Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Svokallaðir DMT pennar sem innihalda ofskynjunarlyf eru nýjung á íslenskum fíkniefnamarkaði og genga kaupum og sölum á netinu. Lögreglan hefur miklar áhyggjur af þróuninni. Um sé að ræða hættulegt eiturlyf sem geti valdið langvarandi heilsutapi.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Rætt verður við formann umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis sem þykja hugmyndir um miðhálendisþjóðgarð ótímabærar. Hann telur rétt að rammaáætlun verði til lykta leidd áður en lengra verði haldið. Búast má við átökum á þingi um bæði mál.  Einnig hittum við vegan aðgerðarsinna sem segir óljós mörk á milli þess hvað sé leyfilegur aktívismi og hvenær háttsemin varði við hryðjuverkalög. Hann berst gegn tilraunum á dýrum og var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Bandaríkjunum.

Þá verður rætt við fimmtán ára listamann sem seldi öll málverkin á sinni fyrstu málverkasýningu á einni klukkustund og par sem ætlar að keyra níu þúsund kílómetra í gegnum tíu lönd á sautján dögum.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×