Traustur stuðningur við virkjun á Vestfjörðum Kristinn H. Gunnarsson skrifar 12. janúar 2020 20:00 Upplýst hefur verið að umhverfisráðherra hyggst leggja fram í næsta mánuði óbreytta rammaáætlun 3, sem verkefnisstjórn skilaði af sér til stjórnvalda vorið 2016. Í áætluninni eru tveir vatnsaflsvirkjunarkostir á Vestfjörðum í nýtingarflokki, Austurgilsvirkjun og Hvalárvirkjun. Áætlunin hefur tvisvar verið lögð fram áður af fyrri umhverfisráðherrum. Hvalárvirkjun er komin í lokarannsóknir og er vænlegur kostur. Austurgilsvirkjun er skemmra á veg komin en er líka álitleg, sérstaklega þar sem aukin framleiðsla á svæðinu lækkar stofnkostnað pr einingu við línur og tengivirki og eykur hagkvæmni. Allra hagur Raforkumál á Vestfjörðum eru í ólestri og hefur svo verið lengi. Framleiðslan í fjórðungnum er aðeins um þriðjungur af notkuninni og er rafmagn flutt að úr fjarlægum landshlutum. Flutningslínur eru ótraustar og útsláttur tíður. Skortur á rafmagni veldur því að tækifæri til uppbyggingar í atvinnulífinu hafa farið framhjá garði. Þessar tvær virkjanir munu gerbreyta stöðunni og valda straumhvörfum á Vestfjörðum. Uppsett afl þeirra verður 90 MW og orkugeta þeirra um 550 Gwh. Orkugeta Mjólkár, stærstu virkjunar á Vestfjörðum er aðeins 70 Gwh. Nýju virkjanirnar verða tengdar flutningskerfinu með nýjum línum. Orkan verður því örugg fyrir orkukaupendur á Vestfjörðum sem annars staðar á landinu. Það mun auka raforkuöryggi landsmanna allra verulega að rafmagn verði framleitt á Vestfjörðum, utan annarra framleiðslusvæða. Málamiðlun Umhverfisráðherrann hefur beitt sér gegn Hvalárvirkjun bæði leynt og ljóst, fyrst sem framkvæmdastjóri Landverndar og svo sem ráðherra. Síðustu tvö ár hefur Landvernd lagt allt í sölurnar til þess að koma í veg fyrir Hvalárvirkjun og hefur fengið mikið rúm í fjölmiðlum til þess að reka áróður sinn. En nú hefur ráðherrann snúið við blaðinu og leggur til að virkjanirnar tvær verði í nýtingarflokki. Það er óbreytt staða varðandi Hvalárvirkjun þar sem Alþingi hefur tvívegis samþykkt hana í nýtingarflokk rammaáætlunar. En til viðbótar leggur ráðherrann til að Austurgilsvirkjun í Skjaldfannardal verði einnig í nýtingarflokki. Þetta skýrir ráðherrann með því að gera þurfi málamiðlun. Hann telur rammaáætlunina mikilvæga. Hún sé ýtarlegt samráðsferli þar sem allir þættir málsins séu skoðaðir og allir aðilar komi að. Tillagan að rammaáætlun 3 er niðurstaðan úr því ferli og vissulega sé byggð á málamiðlun. En málamiðlunin þýðir að allir standa að niðurstöðunni og binda sig við stuðning við áætlunina. Ráðherranum finnst mikilvægra að samkomulagið standi en að berjast gegn einstökum liðun sem hann hefði viljað hafa öðruvísi. Eftir tvö ár í embætti er Umhverfisráðherra loksins ljóst að Hvalárvirkjun er í nýtingarflokki vegna þess að stuðningur er við það. Honum er væntanlega þá líka ljóst að stöðugar tilraunir til þess að rjúfa það samkomulag hefur þær afleiðingar að heildarsamkomulagið raknar upp. Þá verður ekki bara hann og Landvernd óbundnir af samkomulaginu heldur allir hinir. Þá verður alls óvíst um efndir á samkomulagi um þá virkjunarkosti sem eru nú í verndarflokki og biðflokki. Það verður að standa heils hugar að samkomulagi. Annað er eins og kaupthinking útrásarvíkinganna. Landsmenn styðja virkjun á Vestfjörðum Gögn í rammaáætlun 3 sýna traustan stuðning við vatnsaflsvirkjun á Vestfjörðum. