Máli Wiktoriu gegn Hatara vísað frá dómi Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. janúar 2020 19:09 Wiktoria Joanna taldi sig grátt leikna af Hatara. Samsett Máli skipuleggjanda tónlistarhátíðarinnar Iceland to Poland gegn hljómsveitinni Hatara var vísað frá í Landsrétti í dag. Landsréttur staðfesti þar með úrskurð héraðsdóms. Wiktoria Joanna Ginter, aðalskipuleggjandi Iceland to Poland, stefndi Hatara til heimtu skaðabóta vegna meintra vanefnda á samningi um að sveitin kæmi fram á hátíðinni, sem fara átti fram í Póllandi dagana 20.-24. ágúst 2019. Sjá einnig: Stefnir Hatara fyrir samningsbrot Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að í samningnum sem Iceland to Poland gerði við Svikamyllu ehf., fyrirtækið sem heldur utan um rekstur Hatara, sé skýrt kveðið á um að aðilum samningsins beri skylda til að leggja ágreining um hann undir gerðardóm. Wiktoria hafi ekki „með haldbærum rökum sýnt fram á heimild sína til að víkjast undan þeirri samningsbundnu skyldu að sæta lögsögu áðurnefnds gerðardóms.“ Málinu var þannig vísað frá og Wiktoriu gert að greiða Svikamyllu 280 þúsund krónur í kærumálskostnað. Í viðtali við Vísi í ágúst í fyrra sagði Wiktoria farir sínar ekki sléttar eftir að hún reyndi að bóka Hatara á hátíðina. Þá kvaðst hún hafa fengið taugaáfall vegna málsins og lýsti afar neikvæðum viðbrögðum í garð skipuleggjenda hátíðarinnar frá aðdáendum sveitarinnar. Hatari sagði á sínum tíma í yfirlýsingu vegna málsins að sveitin hefði ekki séð fram á að fá greitt fyrir þátttöku sína á hátíðinni. Því hefði verið ákveðið að hætta við að koma fram. Iceland to Poland er tónlistarhátíð sem gengur út á ferðast með íslenska tónlistarmenn eða sveitir milli nokkurra pólskra borga og kynna þannig íslensku tónlistarsenuna fyrir pólskum tónlistarunnendum. Hátíðin fór fram í ágúst síðastliðnum en aflýsa þurfti hátíðahöldum á lokakvöldinu vegna skipulagsvanda, að því er fram kom í tilkynningu frá skipuleggjendum á sínum tíma. Dómsmál Tónlist Tengdar fréttir Stefnir Hatara fyrir samningsbrot Meðlimir Hatara segja fyrirsjáanlegt að hljómsveitin hefði aldrei fengið greitt fyrir sitt framlag. 16. ágúst 2019 13:13 Hatari gefur út myndband við lagið Klámstrákur Liðsmenn Hatara gáfu í dag út nýtt tónlistarmyndband við lagið Klámstrákur. Myndbandið er nú aðgengilegt á YouTube-síðu Svikamyllu ehf. 28. október 2019 13:30 Lokakvöldi Iceland to Poland aflýst Ekki verður af Gdansk hluta tónlistarhátíðarinnar Iceland to Poland sem átti að fara fram í dag. Hátíðin, sem ætlað er að kynna íslenskt tónlistarlíf í Póllandi, hefur verið í fréttum undanfarið í tengslum við meint svik og vanefndir hljómsveitarinnar Hatara. 24. ágúst 2019 15:45 Trymbill Hatara hættir í orkudrykkjunum og snýr sér að dansinum Einar Hrafn Stefánsson, trommari Hatara, hefur verið ráðinn markaðsstjóri Íslenska dansflokksins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dansflokknum. 3. janúar 2020 11:33 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fleiri fréttir „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Sjá meira
