Jákvæð umsögn um vottunarferli MAX-vélanna hefur ekki áhrif á Icelandair Birgir Olgeirsson skrifar 25. janúar 2020 22:00 Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair. Vísir/Baldur Ánægja bandarískra flugmálayfirvalda með góðan gang í vottunarferli Max-vélanna hefur engin áhrif á áætlanir Icelandair. Forstjórinn býst við þotunum í lok september en fáist grænt ljós fyrr verða þær teknar í notkun. Bandarísk flugmálayfirvöld greindu frá því í gær að flugfélög gætu mögulega tekið Boeing 737 Max-þotur sínar aftur í notkun fyrr en Boeing hafi áætlað. Fregnirnar koma einungis þremur dögum eftir að Boeing varaði flugfélög við því að þau ættu ekki að reikna með því að geta tekið þoturnar aftur inn í flugflota sinn fyrir mitt ár 2020. „Það sem kom fram frá flugmálayfirvöldum í Bandaríkjunum er í rauninni það að ferlið hefur gengið ágætlega síðustu daga og vikur. Tímalínan sem Boeing gaf út í vikunni er versta sviðsmyndin, þannig að hugsanlega gerist þetta fyrr. Ef það gerist fyrr þá munum við taka vélarnar í notkun við það tímamark. Þetta er ekki að breyta okkar tímaplönum í dag,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Forstjóri bandarísku flugmálastofnunarinnar sagði frá því gær að stofnunin hafi ekki sett sér nein tímamörk varðandi vottunarferli Max-vélanna. Stofnunin væri þó ánægð með góðan gang þeirrar vinnu síðustu vikur. Greint var frá því síðasta miðvikudag að forsvarsmenn Icelandair geri ekki ráð fyrir því að geta notað Boeing 737 Max-vélar félagsins næsta sumar í ljósi áðurnefndra fregna frá Boeing. Þarf félagið því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum lengur í rekstri en áætlað var. Meðal aldur þeirra er 24 ár. Bogi segir þær hins vegar traustar og góðar. „Við erum með 757 vélarnar og 767 vélarnar sem eru frábærar vélar og hafa reynst félaginu mjög vel. Viðhald véla er með þeim hætti að mjög reglulega er skipt um mjög mikið af búnaði í vélunum. Þannig að það er mjög margt í þessum vélum sem er tiltölulega nýtt. Vélarnar eru algjörlega í stakk búnar til að fljúga í sumar og miklu lengur ef þörf krefur. Þetta eru frábærar vélar.“ Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Ánægja bandarískra flugmálayfirvalda með góðan gang í vottunarferli Max-vélanna hefur engin áhrif á áætlanir Icelandair. Forstjórinn býst við þotunum í lok september en fáist grænt ljós fyrr verða þær teknar í notkun. Bandarísk flugmálayfirvöld greindu frá því í gær að flugfélög gætu mögulega tekið Boeing 737 Max-þotur sínar aftur í notkun fyrr en Boeing hafi áætlað. Fregnirnar koma einungis þremur dögum eftir að Boeing varaði flugfélög við því að þau ættu ekki að reikna með því að geta tekið þoturnar aftur inn í flugflota sinn fyrir mitt ár 2020. „Það sem kom fram frá flugmálayfirvöldum í Bandaríkjunum er í rauninni það að ferlið hefur gengið ágætlega síðustu daga og vikur. Tímalínan sem Boeing gaf út í vikunni er versta sviðsmyndin, þannig að hugsanlega gerist þetta fyrr. Ef það gerist fyrr þá munum við taka vélarnar í notkun við það tímamark. Þetta er ekki að breyta okkar tímaplönum í dag,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Forstjóri bandarísku flugmálastofnunarinnar sagði frá því gær að stofnunin hafi ekki sett sér nein tímamörk varðandi vottunarferli Max-vélanna. Stofnunin væri þó ánægð með góðan gang þeirrar vinnu síðustu vikur. Greint var frá því síðasta miðvikudag að forsvarsmenn Icelandair geri ekki ráð fyrir því að geta notað Boeing 737 Max-vélar félagsins næsta sumar í ljósi áðurnefndra fregna frá Boeing. Þarf félagið því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum lengur í rekstri en áætlað var. Meðal aldur þeirra er 24 ár. Bogi segir þær hins vegar traustar og góðar. „Við erum með 757 vélarnar og 767 vélarnar sem eru frábærar vélar og hafa reynst félaginu mjög vel. Viðhald véla er með þeim hætti að mjög reglulega er skipt um mjög mikið af búnaði í vélunum. Þannig að það er mjög margt í þessum vélum sem er tiltölulega nýtt. Vélarnar eru algjörlega í stakk búnar til að fljúga í sumar og miklu lengur ef þörf krefur. Þetta eru frábærar vélar.“
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent