Jonni: Er hreinn og beinn með það Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 29. janúar 2020 22:53 Jón Halldór Eðvaldsson. vísir/skjáskot Keflavík tapaði gegn Val í seinni leik tvíhöfða í Origo-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn fór að lokum 80-67 fyrir Val en var á köflum miklu jafnari en svo. Jón Halldór Eðvaldsson þjálfari Keflavíkur, títt nefndur Jonni, ræddi um hvað hefði gerst í leiknum, en hans stúlkur komust nálægt því að taka forystuna í þriðja leihluta áður en þær misstu Valsara of langt frá sér enn á ný. Jonni vildi ekki gera of mikið úr þeim leikhluta. „Gerist svo sem ekki neitt. Valur var ekki að spila eins vel og þær voru að spila í fyrri hálfleik og við gengum á lagið. Svo hrukku þær bara aftur í gírinn,“ sagði hann um upp og niður leik beggja liða í þriðja leikhluta. „Eins og ég hef sagt áður, þær eru með besta liðið. Við þurfum að eiga ofboðslega góðan leik ef að við ætlum að vinna þær, það er bara þannig. Það vantaði herslumuninn, ég er þar.“ Keflavík átti afleitan skotleik í kvöld og þurftu að sætta sig við tap en Jonni hafði trú á sínu liði allt til enda. „Þetta er ekki nema þrettán stig, þær eru búnar að skipta helstu leikmönnum sínum út af í lokin og ég hélt áfram að keyra á mínu liði. Það vantaði bara herslumuninn, hann er þarna og við erum búin að sýna það einu sinni í vetur og við verðum bara að trúa því að þetta sé hægt,“ sagði hann og vísaði í sigur Keflavíkur á Val fyrr í vetur í framlengdum leik í Keflavík. „Ef við gerum það þá geta fallegir hlutir gerst. Erum með krosslagða fingur og sjáum hvað gerist.“ Í stöðunni 52-47 skipti Jonni á nokkrum leikmönnum sínum og spil liðsins hrundi í nokkrar mínútur. Jonni vildi samt ekki kenna því um, né slakri byrjun. „Þetta er ungt lið og við erum með óreyndar stelpur í stórum hlutverkum sem þær hafa ekki verið í áður. Við erum að spila við langbesta liðið á Íslandi og það er bara eðlilegt að hökta í þessu.“ Jonni hélt áfram að tala vel um sínar stelpur og fann ljósu punktana nokkuð hæglega. „Maður átti alveg von á því að þetta yrði erfitt í byrjun en við komum til baka. Það finnst mér skipta máli,“ sagði hann og hélt síðar áfram: „Við erum að reyna að byggja ofan á það sem við höfum verið að vinna með í vetur og mér finnst það vera að takast.“ Lið Keflavíkur er það eina í deildinni sem er aðeins að spila á einum erlendum leikmanni og félagaskiptaglugginn mun lokast á næstu dögum. Er enginn hugur í Keflvíkingum að styrkja liðið? „Nei, alls ekki. Ég er hreinn og beinn með það, sagði það í byrjun tímabilsins. Við erum að byggja upp lið. Það er staðan,“ sagði Jonni og fór yfir að Keflavík væri með tvö lið, Keflavík og Keflavík b í efstu deild og 1. deild. „Okkur gengur vel að byggja upp. Við þurfum að treysta þessum stelpum. Við erum að gera það. Tuttugu tapaðir boltar? Mér er skítsama. Það verður að koma og ef við trúum á þær þá trúi ég því að það á eftir að skila okkur góðum leikmönnum,“ sagði Jonni, fullviss um ágæti sinna uppöldu stelpna. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Keflavík 80-67 | Auðvelt hjá meisturunum Valur hefur unnið fimm leiki í röð og trónir á toppi Dominos-deildar kvenna. 29. janúar 2020 22:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Rúmenía | Taka á Rúmenum í Ólafssal Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Keflavík tapaði gegn Val í seinni leik tvíhöfða í Origo-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn fór að lokum 80-67 fyrir Val en var á köflum miklu jafnari en svo. Jón Halldór Eðvaldsson þjálfari Keflavíkur, títt nefndur Jonni, ræddi um hvað hefði gerst í leiknum, en hans stúlkur komust nálægt því að taka forystuna í þriðja leihluta áður en þær misstu Valsara of langt frá sér enn á ný. Jonni vildi ekki gera of mikið úr þeim leikhluta. „Gerist svo sem ekki neitt. Valur var ekki að spila eins vel og þær voru að spila í fyrri hálfleik og við gengum á lagið. Svo hrukku þær bara aftur í gírinn,“ sagði hann um upp og niður leik beggja liða í þriðja leikhluta. „Eins og ég hef sagt áður, þær eru með besta liðið. Við þurfum að eiga ofboðslega góðan leik ef að við ætlum að vinna þær, það er bara þannig. Það vantaði herslumuninn, ég er þar.“ Keflavík átti afleitan skotleik í kvöld og þurftu að sætta sig við tap en Jonni hafði trú á sínu liði allt til enda. „Þetta er ekki nema þrettán stig, þær eru búnar að skipta helstu leikmönnum sínum út af í lokin og ég hélt áfram að keyra á mínu liði. Það vantaði bara herslumuninn, hann er þarna og við erum búin að sýna það einu sinni í vetur og við verðum bara að trúa því að þetta sé hægt,“ sagði hann og vísaði í sigur Keflavíkur á Val fyrr í vetur í framlengdum leik í Keflavík. „Ef við gerum það þá geta fallegir hlutir gerst. Erum með krosslagða fingur og sjáum hvað gerist.“ Í stöðunni 52-47 skipti Jonni á nokkrum leikmönnum sínum og spil liðsins hrundi í nokkrar mínútur. Jonni vildi samt ekki kenna því um, né slakri byrjun. „Þetta er ungt lið og við erum með óreyndar stelpur í stórum hlutverkum sem þær hafa ekki verið í áður. Við erum að spila við langbesta liðið á Íslandi og það er bara eðlilegt að hökta í þessu.“ Jonni hélt áfram að tala vel um sínar stelpur og fann ljósu punktana nokkuð hæglega. „Maður átti alveg von á því að þetta yrði erfitt í byrjun en við komum til baka. Það finnst mér skipta máli,“ sagði hann og hélt síðar áfram: „Við erum að reyna að byggja ofan á það sem við höfum verið að vinna með í vetur og mér finnst það vera að takast.“ Lið Keflavíkur er það eina í deildinni sem er aðeins að spila á einum erlendum leikmanni og félagaskiptaglugginn mun lokast á næstu dögum. Er enginn hugur í Keflvíkingum að styrkja liðið? „Nei, alls ekki. Ég er hreinn og beinn með það, sagði það í byrjun tímabilsins. Við erum að byggja upp lið. Það er staðan,“ sagði Jonni og fór yfir að Keflavík væri með tvö lið, Keflavík og Keflavík b í efstu deild og 1. deild. „Okkur gengur vel að byggja upp. Við þurfum að treysta þessum stelpum. Við erum að gera það. Tuttugu tapaðir boltar? Mér er skítsama. Það verður að koma og ef við trúum á þær þá trúi ég því að það á eftir að skila okkur góðum leikmönnum,“ sagði Jonni, fullviss um ágæti sinna uppöldu stelpna.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Keflavík 80-67 | Auðvelt hjá meisturunum Valur hefur unnið fimm leiki í röð og trónir á toppi Dominos-deildar kvenna. 29. janúar 2020 22:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Rúmenía | Taka á Rúmenum í Ólafssal Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Leik lokið: Valur - Keflavík 80-67 | Auðvelt hjá meisturunum Valur hefur unnið fimm leiki í röð og trónir á toppi Dominos-deildar kvenna. 29. janúar 2020 22:00
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti