Sjálfbær uppbygging ferðaþjónustu á landinu öllu Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar 15. janúar 2020 10:00 Ferðaþjónustan á landinu öllu kemur saman árlega á Mannamótum Markaðsstofa landshlutanna. Sýningin hefur það að markmiði að efla tengsl á milli fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu og fyrirtækja allra landshluta auk þess að kynna vel nýjungar á svæðunum og auka sölumöguleika. Þennan frábæra dag er auðvelt að sjá hvers vegna erlendir ferðamenn flykkjast til landsins og hvers vegna áhuginn á Íslandi eykst ár frá ári. Kraftur og sköpunargleði einkennir fólkið í ferðaþjónustu sem sér tækifæri hvert sem litið er. Ótrúlegt er að sjá fjölbreytni og sérstöðu þeirrar þjónustu sem í boði er. Það er gríðarlega mikilvægt ef tryggja á áframhaldandi vöxt ferðaþjónustunnar og góð áhrif hennar á hagvöxt í landinu að hlúa vel að þeim frumkvöðlum sem hafa drifið áfram þróunina undanfarin ár. Þetta fólk og þeirra fyrirtæki hafa staðið af sér miklar breytingar, farið í gegnum mjög hraðan vöxt sem fylgdi mikil þörf fyrir innviðauppbyggingu, álag á þjónustu, þróun, breytingar í starfsmannamálum og áhersla á gæði. Mikil áhersla hefur verið á að gera Ísland að heilsárs ferðaþjónustulandi og hafa ferðaþjónustuaðilar staðið vaktina varðandi það að byggja upp opnunartíma á veturnar þegar lítið hefur verið að gera á mörgum svæðum. Komum erlendra ferðamanna fækkaði um 329 þúsund frá árinu 2018 eða um 14% en þetta er í fyrsta skipti sem sést hefur fækkun á níu ára tímabili. Hlutfallslega var fækkunin mest í maí og september sem er einmitt sá tími sem lögð hefur verið áhersla á að byggja upp til að lengja ferðamannatímabilið. Enn er það svo að á stórum hluta landsins er mikil árstíðarsveifla. Á sama tíma erum við að heyra umræðu erlendis frá um að Íslands sé orðið fullt og að ekki sé hægt að bæta fleiri gestum við. Staðreyndin er hins vegar sú að nóg er eftir að vannýttum innviðum vítt og breitt um landið og á mörgum svæðum eru spennandi áfangastaðir nánast ósnertir allt árið. Tækifærin eru því óþrjótandi fyrir ferðaþjónustuna og lykilatriði að byggja hana þannig upp að landið allt hafi ávinning af. Með stóraukinni kröfu ferðamanna um sjálfbæra uppbyggingu og þjónustu er þetta mikilvægara en nokkru sinni fyrr enda hefur dreifing ferðamanna um landið og stýring gríðarleg áhrif á vernd náttúrunnar, öryggi ferðamanna, uppbyggingu atvinnulífs, þjónustu í byggðum og ekki síst ánægju heimamanna. Samhliða mikilli nýsköpun og þróun ferðaþjónustufyrirtækja er framundan mikil vinna stjórnvalda við að byggja upp samgöngur og innviði í landinu þannig að ferðaþjónustan geti vaxið og dafnað á sjálfbæran hátt. Ferðamenn kalla á að komast á aðra staði og á öðrum tíma heldur en við erum vön. Stöðugt eru að koma í ljós og að þróast áfram nýir áfangastaðir vítt og breytt um landið sem á örskömmum tíma geta orðið gríðarlega vinsælir og kalla á aukna þjónustu og innviði. Með góðu samstarfi stjórnvalda og ferðaþjónustunnar getum við séð þessa stærstu atvinnugrein þjóðarinnar vaxa og dafna á næstu árum og byggt upp grunn að öflugu atvinnulífi og byggð um allt land á sjálfbæran hátt.Höfundur er talsmaður Markaðsstofa landshlutanna og framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Arnheiður Jóhannsdóttir Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Við berum öll ábyrgð Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Gerum betur í heilbrigðismálum Guðjón S. Brjánsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan á landinu öllu kemur saman árlega á Mannamótum Markaðsstofa landshlutanna. Sýningin hefur það að markmiði að efla tengsl á milli fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu og fyrirtækja allra landshluta auk þess að kynna vel nýjungar á svæðunum og auka sölumöguleika. Þennan frábæra dag er auðvelt að sjá hvers vegna erlendir ferðamenn flykkjast til landsins og hvers vegna áhuginn á Íslandi eykst ár frá ári. Kraftur og sköpunargleði einkennir fólkið í ferðaþjónustu sem sér tækifæri hvert sem litið er. Ótrúlegt er að sjá fjölbreytni og sérstöðu þeirrar þjónustu sem í boði er. Það er gríðarlega mikilvægt ef tryggja á áframhaldandi vöxt ferðaþjónustunnar og góð áhrif hennar á hagvöxt í landinu að hlúa vel að þeim frumkvöðlum sem hafa drifið áfram þróunina undanfarin ár. Þetta fólk og þeirra fyrirtæki hafa staðið af sér miklar breytingar, farið í gegnum mjög hraðan vöxt sem fylgdi mikil þörf fyrir innviðauppbyggingu, álag á þjónustu, þróun, breytingar í starfsmannamálum og áhersla á gæði. Mikil áhersla hefur verið á að gera Ísland að heilsárs ferðaþjónustulandi og hafa ferðaþjónustuaðilar staðið vaktina varðandi það að byggja upp opnunartíma á veturnar þegar lítið hefur verið að gera á mörgum svæðum. Komum erlendra ferðamanna fækkaði um 329 þúsund frá árinu 2018 eða um 14% en þetta er í fyrsta skipti sem sést hefur fækkun á níu ára tímabili. Hlutfallslega var fækkunin mest í maí og september sem er einmitt sá tími sem lögð hefur verið áhersla á að byggja upp til að lengja ferðamannatímabilið. Enn er það svo að á stórum hluta landsins er mikil árstíðarsveifla. Á sama tíma erum við að heyra umræðu erlendis frá um að Íslands sé orðið fullt og að ekki sé hægt að bæta fleiri gestum við. Staðreyndin er hins vegar sú að nóg er eftir að vannýttum innviðum vítt og breitt um landið og á mörgum svæðum eru spennandi áfangastaðir nánast ósnertir allt árið. Tækifærin eru því óþrjótandi fyrir ferðaþjónustuna og lykilatriði að byggja hana þannig upp að landið allt hafi ávinning af. Með stóraukinni kröfu ferðamanna um sjálfbæra uppbyggingu og þjónustu er þetta mikilvægara en nokkru sinni fyrr enda hefur dreifing ferðamanna um landið og stýring gríðarleg áhrif á vernd náttúrunnar, öryggi ferðamanna, uppbyggingu atvinnulífs, þjónustu í byggðum og ekki síst ánægju heimamanna. Samhliða mikilli nýsköpun og þróun ferðaþjónustufyrirtækja er framundan mikil vinna stjórnvalda við að byggja upp samgöngur og innviði í landinu þannig að ferðaþjónustan geti vaxið og dafnað á sjálfbæran hátt. Ferðamenn kalla á að komast á aðra staði og á öðrum tíma heldur en við erum vön. Stöðugt eru að koma í ljós og að þróast áfram nýir áfangastaðir vítt og breytt um landið sem á örskömmum tíma geta orðið gríðarlega vinsælir og kalla á aukna þjónustu og innviði. Með góðu samstarfi stjórnvalda og ferðaþjónustunnar getum við séð þessa stærstu atvinnugrein þjóðarinnar vaxa og dafna á næstu árum og byggt upp grunn að öflugu atvinnulífi og byggð um allt land á sjálfbæran hátt.Höfundur er talsmaður Markaðsstofa landshlutanna og framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun