Einn frægasti fótboltamaður Tyrkja í sögunni starfar nú sem Uber-bílstjóri í Bandaríkjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2020 23:30 Hakan Sükur með verðlaun sem hann fékk árið 2014. Ári síðar var hann búinn að flýja land. Getty/ Tullio M. Puglia Hakan Sükur er langmarkahæsti landsliðsmaður Tyrkja frá upphafi. Hann átti flottan fótboltaferil og ætti að vera njóta góðs af því í „ellinni.“ Það vita eflaust færri að því að sú er ekki raunin eftir að kappinn flúði Tyrkland fyrir fimm árum. Hakan Sükur ætti að öllu eðlilegu að vera mikil goðsögn í heimalandi sínu en árið 2015 þá þoldi hann ekki lengur við í Tyrklandi og ákvað að flýja land. Hann missti allt sitt og varð að hefja algjörlega nýtt líf hinum megin við Atlantshafið. Hakan Sükur er nú 48 ára gamall og sagði sögu sína í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag. Hann missti allt sitt þegar hann yfirgaf Tyrkland. Var landets kung – nu kör han taxi: ▸ VM-hjältens nya liv i exil: ”Tagit allt ifrån mig” https://t.co/6cjohfZbGE— Nyheter (@Nyheter_) January 13, 2020 Undanfarin misseri hefur Hakan Sükur starfað sem Uber-bílstjóri í Washington í Bandaríkjunum auk þess að vinna fyrir sér sem bókasölumaður. „Þeir tóku allt sem ég átti. Nú er ég byrjaður að vinna aftur en ég á ekki neitt. Erdogan gerði allt upptækt. Frelsið mitt, réttinn til að skýra mína hlið, réttinn til að tjá mig og réttinn til að vinna,“ sagði Hakan Sükur meðal annars í viðtalinu. Hakan Sükur setti met á HM 2002 þegar hann skoraði fljótasta mark í sögu heimsmeistaramótsins. Hakan Sükur skoraði þá eftir 48 sekúndur í leik við Suður-Kóreu í leiknum um þriðja sætið. Tyrkir náðu þriðja sætinu sem er besti árangur landsliðsins frá upphafi. Þeir hafa ekki komist á HM síðan. Fjórtán árum síðar yfirgaf Sükur Tyrkland og tyrkneska ríkisstjórnin svaraði því með því að frysta eigur hans og fangelsa föður hans. Það var ekki það eina. „Þeir hentu steinum í verslun konunnar, börnin mín voru áreitt á götunum og mér var hótað öllu illu eftir yfirlýsingar mínar,“ sagði Hakan Sükur. Hakan Sükur hafði stofnað kaffihús í Bandaríkjunum en varð að loka því vegna ofsókna eftir að aðdáandi tók mynd af sér með Hakan Sükur. Þegar aðdáandinn snéri til baka til Tyrklands þá fundu yfirvöld myndina af honum og Hakan Sükur á síma hans. Aðdáandinn þurfti að dúsa í fjórtán mánuði í fangelsi. Hakan #Sükür über seinen Weg vom Volkshelden zum „Staatsfeind“ in der #Türkei, den Ausschluss von #Galatasary, 14 Monate Haft für ein Selfie, seine neuen Jobs in den USA und über die Gerüchte um #Gülen (€)https://t.co/rOOQb8H2NC— Matthias Marburg (@BILD_Marburg) January 12, 2020 Ást Sükur á Tyrklandi hefur ekkert breyst, aðeins andúð hans út í þá sem stjórna landinu með harðri hendi. „Ég elska fánann og landið mitt,“ sagði Hakan Sükur. Faðir hans var látinn laus úr fangelsi eftir að það kom í ljós að hann var með krabbamein. Hakan Sükur skoraði alls 51 mark í 112 landsleikjum. Hann var fyrirliði í 34 landsleikjanna og hefur skorað 27 mörkum meira en næstmarkahæsti landsliðsmaður Tyrkja frá upphafi. Sükur lék einu sinni á móti Íslandi og skoraði þá tvö mörk í 5-0 sigri í undankeppni EM í október 1994. Sükur spilaði stærsta hluta ferils síns í heimalandinu en reyndi einnig fyrir sér á Ítalíu og í nokkra mánuði með Blackburn Rovers undir lok ferilsins. Fótbolti Tyrkland Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Hakan Sükur er langmarkahæsti landsliðsmaður Tyrkja frá upphafi. Hann átti flottan fótboltaferil og ætti að vera njóta góðs af því í „ellinni.“ Það vita eflaust færri að því að sú er ekki raunin eftir að kappinn flúði Tyrkland fyrir fimm árum. Hakan Sükur ætti að öllu eðlilegu að vera mikil goðsögn í heimalandi sínu en árið 2015 þá þoldi hann ekki lengur við í Tyrklandi og ákvað að flýja land. Hann missti allt sitt og varð að hefja algjörlega nýtt líf hinum megin við Atlantshafið. Hakan Sükur er nú 48 ára gamall og sagði sögu sína í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag. Hann missti allt sitt þegar hann yfirgaf Tyrkland. Var landets kung – nu kör han taxi: ▸ VM-hjältens nya liv i exil: ”Tagit allt ifrån mig” https://t.co/6cjohfZbGE— Nyheter (@Nyheter_) January 13, 2020 Undanfarin misseri hefur Hakan Sükur starfað sem Uber-bílstjóri í Washington í Bandaríkjunum auk þess að vinna fyrir sér sem bókasölumaður. „Þeir tóku allt sem ég átti. Nú er ég byrjaður að vinna aftur en ég á ekki neitt. Erdogan gerði allt upptækt. Frelsið mitt, réttinn til að skýra mína hlið, réttinn til að tjá mig og réttinn til að vinna,“ sagði Hakan Sükur meðal annars í viðtalinu. Hakan Sükur setti met á HM 2002 þegar hann skoraði fljótasta mark í sögu heimsmeistaramótsins. Hakan Sükur skoraði þá eftir 48 sekúndur í leik við Suður-Kóreu í leiknum um þriðja sætið. Tyrkir náðu þriðja sætinu sem er besti árangur landsliðsins frá upphafi. Þeir hafa ekki komist á HM síðan. Fjórtán árum síðar yfirgaf Sükur Tyrkland og tyrkneska ríkisstjórnin svaraði því með því að frysta eigur hans og fangelsa föður hans. Það var ekki það eina. „Þeir hentu steinum í verslun konunnar, börnin mín voru áreitt á götunum og mér var hótað öllu illu eftir yfirlýsingar mínar,“ sagði Hakan Sükur. Hakan Sükur hafði stofnað kaffihús í Bandaríkjunum en varð að loka því vegna ofsókna eftir að aðdáandi tók mynd af sér með Hakan Sükur. Þegar aðdáandinn snéri til baka til Tyrklands þá fundu yfirvöld myndina af honum og Hakan Sükur á síma hans. Aðdáandinn þurfti að dúsa í fjórtán mánuði í fangelsi. Hakan #Sükür über seinen Weg vom Volkshelden zum „Staatsfeind“ in der #Türkei, den Ausschluss von #Galatasary, 14 Monate Haft für ein Selfie, seine neuen Jobs in den USA und über die Gerüchte um #Gülen (€)https://t.co/rOOQb8H2NC— Matthias Marburg (@BILD_Marburg) January 12, 2020 Ást Sükur á Tyrklandi hefur ekkert breyst, aðeins andúð hans út í þá sem stjórna landinu með harðri hendi. „Ég elska fánann og landið mitt,“ sagði Hakan Sükur. Faðir hans var látinn laus úr fangelsi eftir að það kom í ljós að hann var með krabbamein. Hakan Sükur skoraði alls 51 mark í 112 landsleikjum. Hann var fyrirliði í 34 landsleikjanna og hefur skorað 27 mörkum meira en næstmarkahæsti landsliðsmaður Tyrkja frá upphafi. Sükur lék einu sinni á móti Íslandi og skoraði þá tvö mörk í 5-0 sigri í undankeppni EM í október 1994. Sükur spilaði stærsta hluta ferils síns í heimalandinu en reyndi einnig fyrir sér á Ítalíu og í nokkra mánuði með Blackburn Rovers undir lok ferilsins.
Fótbolti Tyrkland Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð