Anníe Mist: Ég er með stór markmið og stór plön Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2020 11:30 Anníe Mist Þórisdóttir er mikilvægur talsmaður CrossFit íþróttarinnar á Íslandi og vinnur markvisst að því að gera hana enn stærri hér á landi. Vísir/Sigurjón Anníe Mist Þórisdóttir var mætt á blaðamannafund í tengslum við Reykjavíkurleikanna til að kynna Íslandsmótið í CrossFit sem er nú í fyrsta sinn haldið í tengslum við Reykjavíkurleikanna. Þetta er risaskref fyrir CrossFit íþróttina á Íslandi og enn eitt dæmið um það hversu mikið hún er að vaxa og dafna hér á landi. „Þetta er í fyrsta skiptið sem við erum að keppa í öllum aldursflokkum á Íslandi. Við erum með tvo unglingaflokka og svo erum við með Mastersflokka og svo opinn flokk. Það eru síðan jafnmargar konur og karla að keppa,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir í samtali við Arnar Björnsson. „Það er mikil stemmning fyrir þessu móti því erum með svo ofboðslega fjölbreyttan og stóran hóp sem er að keppa. Ég held að þetta verði virkilega flott og skemmtilegt mót,“ sagði Anníe Mist en hvernig sér hún CrossFit íþróttina á Reykjavíkurleikunum í framtíðinni. „Ég er með stór markmið og stór plön. Ég er mjög spennt fyrir framtíðinni. Þetta er í fyrsta skiptið núna en við erum að gera þetta stórt og erum að gera þetta vel.,“ sagði Anníe Mist „Í fyrra vorum við með fyrsta alþjóðlega stórmótið á Íslandi, Reykjavík CrossFit Championship, og markmiðið mitt er að gera þetta mót svolítið eins og það mót. Jafnvel bara að setja þau saman og gera þetta að alþjóðlegri stórveislu á Íslandi,“ sagði Anníe Mist. „CrossFit er mjög vinsælt á Íslandi og við erum með svakalega marga góða og sterka keppendur sem eru góðar fyrirmyndir. Það eru því mjög margir útlendingar sem vilja koma hingað, vera á Íslandi, keppa á Íslandi og sjá af hverju við erum svona góð í þessu. Markmið mitt er að gera CrossFit móti Reykjavíkurleikanna að aðalmótinu til að koma á,“ sagði Anníe Mist metnaðarfull. Hún sjálf keppir ekki á Íslandsmótinu í ár. „Ég er því miður ekki að keppa núna. Mig langaði að keppa en get það því miður ekki. Markmiðið mitt er að keppa á næsta ári og það er alveg hundrað prósent,“ sagði Anníe Mist „Ég er ekki alveg búin að ákveða hvað næsta mót mitt verður. Ég er búin að vinna mér inn sæti á heimsmeistaramótinu sem er í ágúst. Ég vil velja kraftmikil mót þar sem ég fæ góða samkeppni og get prófað mig svolítið til að undirbúa mig fyrir heimsmeistaramótið. Ég keppi því á tveimur til þremur mótum en það verður ekki fyrr en í apríl, maí sem ég keppi næst,“ sagði Anníe Mist og hún er ekkert að fara að hætta í þessu. „Ég er allavega enn þá mjög góð. Ég er búin að keppa tíu sinnum á heimsmeistaramótinu og mér líður eins og ég sé enn þá að bæta mig. Ég get enn þá gert betur og mér líður eins og ég get enn þá orðið betri. Ég elska að gera það sem ég er að gera, elska að keppa í þessu og elska að æfa fyrir þetta. Ég ætla því að leyfa mér að gera þetta svo lengi sem mig langar til þess,“ sagði Anníe Mist að lokum en það smá sjá allt viðtali hér fyrir neðan. Klippa: Anníe Mist: Erum með ofboðslega fjölbreyttan og stóran hóp sem er að keppa CrossFit Tengdar fréttir Anníe Mist fagnar heilum áratug á heimsleikunum í CrossFit með tíu myndum Anníe Mist Þórisdóttir hefur haldið sér í hópi bestu CrossFit kvenna heims í heilan áratug og fagnar því með skemmtilegri færslu á Instagram. 8. janúar 2020 09:00 Anníe Mist er stolt af því að íslenska CrossFit æfingin „Dóttir“ sé orðin heimsflakkari Þeir sem fylgdust vel með CrossFit mótinu í Dúbaí um helgina könnuðust örugglega við nafnið á níunda hluta keppninnar því hann bar nafnið "Dóttir“ og kepptu bæði karla og konur í henni. 17. desember 2019 08:30 Anníe Mist og Katrín Tanja að vinna saman að leyniverkefni Íslensku CrossFit drottningarnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir gera meira en að æfa saman þessa dagana. 20. janúar 2020 10:30 Anníe Mist elskar jafnréttið í CrossFit heiminum Liv Cooke heimsótti Ísland á dögunum á vegum UEFA PlayAnywhere verkefnisins og fékk íslensku CrossFit stjörnuna Anníe Mist Þórisdóttur í viðtal. 