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmdi viðamikla könnun í mars 2016 um afstöðu almennings til fimm virkjunarkosta og fylgdu niðurstöðurnar með rammaáætlun 3. Virkjun á Vestfjörðum nýtur stuðnings 42% svarenda en 26% eru andvígir. Þriðjungur tekur ekki afstöðu. Þetta þýðir að 62% þeirra sem taka afstöðu eru hlynntir vatnsaflsvirkjun á Vestfjörðum. Athyglisvert er að virkjun á Vestfjörðum á meirihlutastuðning bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Á höfuðborgarsvæðinu er stuðningurinn 36% og 29% eru andvígir. Það er 55% þeirra sem afstöðu taka. Á landsbyggðinni eru 49% hlynntir og aðeins 20% andvígir, sem er 71% þeirra sem afstöðu taka. Aðrir vatnsaflsvirkjunarkostir sem spurt var um voru fjórir, í Þjórsá, Skjálfandafljóti, Skagafirði og Skaftárhreppi, og í öllum tilvikum voru fleiri andvígir en hlynntir, þótt ekki munaði miklu. Svarendur styðja virkjun á Vestfjörðum. Í mars á síðasta ári fékk Vestfjarðastofa Gallup til að gera aðra skoðanakönnun. Spurt var um stuðning við Hvalárvirkjun. Niðurstaðan var að 41% landsmanna styður virkjunina en 31% eru andvíg. Það þýðir 57% af þeim sem afstöðu taka. Viðhorfsbreytingin á þremur árum er sáralítil. Það er traustur meirihluti fyrir vatnsaflsvirkjun á Vestfjörðum. Það er sú staðreynd sem Umhverfisráðherra og Landvernd eru að reka sig á. Það eru góð rök fyrir virkjun á Vestfjörðum og það ræður úrslitum. Kristinn H. Gunnarsson, ritstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Kristinn H. Gunnarsson Orkumál Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Upplýst hefur verið að umhverfisráðherra hyggst leggja fram í næsta mánuði óbreytta rammaáætlun 3, sem verkefnisstjórn skilaði af sér til stjórnvalda vorið 2016. Í áætluninni eru tveir vatnsaflsvirkjunarkostir á Vestfjörðum í nýtingarflokki, Austurgilsvirkjun og Hvalárvirkjun. Áætlunin hefur tvisvar verið lögð fram áður af fyrri umhverfisráðherrum. Hvalárvirkjun er komin í lokarannsóknir og er vænlegur kostur. Austurgilsvirkjun er skemmra á veg komin en er líka álitleg, sérstaklega þar sem aukin framleiðsla á svæðinu lækkar stofnkostnað pr einingu við línur og tengivirki og eykur hagkvæmni. Allra hagur Raforkumál á Vestfjörðum eru í ólestri og hefur svo verið lengi. Framleiðslan í fjórðungnum er aðeins um þriðjungur af notkuninni og er rafmagn flutt að úr fjarlægum landshlutum. Flutningslínur eru ótraustar og útsláttur tíður. Skortur á rafmagni veldur því að tækifæri til uppbyggingar í atvinnulífinu hafa farið framhjá garði. Þessar tvær virkjanir munu gerbreyta stöðunni og valda straumhvörfum á Vestfjörðum. Uppsett afl þeirra verður 90 MW og orkugeta þeirra um 550 Gwh. Orkugeta Mjólkár, stærstu virkjunar á Vestfjörðum er aðeins 70 Gwh. Nýju virkjanirnar verða tengdar flutningskerfinu með nýjum línum. Orkan verður því örugg fyrir orkukaupendur á Vestfjörðum sem annars staðar á landinu. Það mun auka raforkuöryggi landsmanna allra verulega að rafmagn verði framleitt á Vestfjörðum, utan annarra framleiðslusvæða. Málamiðlun Umhverfisráðherrann hefur beitt sér gegn Hvalárvirkjun bæði leynt og ljóst, fyrst sem framkvæmdastjóri Landverndar og svo sem ráðherra. Síðustu tvö ár hefur Landvernd lagt allt í sölurnar til þess að koma í veg fyrir Hvalárvirkjun og hefur fengið mikið rúm í fjölmiðlum til þess að reka áróður sinn. En nú hefur ráðherrann snúið við blaðinu og leggur til að virkjanirnar tvær verði í nýtingarflokki. Það er óbreytt staða varðandi Hvalárvirkjun þar sem Alþingi hefur tvívegis samþykkt hana í nýtingarflokk rammaáætlunar. En til viðbótar leggur ráðherrann til að Austurgilsvirkjun í Skjaldfannardal verði einnig í nýtingarflokki. Þetta skýrir ráðherrann með því að gera þurfi málamiðlun. Hann telur rammaáætlunina mikilvæga. Hún sé ýtarlegt samráðsferli þar sem allir þættir málsins séu skoðaðir og allir aðilar komi að. Tillagan að rammaáætlun 3 er niðurstaðan úr því ferli og vissulega sé byggð á málamiðlun. En málamiðlunin þýðir að allir standa að niðurstöðunni og binda sig við stuðning við áætlunina. Ráðherranum finnst mikilvægra að samkomulagið standi en að berjast gegn einstökum liðun sem hann hefði viljað hafa öðruvísi. Eftir tvö ár í embætti er Umhverfisráðherra loksins ljóst að Hvalárvirkjun er í nýtingarflokki vegna þess að stuðningur er við það. Honum er væntanlega þá líka ljóst að stöðugar tilraunir til þess að rjúfa það samkomulag hefur þær afleiðingar að heildarsamkomulagið raknar upp. Þá verður ekki bara hann og Landvernd óbundnir af samkomulaginu heldur allir hinir. Þá verður alls óvíst um efndir á samkomulagi um þá virkjunarkosti sem eru nú í verndarflokki og biðflokki. Það verður að standa heils hugar að samkomulagi. Annað er eins og kaupthinking útrásarvíkinganna. Landsmenn styðja virkjun á Vestfjörðum Gögn í rammaáætlun 3 sýna traustan stuðning við vatnsaflsvirkjun á Vestfjörðum. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmdi viðamikla könnun í mars 2016 um afstöðu almennings til fimm virkjunarkosta og fylgdu niðurstöðurnar með rammaáætlun 3. Virkjun á Vestfjörðum nýtur stuðnings 42% svarenda en 26% eru andvígir. Þriðjungur tekur ekki afstöðu. Þetta þýðir að 62% þeirra sem taka afstöðu eru hlynntir vatnsaflsvirkjun á Vestfjörðum. Athyglisvert er að virkjun á Vestfjörðum á meirihlutastuðning bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Á höfuðborgarsvæðinu er stuðningurinn 36% og 29% eru andvígir. Það er 55% þeirra sem afstöðu taka. Á landsbyggðinni eru 49% hlynntir og aðeins 20% andvígir, sem er 71% þeirra sem afstöðu taka. Aðrir vatnsaflsvirkjunarkostir sem spurt var um voru fjórir, í Þjórsá, Skjálfandafljóti, Skagafirði og Skaftárhreppi, og í öllum tilvikum voru fleiri andvígir en hlynntir, þótt ekki munaði miklu. Svarendur styðja virkjun á Vestfjörðum. Í mars á síðasta ári fékk Vestfjarðastofa Gallup til að gera aðra skoðanakönnun. Spurt var um stuðning við Hvalárvirkjun. Niðurstaðan var að 41% landsmanna styður virkjunina en 31% eru andvíg. Það þýðir 57% af þeim sem afstöðu taka. Viðhorfsbreytingin á þremur árum er sáralítil. Það er traustur meirihluti fyrir vatnsaflsvirkjun á Vestfjörðum. Það er sú staðreynd sem Umhverfisráðherra og Landvernd eru að reka sig á. Það eru góð rök fyrir virkjun á Vestfjörðum og það ræður úrslitum. Kristinn H. Gunnarsson, ritstjóri.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun