Þrír komust í fjögurra áratuga klúbbinn í gær Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. janúar 2020 23:30 Fulltrúar 1980-kynslóðarinnar í Olís-deild karla. vísir/vilhelm/bára Þrír leikmenn náðu þeim merka áfanga að spila leik í efstu deild á Íslandi á fjórða mismunandi áratugnum þegar keppni í Olís-deild karla í handbolta hófst aftur í gær. Þetta eru jafnaldrarnir Hreiðar Levý Guðmundsson, Vignir Svavarsson og Sturla Ásgeirsson (fæddir 1980). Allir fögnuðu þeir sigri í leikjum gærdagsins. Hreiðar átti frábæra innkomu þegar Valur vann ÍBV, 25-26, í Eyjum. Fasteignasalinn knái varði sjö skot, þar af tvö víti, af þeim 15 skotum sem hann fékk á sig (47%). Hreiðar lék sína fyrstu leiki í meistaraflokki með Gróttu/KR í 2. deild tímabilið 1997-98. Hans fyrsti leikur í efstu deild var með Gróttu/KR í 20-24 tapi fyrir þáverandi Íslandsmeisturum Vals 3. október 1998. Á löngum ferli hefur Hreiðar komið víða við. Hann gekk til liðs við Val fyrir þetta tímabil eftir að hafa leikið með Gróttu í tvö ár þar á undan. Vignir og félagar hans í Haukum náðu þriggja stiga forskoti á toppi deildarinnar með sigri á Fram, 23-21, á Ásvöllum. Vignir skoraði eitt mark í leiknum. Vignir lék sinn fyrsta leik fyrir Hauka í tapi fyrir HK, 28-25, 7. mars 1999. Hann lék með Haukum til 2005 þegar hann fór til Lemgo í Þýskalandi. Vignir lék sem atvinnumaður í 14 ár en sneri aftur til Hauka síðasta sumar. Sturla skoraði fjögur mörk úr jafn mörgum skotum þegar ÍR rúllaði yfir KA, 34-22, í Austurberginu. Sturla lék sinn fyrsta leik fyrir ÍR í sigri á HK, 29-26, 26. nóvember 1999. Hann lék með ÍR til ársins 2004 þegar hann gekk í raðir Århus í Danmörku. Eftir fjögur ár hjá Århus og tvö hjá Düsseldorf í Þýskalandi sneri Sturla aftur til Íslands 2010 og gekk í raðir Vals. Hann lék með Val í tvö ár en fór svo aftur í ÍR 2012 þar sem hann hefur leikið síðan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Haukar eru á toppi Olís-deildar karla og komust aftur á beinu brautina eftir hlé en þeir töpuðu síðasta leiknum fyrir hlé. 28. janúar 2020 22:15 Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KA 34-22 | Akureyringar niðurlægðir Áhorfenda var hent úr húsi er ÍR rúllaði yfir KA. 28. janúar 2020 22:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 25-26 | Valsmenn unnu níunda leikinn í röð eftir dramatík Valsmenn unnu átta síðustu deildarleiki sína fyrir áramót og héldu uppteknum hætti í dag. 28. janúar 2020 22:00 Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Sjá meira
Þrír leikmenn náðu þeim merka áfanga að spila leik í efstu deild á Íslandi á fjórða mismunandi áratugnum þegar keppni í Olís-deild karla í handbolta hófst aftur í gær. Þetta eru jafnaldrarnir Hreiðar Levý Guðmundsson, Vignir Svavarsson og Sturla Ásgeirsson (fæddir 1980). Allir fögnuðu þeir sigri í leikjum gærdagsins. Hreiðar átti frábæra innkomu þegar Valur vann ÍBV, 25-26, í Eyjum. Fasteignasalinn knái varði sjö skot, þar af tvö víti, af þeim 15 skotum sem hann fékk á sig (47%). Hreiðar lék sína fyrstu leiki í meistaraflokki með Gróttu/KR í 2. deild tímabilið 1997-98. Hans fyrsti leikur í efstu deild var með Gróttu/KR í 20-24 tapi fyrir þáverandi Íslandsmeisturum Vals 3. október 1998. Á löngum ferli hefur Hreiðar komið víða við. Hann gekk til liðs við Val fyrir þetta tímabil eftir að hafa leikið með Gróttu í tvö ár þar á undan. Vignir og félagar hans í Haukum náðu þriggja stiga forskoti á toppi deildarinnar með sigri á Fram, 23-21, á Ásvöllum. Vignir skoraði eitt mark í leiknum. Vignir lék sinn fyrsta leik fyrir Hauka í tapi fyrir HK, 28-25, 7. mars 1999. Hann lék með Haukum til 2005 þegar hann fór til Lemgo í Þýskalandi. Vignir lék sem atvinnumaður í 14 ár en sneri aftur til Hauka síðasta sumar. Sturla skoraði fjögur mörk úr jafn mörgum skotum þegar ÍR rúllaði yfir KA, 34-22, í Austurberginu. Sturla lék sinn fyrsta leik fyrir ÍR í sigri á HK, 29-26, 26. nóvember 1999. Hann lék með ÍR til ársins 2004 þegar hann gekk í raðir Århus í Danmörku. Eftir fjögur ár hjá Århus og tvö hjá Düsseldorf í Þýskalandi sneri Sturla aftur til Íslands 2010 og gekk í raðir Vals. Hann lék með Val í tvö ár en fór svo aftur í ÍR 2012 þar sem hann hefur leikið síðan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Haukar eru á toppi Olís-deildar karla og komust aftur á beinu brautina eftir hlé en þeir töpuðu síðasta leiknum fyrir hlé. 28. janúar 2020 22:15 Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KA 34-22 | Akureyringar niðurlægðir Áhorfenda var hent úr húsi er ÍR rúllaði yfir KA. 28. janúar 2020 22:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 25-26 | Valsmenn unnu níunda leikinn í röð eftir dramatík Valsmenn unnu átta síðustu deildarleiki sína fyrir áramót og héldu uppteknum hætti í dag. 28. janúar 2020 22:00 Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Haukar eru á toppi Olís-deildar karla og komust aftur á beinu brautina eftir hlé en þeir töpuðu síðasta leiknum fyrir hlé. 28. janúar 2020 22:15
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KA 34-22 | Akureyringar niðurlægðir Áhorfenda var hent úr húsi er ÍR rúllaði yfir KA. 28. janúar 2020 22:45
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 25-26 | Valsmenn unnu níunda leikinn í röð eftir dramatík Valsmenn unnu átta síðustu deildarleiki sína fyrir áramót og héldu uppteknum hætti í dag. 28. janúar 2020 22:00