Það ræðst í kvöld hvort Manchester United og Wolves kemst í 4. umferð ensku bikarkeppninnar.
Liðin gerðu markalaust jafntefli á Molineux fyrr í mánuðinum og þurfa því að mætast aftur á Old Trafford í kvöld.
Leikurinn hefst klukkan 19:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Einnig verður sýnt beint frá leik Hauka og Keflavíkur í Domino's deild kvenna í körfubolta. Haukar eru í 5. sæti deildarinnar en Keflavík í því þriðja. Fjórum stigum munar á liðunum.
Þá verður sýnt beint frá Abu Dhabi HSBC Championship sem er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi.
Lista yfir beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 má sjá með því að smella hér.
Beinar útsendingar dagsins:
19:05 Haukar - Keflavík, Stöð 2 Sport 2
19:40 Man. Utd - Wolves, Stöð 2 Sport
03:30 Abu Dhabi HSBC Championship, Stöð 2 Golf
Í beinni í dag: Taka tvö hjá United og Úlfunum
