Super Bowl leikur NFL-deildarinnar fer fram í Miami á Flórída á sunnudaginn og í gær flugu bæði liðin, sem keppa til úrslita, til Miami.
Það er hins vegar óhætt að segja að leikmenn Kansas City Chiefs hafi vakið mun meiri athygli við lendingu í Miami heldur en mótherjar þeirra í San Francisco 49ers.
Það eru fimmtíu ár síðan að Kansas City Chiefs var síðast í Super Bowl þetta verður 54. leikur um Ofurskálina.
Andy Reid, þjálfari Kansas City Chiefs er þekktur fyrir Havaí skyrtur sína en skildi þær eftir heima að þessu sinni og mætti jakkaklæddur til Miami.
Chiefs landed in Miami dressed like Andy Reid in Hawaiian shirts pic.twitter.com/aYhF3gDNOm
— Yahoo Sports (@YahooSports) January 26, 2020
Leikmenn Kansas City Chiefs ákváðu aftur á móti að heiðra þjálfara sinn með því að mæta allir í eins Havaí skyrtum.
Andy Reid er á sínu 21. tímabili sem þjálfari í NFL-deildinni en þrátt fyrir mikla velgengni þá á hann eftir að vinna sjálfan NFL-titilinn.
Hann komst einu sinni áður með lið í Super Bowl en Philadelphia Eagles tapaði þá árið 1999 á móti New England Patriots.
Reid hefur þjálfað lið Kansas City Chiefs frá árinu 2013 og hefur nú komið liðinu í leik ársins í fyrsta sinn síðan í janúar 1970.
Super Bowl leikur Kansas City Chiefs og San Francisco 49ers verður í beinni á Stöð 2 Sport á sunnudagskvöldið.
When your players love their coach so much that they dress like him to go the Super Bowl. #BeGreatpic.twitter.com/ifGUDzK0rB
— Rick Burkholder (@proatc) January 26, 2020
Off to Miami in style #SBLIV | #ChiefsKingdompic.twitter.com/6mXZ4rmAat
— Kansas City Chiefs (@Chiefs) January 26, 2020