Starfshópur um þjóðarleikvang fyrir innanhússíþróttir skipaður Sylvía Hall skrifar 10. janúar 2020 18:08 Laugardalshöllin tekur um 2.300 manns í sæti í dag. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað starfshóp til þess að gera tillögur um þjóðarleikvang fyrir innanhúsíþróttir. Hún segir það brýnt verkefni að fá úr því skorið hvernig tryggja skuli að aðstaða fyrir íþróttafólk sé best. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins en þar segir jafnframt að starfshópurinn muni vinna forvinnu sem á að upplýsa betur hvernig vinna eigi eftir nýrri reglugerð um þjóðarleikvanga, afla upplýsinga um þarfir fyrir mannvirki til lengri tíma litið. Þá verður starfshópnum ætlað að greina mögulega nýtingu mannvirkja sem fyrir eru eða hvort reisa þurfi ný mannvirki til þess að hægt sé að standa fyrir alþjóðlegum keppnum.Sjá einnig: Höllin verður aldursforseti Evrópu Þá segir Lilja starfshópinn vera skipaðan frábæru fólki og það sé henni sönn ánægja að setja hann af stað. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur í sama streng og segist fagna því að þessi vinna sé farin af stað. „Þá er mikilvægt að þessi grunnur sem verður lagður leiði til ákvarðana. Um leið er mikilvægt að ríkið og sérsamböndin séu öll við borðið þegar þjóðarleikvangar eru annars vegar,” er haft eftir Degi á í tilkynningu. Ekkert hús á Íslandi uppfyllir skilyrði Handknattleikssambands Evrópu Mikil umræða var um málið síðasta sumar þegar Selfoss fékk ekki þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu vegna þess að ekkert hús á Íslandi uppfyllti þau skilyrði sem Handknattleikssamband Evrópu setur. Þar eru til að mynda gerðar kröfur um 2.500 manna hús sem ekki fékkst undanþága frá.Sjá einnig: HSÍ kallar eftir svörum: „Strandar á almennum viðbrögðum frá ríkisstjórninni“ Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ sagði þá ákvörðun Handknattleikssambands Evrópu að veita Selfossi ekki þátttökurétt í Meistaradeildinni mikið sjokk. Sambandið hafi bent HSÍ á að þetta ætti ekki að koma á óvart þar sem margoft hefði verið bent á að húsnæði hér á landi uppfylltu ekki kröfur og að landsliðið væri á undanþágu í Laugardalshöll fyrir landsleiki. „Höllin þarf að taka 2500 áhorfendur en bæði Laugardalshöll og Ásvellir taka bæði 2300 mans. Þarna er Evrópusambandið greinilega að taka mjög skýra afstöðu og það þarf að uppfylla allt til þess að komast inn í keppnina,“ sagði Guðmundur. Ráðgert er að starfshópurinn skili tillögum sínum til ráðherra fyrir 1. maí á þessu ári. Fótbolti Handbolti Íþróttir Körfubolti Reykjavík Tengdar fréttir Tólf sambönd með tillögu um nýjan þjóðarleikvang Tólf sérsambönd ætla að leggja fram tillögu um nýjan þjóðarleikvang fyrir innanhúsíþróttir á íþróttaþingi ÍSÍ um helgina. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. 1. maí 2019 12:30 HSÍ kallar eftir svörum: "Strandar á almennum viðbrögðum frá ríkisstjórninni“ Landsliðin okkar í handbolta eru á undanþágu og ljóst er að það þarf nýja þjóðarhöll sem allra, allra fyrst. 27. júní 2019 07:00 Höllin verður aldursforseti Evrópu Laugardalshöll er þriðja elsta þjóðarhöll Evrópu. Aðeins hallirnar í Georgíu og Úkraína eru með eldri hallir. Báðar þjóðir eru með nýjar hallir á teikniborðinu og því stefnir í að elsta þjóðarhölll Evrópu verði í Laugardalshöll. 21. september 2019 10:00 Guðmundur: Mikið sjokk og skýr skilaboð um að hraða þurfi umræðu um nýja höll Formaður HSÍ tjáir sig um málefni Selfoss og Laugardalshöll. 21. júní 2019 18:32 Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað starfshóp til þess að gera tillögur um þjóðarleikvang fyrir innanhúsíþróttir. Hún segir það brýnt verkefni að fá úr því skorið hvernig tryggja skuli að aðstaða fyrir íþróttafólk sé best. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins en þar segir jafnframt að starfshópurinn muni vinna forvinnu sem á að upplýsa betur hvernig vinna eigi eftir nýrri reglugerð um þjóðarleikvanga, afla upplýsinga um þarfir fyrir mannvirki til lengri tíma litið. Þá verður starfshópnum ætlað að greina mögulega nýtingu mannvirkja sem fyrir eru eða hvort reisa þurfi ný mannvirki til þess að hægt sé að standa fyrir alþjóðlegum keppnum.Sjá einnig: Höllin verður aldursforseti Evrópu Þá segir Lilja starfshópinn vera skipaðan frábæru fólki og það sé henni sönn ánægja að setja hann af stað. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur í sama streng og segist fagna því að þessi vinna sé farin af stað. „Þá er mikilvægt að þessi grunnur sem verður lagður leiði til ákvarðana. Um leið er mikilvægt að ríkið og sérsamböndin séu öll við borðið þegar þjóðarleikvangar eru annars vegar,” er haft eftir Degi á í tilkynningu. Ekkert hús á Íslandi uppfyllir skilyrði Handknattleikssambands Evrópu Mikil umræða var um málið síðasta sumar þegar Selfoss fékk ekki þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu vegna þess að ekkert hús á Íslandi uppfyllti þau skilyrði sem Handknattleikssamband Evrópu setur. Þar eru til að mynda gerðar kröfur um 2.500 manna hús sem ekki fékkst undanþága frá.Sjá einnig: HSÍ kallar eftir svörum: „Strandar á almennum viðbrögðum frá ríkisstjórninni“ Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ sagði þá ákvörðun Handknattleikssambands Evrópu að veita Selfossi ekki þátttökurétt í Meistaradeildinni mikið sjokk. Sambandið hafi bent HSÍ á að þetta ætti ekki að koma á óvart þar sem margoft hefði verið bent á að húsnæði hér á landi uppfylltu ekki kröfur og að landsliðið væri á undanþágu í Laugardalshöll fyrir landsleiki. „Höllin þarf að taka 2500 áhorfendur en bæði Laugardalshöll og Ásvellir taka bæði 2300 mans. Þarna er Evrópusambandið greinilega að taka mjög skýra afstöðu og það þarf að uppfylla allt til þess að komast inn í keppnina,“ sagði Guðmundur. Ráðgert er að starfshópurinn skili tillögum sínum til ráðherra fyrir 1. maí á þessu ári.
Fótbolti Handbolti Íþróttir Körfubolti Reykjavík Tengdar fréttir Tólf sambönd með tillögu um nýjan þjóðarleikvang Tólf sérsambönd ætla að leggja fram tillögu um nýjan þjóðarleikvang fyrir innanhúsíþróttir á íþróttaþingi ÍSÍ um helgina. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. 1. maí 2019 12:30 HSÍ kallar eftir svörum: "Strandar á almennum viðbrögðum frá ríkisstjórninni“ Landsliðin okkar í handbolta eru á undanþágu og ljóst er að það þarf nýja þjóðarhöll sem allra, allra fyrst. 27. júní 2019 07:00 Höllin verður aldursforseti Evrópu Laugardalshöll er þriðja elsta þjóðarhöll Evrópu. Aðeins hallirnar í Georgíu og Úkraína eru með eldri hallir. Báðar þjóðir eru með nýjar hallir á teikniborðinu og því stefnir í að elsta þjóðarhölll Evrópu verði í Laugardalshöll. 21. september 2019 10:00 Guðmundur: Mikið sjokk og skýr skilaboð um að hraða þurfi umræðu um nýja höll Formaður HSÍ tjáir sig um málefni Selfoss og Laugardalshöll. 21. júní 2019 18:32 Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Sjá meira
Tólf sambönd með tillögu um nýjan þjóðarleikvang Tólf sérsambönd ætla að leggja fram tillögu um nýjan þjóðarleikvang fyrir innanhúsíþróttir á íþróttaþingi ÍSÍ um helgina. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. 1. maí 2019 12:30
HSÍ kallar eftir svörum: "Strandar á almennum viðbrögðum frá ríkisstjórninni“ Landsliðin okkar í handbolta eru á undanþágu og ljóst er að það þarf nýja þjóðarhöll sem allra, allra fyrst. 27. júní 2019 07:00
Höllin verður aldursforseti Evrópu Laugardalshöll er þriðja elsta þjóðarhöll Evrópu. Aðeins hallirnar í Georgíu og Úkraína eru með eldri hallir. Báðar þjóðir eru með nýjar hallir á teikniborðinu og því stefnir í að elsta þjóðarhölll Evrópu verði í Laugardalshöll. 21. september 2019 10:00
Guðmundur: Mikið sjokk og skýr skilaboð um að hraða þurfi umræðu um nýja höll Formaður HSÍ tjáir sig um málefni Selfoss og Laugardalshöll. 21. júní 2019 18:32