkefni til annarra stofnanna sem ekki eigi heima á Landspítalanum. 14. janúar 2020 13:04 Átakshópur skipaður vegna bráðamóttökunnar Átakshópur verður skipaður til að finna lausnir á brýnum vanda bráðamóttökunnar og hrinda þeim í framkvæmd. Þetta er sameiginleg niðurstaða fundar heilbrigðisráðherra, landlæknis og forstjóra Landspítalans sem haldinn var í heilbrigðisráðuneytinu í dag. 16. janúar 2020 23:00 Vilja velta við hverjum steini vegna stöðunnar í heilbrigðiskerfinu Velferðarnefnd hyggst fjalla um stöðuna í heilbrigðiskerfinu á morgun en formaður nefndarinnar segir að vanmáttur ríki innan ríkisstjórnarinnar við að taka á vandanum sem þar sé til staðar. 13. janúar 2020 12:45 Tal um niðurskurð á Landspítalanum „í besta falli misskilningur“ Fjárframlög til reksturs Landspítalans hafa verið aukin um 12% á föstu verðlagi í tíð núverandi ríkisstjórnar og nemur aukningin á þessu ári 4,8%. 13. janúar 2020 17:06 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að setja þurfi tölur um fjárveitingar til Landspítalans í samhengi við íbúafjölgun og aðrar breytur. Að teknu tilliti til þeirra sé aukning fjárframlaga hins opinbera til Landspítalans á síðustu þremur árum einungis fimm prósent. Það sé ekki í samræmi við boðaða stórsókn í heilbrigðismálum sem tíunduð var fyrir alþingiskosningarnar. Á vef stjórnarráðsins í gær voru birtar tölur yfir fjárveitingar til heilbrigðisstofnana síðustu ára. Þar kom fram að á árabilinu 2017 til 2020 hafi aukning til Landspítalans numið tólf prósentum. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd Alþingis, segir þó að setja þurfi tölur um aukningu fjárveitinga í samhengi við breytur á borð við íbúafjölgun á sama tíma. „Það er mikilvægt, þegar maður skoðar fullyrðingar heilbrigðisráðherra um að hún hafi aukið fjárframlög til spítalans um 12 prósent, að setja það í samhengi við íbúafjölgun á sama tíma og hún er rúmlega sjö prósent. Þannig að eftir stendur, að teknu tilliti til íbúafjölgunar, um fimm prósenta aukning til spítalans. Ég velti fyrir mér, í hvaða hugum er fimm prósent aukning til spítalans stórsókn eins og ráðherrar hafa verið að kalla sitt framtak? Var einungis lofað fimm prósent aukningu til spítalans í kosningunum 2017? Þær snerust fyrst og fremst um heilbrigðismál,“ segir Ágúst. Einnig þurfi að taka tillit til aldurssamsetningar þjóðarinnar. „Fjöldi eldri borgara hefur verið að aukast og 65 ára. Fjölgun 65 ára og eldri er um 7% á þessu tímabili og eftir því sem þeir verða eldri verða þeir dýrari fyrir kerfið. Aðalatriðið í þessu er að við verðum að hlusta á starfsfólkið og sjúklingana. Enginn þeirra telur að þessi ríkisstjórn hafi staðið sig vel þegar kemur að málefnum spítalans. Þetta er hópur sem hefur lýst ástandinu sem neyðarástandi.“ Burt séð frá tölum segir Ágúst að taka þurfi mark á sjónarmiðum starfsfólks á gólfinu sem þekki aðstæður best. „Tölur eru eitt, annað er að hlusta á fólkið sem er á gólfinu, hlusta á sjúklingana sem eru látnir liggja á göngum eða eru beinlínis látnir búa á spítalanum vegna þess að það er skortur á öðrum úrræðum svo sem eins og hjúkrunarheimilum. Hlustum á starfsfólkið sem býr við ómanneskjulegar aðstæður og mikið álag. Gott og vel ef Svandís, Bjarni og Katrín vilja ekki hlusta á Samfylkinguna. Það er lágmark að þau hlusti á starfsfólkið og sjúklingana. Allir flokkar lofuðu stórsókn í heilbrigðismálum, ekki síst til Landspítalans. það er einfaldlega svikið því fimm prósent aukning á þremur árum til spítalans að teknu tilliti til íbúafjölgunar er í engum orðabókum stórsókn,“ segir Ágúst.
Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Notar orðin „fokking dísaster“ til að lýsa ástandinu á bráðamóttökunni Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og deildarforseta íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík, segir að ástandið á bráðamóttöku Landspítalans sé best lýst með orðunum "fokking dísaster“ eða eins og þýða mætti yfir á íslensku sem algjör hörmung. Þetta segir hún eftir að hafa "eytt mjög miklum tíma“ bráðamóttökunni vegna veikinda náins ættingja undanfarna tólf mánuði. 13. janúar 2020 21:00 Hugnast ekki eitt stórt bákn í heilbrigðiskerfinu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að leysa megi vanda Landspítalans með því að færa verkefni til annarra stofnanna sem ekki eigi heima á Landspítalanum. 14. janúar 2020 13:04 Átakshópur skipaður vegna bráðamóttökunnar Átakshópur verður skipaður til að finna lausnir á brýnum vanda bráðamóttökunnar og hrinda þeim í framkvæmd. Þetta er sameiginleg niðurstaða fundar heilbrigðisráðherra, landlæknis og forstjóra Landspítalans sem haldinn var í heilbrigðisráðuneytinu í dag. 16. janúar 2020 23:00 Vilja velta við hverjum steini vegna stöðunnar í heilbrigðiskerfinu Velferðarnefnd hyggst fjalla um stöðuna í heilbrigðiskerfinu á morgun en formaður nefndarinnar segir að vanmáttur ríki innan ríkisstjórnarinnar við að taka á vandanum sem þar sé til staðar. 13. janúar 2020 12:45 Tal um niðurskurð á Landspítalanum „í besta falli misskilningur“ Fjárframlög til reksturs Landspítalans hafa verið aukin um 12% á föstu verðlagi í tíð núverandi ríkisstjórnar og nemur aukningin á þessu ári 4,8%. 13. janúar 2020 17:06 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Notar orðin „fokking dísaster“ til að lýsa ástandinu á bráðamóttökunni Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og deildarforseta íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík, segir að ástandið á bráðamóttöku Landspítalans sé best lýst með orðunum "fokking dísaster“ eða eins og þýða mætti yfir á íslensku sem algjör hörmung. Þetta segir hún eftir að hafa "eytt mjög miklum tíma“ bráðamóttökunni vegna veikinda náins ættingja undanfarna tólf mánuði. 13. janúar 2020 21:00
Hugnast ekki eitt stórt bákn í heilbrigðiskerfinu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að leysa megi vanda Landspítalans með því að færa verkefni til annarra stofnanna sem ekki eigi heima á Landspítalanum. 14. janúar 2020 13:04
Átakshópur skipaður vegna bráðamóttökunnar Átakshópur verður skipaður til að finna lausnir á brýnum vanda bráðamóttökunnar og hrinda þeim í framkvæmd. Þetta er sameiginleg niðurstaða fundar heilbrigðisráðherra, landlæknis og forstjóra Landspítalans sem haldinn var í heilbrigðisráðuneytinu í dag. 16. janúar 2020 23:00
Vilja velta við hverjum steini vegna stöðunnar í heilbrigðiskerfinu Velferðarnefnd hyggst fjalla um stöðuna í heilbrigðiskerfinu á morgun en formaður nefndarinnar segir að vanmáttur ríki innan ríkisstjórnarinnar við að taka á vandanum sem þar sé til staðar. 13. janúar 2020 12:45
Tal um niðurskurð á Landspítalanum „í besta falli misskilningur“ Fjárframlög til reksturs Landspítalans hafa verið aukin um 12% á föstu verðlagi í tíð núverandi ríkisstjórnar og nemur aukningin á þessu ári 4,8%. 13. janúar 2020 17:06