Hin látnu kínverskir námsmenn búsettir í Bretlandi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 17. janúar 2020 11:45 Flugvélarflakið á Sólheimasandi. Vísir/Vilhelm Ung kona og maður sem fundust látin á Sólheimasandi í gær voru bæði námsmenn í Bretlandi. Fjölskyldum þeirra hefur verið tilkynnt um andlátin og eru á leiðinni til Íslands. Það var vegfarandi sem tilkynnti lögreglunni í gær að hann hefði gengið fram á lík ungrar konu rétt hjá flugvélarflakinu á Sólheimasandi. Nokkru síðar fannst svo lík ungs manns skammt frá en aðeins um 150 metrar voru á milli líkanna. Lögreglan hóf strax rannsókn en grunur leikur á að fólkið hafi orðið úti. Aftakaveður var á svæðinu á mánudag og þriðjudag. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn í rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi segir rannsókn í fullum gangi. Ekki hafi nein tilkynning borist um að fólksins væri saknað áður en lík þeirra fundust. „Þau fara fram hjá myndavél á Hvolsvelli rétt fyrir klukkan þrjú á mánudegi. Þau eru tiltölulega nýkomin til landsins og áttu ekki að skila bílaleigubílnum fyrr en í gær. Þannig að það var enginn farinn að sakna þeirra,“ segir Oddur. Líkin fundust skammt frá göngustíg að flugvélarflakinu á sandinum.VÍSIR/LANDMÆLINGAR Samkvæmt upplýsingum frá kínverska sendiráðinu var konan tvítug en maðurinn 22 ára. Þau voru vinir og bæði búsett í Bretlandi þar sem þau stunduðu nám. Fjölskyldum þeirra hefur verið tilkynnt um andlátin og eru þær á leið til Íslands. Oddur segir engar upplýsingar liggja fyrir á þessari stundu hvort að þau hafi átt bókaða gistingu einhvers staðar. Hann segir að svo virðist sem að fólkið hafi orðið úti og ofkælst. Krufning þurfi þó að fara fram svo hægt sé að úrskurða um dánarorsök. „Við vitum það að þessar veðurfarsaðstæður sem að skapast þarna á mánudagskvöld og þriðjudag að þær eru lífshættulegar á mjög skömmum tíma,“ segir Oddur. Lögreglumál Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Tvö lík fundust á Sólheimasandi Lík tveggja ferðamanna fundust á Sólheimasandi í dag og er talið að um par sé að ræða. 16. janúar 2020 15:19 150 metrar á milli kínverska parsins sem fannst látið á Sólheimasandi Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líkfund á Sólheimasandi í dag óvenjulegan. 16. janúar 2020 18:01 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Sjá meira
Ung kona og maður sem fundust látin á Sólheimasandi í gær voru bæði námsmenn í Bretlandi. Fjölskyldum þeirra hefur verið tilkynnt um andlátin og eru á leiðinni til Íslands. Það var vegfarandi sem tilkynnti lögreglunni í gær að hann hefði gengið fram á lík ungrar konu rétt hjá flugvélarflakinu á Sólheimasandi. Nokkru síðar fannst svo lík ungs manns skammt frá en aðeins um 150 metrar voru á milli líkanna. Lögreglan hóf strax rannsókn en grunur leikur á að fólkið hafi orðið úti. Aftakaveður var á svæðinu á mánudag og þriðjudag. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn í rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi segir rannsókn í fullum gangi. Ekki hafi nein tilkynning borist um að fólksins væri saknað áður en lík þeirra fundust. „Þau fara fram hjá myndavél á Hvolsvelli rétt fyrir klukkan þrjú á mánudegi. Þau eru tiltölulega nýkomin til landsins og áttu ekki að skila bílaleigubílnum fyrr en í gær. Þannig að það var enginn farinn að sakna þeirra,“ segir Oddur. Líkin fundust skammt frá göngustíg að flugvélarflakinu á sandinum.VÍSIR/LANDMÆLINGAR Samkvæmt upplýsingum frá kínverska sendiráðinu var konan tvítug en maðurinn 22 ára. Þau voru vinir og bæði búsett í Bretlandi þar sem þau stunduðu nám. Fjölskyldum þeirra hefur verið tilkynnt um andlátin og eru þær á leið til Íslands. Oddur segir engar upplýsingar liggja fyrir á þessari stundu hvort að þau hafi átt bókaða gistingu einhvers staðar. Hann segir að svo virðist sem að fólkið hafi orðið úti og ofkælst. Krufning þurfi þó að fara fram svo hægt sé að úrskurða um dánarorsök. „Við vitum það að þessar veðurfarsaðstæður sem að skapast þarna á mánudagskvöld og þriðjudag að þær eru lífshættulegar á mjög skömmum tíma,“ segir Oddur.
Lögreglumál Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Tvö lík fundust á Sólheimasandi Lík tveggja ferðamanna fundust á Sólheimasandi í dag og er talið að um par sé að ræða. 16. janúar 2020 15:19 150 metrar á milli kínverska parsins sem fannst látið á Sólheimasandi Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líkfund á Sólheimasandi í dag óvenjulegan. 16. janúar 2020 18:01 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Sjá meira
Tvö lík fundust á Sólheimasandi Lík tveggja ferðamanna fundust á Sólheimasandi í dag og er talið að um par sé að ræða. 16. janúar 2020 15:19
150 metrar á milli kínverska parsins sem fannst látið á Sólheimasandi Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líkfund á Sólheimasandi í dag óvenjulegan. 16. janúar 2020 18:01