Máli skipuleggjanda tónlistarhátíðarinnar Iceland to Poland gegn hljómsveitinni Hatara var vísað frá í Landsrétti í dag. Landsréttur staðfesti þar með úrskurð héraðsdóms. Wiktoria Joanna Ginter, aðalskipuleggjandi Iceland to Poland, stefndi Hatara til heimtu skaðabóta vegna meintra vanefnda á samningi um að sveitin kæmi fram á hátíðinni, sem fara átti fram í Póllandi dagana 20.-24. ágúst 2019. Sjá einnig: Stefnir Hatara fyrir samningsbrot Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að í samningnum sem Iceland to Poland gerði við Svikamyllu ehf., fyrirtækið sem heldur utan um rekstur Hatara, sé skýrt kveðið á um að aðilum samningsins beri skylda til að leggja ágreining um hann undir gerðardóm. Wiktoria hafi ekki „með haldbærum rökum sýnt fram á heimild sína til að víkjast undan þeirri samningsbundnu skyldu að sæta lögsögu áðurnefnds gerðardóms.“ Málinu var þannig vísað frá og Wiktoriu gert að greiða Svikamyllu 280 þúsund krónur í kærumálskostnað. Í viðtali við Vísi í ágúst í fyrra sagði Wiktoria farir sínar ekki sléttar eftir að hún reyndi að bóka Hatara á hátíðina. Þá kvaðst hún hafa fengið taugaáfall vegna málsins og lýsti afar neikvæðum viðbrögðum í garð skipuleggjenda hátíðarinnar frá aðdáendum sveitarinnar. Hatari sagði á sínum tíma í yfirlýsingu vegna málsins að sveitin hefði ekki séð fram á að fá greitt fyrir þátttöku sína á hátíðinni. Því hefði verið ákveðið að hætta við að koma fram. Iceland to Poland er tónlistarhátíð sem gengur út á ferðast með íslenska tónlistarmenn eða sveitir milli nokkurra pólskra borga og kynna þannig íslensku tónlistarsenuna fyrir pólskum tónlistarunnendum. Hátíðin fór fram í ágúst síðastliðnum en aflýsa þurfti hátíðahöldum á lokakvöldinu vegna skipulagsvanda, að því er fram kom í tilkynningu frá skipuleggjendum á sínum tíma.
Dómsmál Tónlist Tengdar fréttir Stefnir Hatara fyrir samningsbrot Meðlimir Hatara segja fyrirsjáanlegt að hljómsveitin hefði aldrei fengið greitt fyrir sitt framlag. 16. ágúst 2019 13:13 Hatari gefur út myndband við lagið Klámstrákur Liðsmenn Hatara gáfu í dag út nýtt tónlistarmyndband við lagið Klámstrákur. Myndbandið er nú aðgengilegt á YouTube-síðu Svikamyllu ehf. 28. október 2019 13:30 Lokakvöldi Iceland to Poland aflýst Ekki verður af Gdansk hluta tónlistarhátíðarinnar Iceland to Poland sem átti að fara fram í dag. Hátíðin, sem ætlað er að kynna íslenskt tónlistarlíf í Póllandi, hefur verið í fréttum undanfarið í tengslum við meint svik og vanefndir hljómsveitarinnar Hatara. 24. ágúst 2019 15:45 Trymbill Hatara hættir í orkudrykkjunum og snýr sér að dansinum Einar Hrafn Stefánsson, trommari Hatara, hefur verið ráðinn markaðsstjóri Íslenska dansflokksins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dansflokknum. 3. janúar 2020 11:33 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Fleiri fréttir „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Sjá meira
Stefnir Hatara fyrir samningsbrot Meðlimir Hatara segja fyrirsjáanlegt að hljómsveitin hefði aldrei fengið greitt fyrir sitt framlag. 16. ágúst 2019 13:13
Hatari gefur út myndband við lagið Klámstrákur Liðsmenn Hatara gáfu í dag út nýtt tónlistarmyndband við lagið Klámstrákur. Myndbandið er nú aðgengilegt á YouTube-síðu Svikamyllu ehf. 28. október 2019 13:30
Lokakvöldi Iceland to Poland aflýst Ekki verður af Gdansk hluta tónlistarhátíðarinnar Iceland to Poland sem átti að fara fram í dag. Hátíðin, sem ætlað er að kynna íslenskt tónlistarlíf í Póllandi, hefur verið í fréttum undanfarið í tengslum við meint svik og vanefndir hljómsveitarinnar Hatara. 24. ágúst 2019 15:45
Trymbill Hatara hættir í orkudrykkjunum og snýr sér að dansinum Einar Hrafn Stefánsson, trommari Hatara, hefur verið ráðinn markaðsstjóri Íslenska dansflokksins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dansflokknum. 3. janúar 2020 11:33