Kristinn: Mér fannst hann að sjálfsögðu vera inni Einar Kárason skrifar 28. janúar 2020 22:09 Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari ÍBV, ásamt Erlingi Richardssyni, meðþjálfara sínum. vísir/ „Þetta féll með þeim í lokin og því fór sem fór,” sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, eftir eins marks tap gegn Val á heimavelli er Olís-deild karla fór aftur af stað eftir hlé. „Þetta er leikur sem klárast á smáatriðum.” Eyjamenn leiddu með fjórum mörkum þegar gengið var til búningsherbergja en mættu ekki tilbúnir til leiks í síðari hálfleik þar sem gestirnir tóku völd. „Þetta er leikur sem er mjög sveiflukenndur. Við erum að ná þarna tvisvar fjögurra marka forustu. Þeir (Valsmenn) eru að ná henni. Þá ná svo að vera aðeins á undan í seinni hálfleik og við alltaf að jafna.” „Við töluðum um að halda áfram í hálfleik. Við ætluðum klárlega að reyna að sækja á aðra hluti sem við töldum vera möguleikar en við vorum bara ekki nógu sterkir sóknarlega fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik. Vorum of staðir og kannski ekki alveg klárir. Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða, hvað var það í sóknarleik okkar í upphafi seinni hálfleiks sem var ekki nógu gott og laga það. Það er klárlega kafli í leiknum sem var ekki nógu góður.” ÍBV voru nálægt því að jafna á lokasekúndu leiksins en dómarar leiksins töldu tímann vera liðinn þegar boltinn fór yfir línuna. „Mér fannst hann að sjálfsögðu vera inni. Ég er náttúrulega alveg hlutlaus í því efni,” sagði Kristinn kíminn. „Vonandi hafa þeir haft rétt fyrir sér. Það var örugglega hrikalegt að þurfa að þetta. Var hann inni, var hann ekki inni? Hann þarf að taka ákvörðun og hann tekur þessa ákvörðun að sinni bestu vitund.” Þrátt fyrir tap fannst Kristni spilamennska liðsins ekki vera alls galin. „Við megum ekki grafa okkur niður við eins marks tap á móti liði sem er búið að vera besta liðið í deildinni upp á síðkastið. Það er ekki þar með sagt að maður sé ekki drullusvekktur við að hafa tapað. Við verðum bara að nýta þá daga sem við eigum fram á laugardag en við eigum hörkuleik á móti Selfoss og það verður örugglega eitthvað annað eins bíó.” „Þetta snýst um að vera klókur og stundum höfum við verið það. Við vorum það á móti FH í síðasta leik og núna vorum við undir og við verðum bara að halda áfram. Við verðum að skapa okkar lukku sjálfir,” sagði Kristinn að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 25-26 | Valsmenn unnu níunda leikinn í röð eftir dramatík Valsmenn unnu átta síðustu deildarleiki sína fyrir áramót og héldu uppteknum hætti í dag. 28. janúar 2020 22:00 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira
„Þetta féll með þeim í lokin og því fór sem fór,” sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, eftir eins marks tap gegn Val á heimavelli er Olís-deild karla fór aftur af stað eftir hlé. „Þetta er leikur sem klárast á smáatriðum.” Eyjamenn leiddu með fjórum mörkum þegar gengið var til búningsherbergja en mættu ekki tilbúnir til leiks í síðari hálfleik þar sem gestirnir tóku völd. „Þetta er leikur sem er mjög sveiflukenndur. Við erum að ná þarna tvisvar fjögurra marka forustu. Þeir (Valsmenn) eru að ná henni. Þá ná svo að vera aðeins á undan í seinni hálfleik og við alltaf að jafna.” „Við töluðum um að halda áfram í hálfleik. Við ætluðum klárlega að reyna að sækja á aðra hluti sem við töldum vera möguleikar en við vorum bara ekki nógu sterkir sóknarlega fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik. Vorum of staðir og kannski ekki alveg klárir. Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða, hvað var það í sóknarleik okkar í upphafi seinni hálfleiks sem var ekki nógu gott og laga það. Það er klárlega kafli í leiknum sem var ekki nógu góður.” ÍBV voru nálægt því að jafna á lokasekúndu leiksins en dómarar leiksins töldu tímann vera liðinn þegar boltinn fór yfir línuna. „Mér fannst hann að sjálfsögðu vera inni. Ég er náttúrulega alveg hlutlaus í því efni,” sagði Kristinn kíminn. „Vonandi hafa þeir haft rétt fyrir sér. Það var örugglega hrikalegt að þurfa að þetta. Var hann inni, var hann ekki inni? Hann þarf að taka ákvörðun og hann tekur þessa ákvörðun að sinni bestu vitund.” Þrátt fyrir tap fannst Kristni spilamennska liðsins ekki vera alls galin. „Við megum ekki grafa okkur niður við eins marks tap á móti liði sem er búið að vera besta liðið í deildinni upp á síðkastið. Það er ekki þar með sagt að maður sé ekki drullusvekktur við að hafa tapað. Við verðum bara að nýta þá daga sem við eigum fram á laugardag en við eigum hörkuleik á móti Selfoss og það verður örugglega eitthvað annað eins bíó.” „Þetta snýst um að vera klókur og stundum höfum við verið það. Við vorum það á móti FH í síðasta leik og núna vorum við undir og við verðum bara að halda áfram. Við verðum að skapa okkar lukku sjálfir,” sagði Kristinn að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 25-26 | Valsmenn unnu níunda leikinn í röð eftir dramatík Valsmenn unnu átta síðustu deildarleiki sína fyrir áramót og héldu uppteknum hætti í dag. 28. janúar 2020 22:00 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 25-26 | Valsmenn unnu níunda leikinn í röð eftir dramatík Valsmenn unnu átta síðustu deildarleiki sína fyrir áramót og héldu uppteknum hætti í dag. 28. janúar 2020 22:00