12. desember 2019 09:30 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir var mætt á blaðamannafund í tengslum við Reykjavíkurleikanna til að kynna Íslandsmótið í CrossFit sem er nú í fyrsta sinn haldið í tengslum við Reykjavíkurleikanna. Þetta er risaskref fyrir CrossFit íþróttina á Íslandi og enn eitt dæmið um það hversu mikið hún er að vaxa og dafna hér á landi. „Þetta er í fyrsta skiptið sem við erum að keppa í öllum aldursflokkum á Íslandi. Við erum með tvo unglingaflokka og svo erum við með Mastersflokka og svo opinn flokk. Það eru síðan jafnmargar konur og karla að keppa,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir í samtali við Arnar Björnsson. „Það er mikil stemmning fyrir þessu móti því erum með svo ofboðslega fjölbreyttan og stóran hóp sem er að keppa. Ég held að þetta verði virkilega flott og skemmtilegt mót,“ sagði Anníe Mist en hvernig sér hún CrossFit íþróttina á Reykjavíkurleikunum í framtíðinni. „Ég er með stór markmið og stór plön. Ég er mjög spennt fyrir framtíðinni. Þetta er í fyrsta skiptið núna en við erum að gera þetta stórt og erum að gera þetta vel.,“ sagði Anníe Mist „Í fyrra vorum við með fyrsta alþjóðlega stórmótið á Íslandi, Reykjavík CrossFit Championship, og markmiðið mitt er að gera þetta mót svolítið eins og það mót. Jafnvel bara að setja þau saman og gera þetta að alþjóðlegri stórveislu á Íslandi,“ sagði Anníe Mist. „CrossFit er mjög vinsælt á Íslandi og við erum með svakalega marga góða og sterka keppendur sem eru góðar fyrirmyndir. Það eru því mjög margir útlendingar sem vilja koma hingað, vera á Íslandi, keppa á Íslandi og sjá af hverju við erum svona góð í þessu. Markmið mitt er að gera CrossFit móti Reykjavíkurleikanna að aðalmótinu til að koma á,“ sagði Anníe Mist metnaðarfull. Hún sjálf keppir ekki á Íslandsmótinu í ár. „Ég er því miður ekki að keppa núna. Mig langaði að keppa en get það því miður ekki. Markmiðið mitt er að keppa á næsta ári og það er alveg hundrað prósent,“ sagði Anníe Mist „Ég er ekki alveg búin að ákveða hvað næsta mót mitt verður. Ég er búin að vinna mér inn sæti á heimsmeistaramótinu sem er í ágúst. Ég vil velja kraftmikil mót þar sem ég fæ góða samkeppni og get prófað mig svolítið til að undirbúa mig fyrir heimsmeistaramótið. Ég keppi því á tveimur til þremur mótum en það verður ekki fyrr en í apríl, maí sem ég keppi næst,“ sagði Anníe Mist og hún er ekkert að fara að hætta í þessu. „Ég er allavega enn þá mjög góð. Ég er búin að keppa tíu sinnum á heimsmeistaramótinu og mér líður eins og ég sé enn þá að bæta mig. Ég get enn þá gert betur og mér líður eins og ég get enn þá orðið betri. Ég elska að gera það sem ég er að gera, elska að keppa í þessu og elska að æfa fyrir þetta. Ég ætla því að leyfa mér að gera þetta svo lengi sem mig langar til þess,“ sagði Anníe Mist að lokum en það smá sjá allt viðtali hér fyrir neðan. Klippa: Anníe Mist: Erum með ofboðslega fjölbreyttan og stóran hóp sem er að keppa
CrossFit Tengdar fréttir Anníe Mist fagnar heilum áratug á heimsleikunum í CrossFit með tíu myndum Anníe Mist Þórisdóttir hefur haldið sér í hópi bestu CrossFit kvenna heims í heilan áratug og fagnar því með skemmtilegri færslu á Instagram. 8. janúar 2020 09:00 Anníe Mist er stolt af því að íslenska CrossFit æfingin „Dóttir“ sé orðin heimsflakkari Þeir sem fylgdust vel með CrossFit mótinu í Dúbaí um helgina könnuðust örugglega við nafnið á níunda hluta keppninnar því hann bar nafnið "Dóttir“ og kepptu bæði karla og konur í henni. 17. desember 2019 08:30 Anníe Mist og Katrín Tanja að vinna saman að leyniverkefni Íslensku CrossFit drottningarnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir gera meira en að æfa saman þessa dagana. 20. janúar 2020 10:30 Anníe Mist elskar jafnréttið í CrossFit heiminum Liv Cooke heimsótti Ísland á dögunum á vegum UEFA PlayAnywhere verkefnisins og fékk íslensku CrossFit stjörnuna Anníe Mist Þórisdóttur í viðtal. 12. desember 2019 09:30 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjá meira
Anníe Mist fagnar heilum áratug á heimsleikunum í CrossFit með tíu myndum Anníe Mist Þórisdóttir hefur haldið sér í hópi bestu CrossFit kvenna heims í heilan áratug og fagnar því með skemmtilegri færslu á Instagram. 8. janúar 2020 09:00
Anníe Mist er stolt af því að íslenska CrossFit æfingin „Dóttir“ sé orðin heimsflakkari Þeir sem fylgdust vel með CrossFit mótinu í Dúbaí um helgina könnuðust örugglega við nafnið á níunda hluta keppninnar því hann bar nafnið "Dóttir“ og kepptu bæði karla og konur í henni. 17. desember 2019 08:30
Anníe Mist og Katrín Tanja að vinna saman að leyniverkefni Íslensku CrossFit drottningarnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir gera meira en að æfa saman þessa dagana. 20. janúar 2020 10:30
Anníe Mist elskar jafnréttið í CrossFit heiminum Liv Cooke heimsótti Ísland á dögunum á vegum UEFA PlayAnywhere verkefnisins og fékk íslensku CrossFit stjörnuna Anníe Mist Þórisdóttur í viðtal. 12. desember 2019 09:30