Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu skoðar eftirför á Sandgerðisvegi Birgir Olgeirsson skrifar 24. janúar 2020 09:00 Slysið varð á Sandgerðisvegi síðdegis laugardaginn 18. janúar síðastliðinn. Lögreglan hafði veitt ökumanni á stolinni bifreið eftirför í Reykjanesbæ. grafík/hafsteinn Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu hefur tekið eftirför lögreglunnar á Sandgerðisvegi til skoðunar. Kona liggur þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að ökumaðurinn sem lögreglan veitti eftirför, lenti í hörðum árekstri við bíl sem konan var farþegi í. Slysið varð á Sandgerðisvegi síðdegis laugardaginn 18. janúar síðastliðinn. Lögreglan hafði veitt ökumanni á stolinni bifreið eftirför í Reykjanesbæ. Var ökumaðurinn á miklum hraða þegar hann reyndi að komast undan lögreglunni. Ökumaðurinn fór í gegnum hringtorgið nærri Keflavíkurflugvelli og inn á Sandgerðisveg. Þegar hann hafði ekið rúman hálfan kílómetra á Sandgerðisvegi, við slæm akstursskilyrði, fór hann yfir á rangan vegarhelming. Við það rakst hann á bifreið sem tveir voru í, ökumaður og farþegi. Farþeginn er kona og liggur nú þungt haldin á sjúkrahúsi. Lögreglan á Suðurnesjum sendi frá sér tilkynningu vegna málsins. Þar kom fram að ökumaðurinn væri grunaður um ofsaakstur undir áhrifum fíkniefna. Sagði lögreglan að maðurinn sætti síbrotagæslu. Í tilkynningunni frá lögreglunni var fullyrt að lögreglumennirnir hefðu dregið verulega úr hraða lögreglubifreiðarinnar áður en slysið varð. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, staðfestir að málinu hefur verið vísað til nefndar um eftirlit með störfum lögreglu. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið við fréttastofu því það sé á viðkvæmu stigi. Samkvæmt lögreglulögum ber eftirlitsnefndinni að taka til athugunar mál þegar manneskja lætur lífið eða verður fyrir stórfelldu líkamstjóni í tengslum við störf lögreglu, óháð því hvort grunur sé um refsivert brot. Yrði það þá hlutverk nefndarinnar að fara yfir aðgerðir lögreglu til að meta hvort eftirförin hafi stofnað lífi annarra í hættu. Lögreglan Reykjanesbær Suðurnesjabær Ofsaakstur á Sandgerðisvegi Tengdar fréttir Þrír fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Sandgerðisvegi Sandgerðisvegi hefur verið lokað vegna umferðaróhapps. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar verður vegurinn lokaður um tíma vegna óhappsins. 18. janúar 2020 15:47 Segja lögreglumennina hafa „dregið verulega úr hraða“ áður en áreksturinn varð Ökumaður bíls sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi á laugardag ók stolinni bifreið. Þá ók hann einnig sviptur ökuréttindum, undir áhrifum fíkniefna og of hratt. 20. janúar 2020 11:17 Lögregla veitti bílnum sem lenti í hörðum árekstri eftirför Lögregla veitti öðrum bílnum sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi í gær eftirför. 19. janúar 2020 18:03 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu hefur tekið eftirför lögreglunnar á Sandgerðisvegi til skoðunar. Kona liggur þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að ökumaðurinn sem lögreglan veitti eftirför, lenti í hörðum árekstri við bíl sem konan var farþegi í. Slysið varð á Sandgerðisvegi síðdegis laugardaginn 18. janúar síðastliðinn. Lögreglan hafði veitt ökumanni á stolinni bifreið eftirför í Reykjanesbæ. Var ökumaðurinn á miklum hraða þegar hann reyndi að komast undan lögreglunni. Ökumaðurinn fór í gegnum hringtorgið nærri Keflavíkurflugvelli og inn á Sandgerðisveg. Þegar hann hafði ekið rúman hálfan kílómetra á Sandgerðisvegi, við slæm akstursskilyrði, fór hann yfir á rangan vegarhelming. Við það rakst hann á bifreið sem tveir voru í, ökumaður og farþegi. Farþeginn er kona og liggur nú þungt haldin á sjúkrahúsi. Lögreglan á Suðurnesjum sendi frá sér tilkynningu vegna málsins. Þar kom fram að ökumaðurinn væri grunaður um ofsaakstur undir áhrifum fíkniefna. Sagði lögreglan að maðurinn sætti síbrotagæslu. Í tilkynningunni frá lögreglunni var fullyrt að lögreglumennirnir hefðu dregið verulega úr hraða lögreglubifreiðarinnar áður en slysið varð. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, staðfestir að málinu hefur verið vísað til nefndar um eftirlit með störfum lögreglu. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið við fréttastofu því það sé á viðkvæmu stigi. Samkvæmt lögreglulögum ber eftirlitsnefndinni að taka til athugunar mál þegar manneskja lætur lífið eða verður fyrir stórfelldu líkamstjóni í tengslum við störf lögreglu, óháð því hvort grunur sé um refsivert brot. Yrði það þá hlutverk nefndarinnar að fara yfir aðgerðir lögreglu til að meta hvort eftirförin hafi stofnað lífi annarra í hættu.
Lögreglan Reykjanesbær Suðurnesjabær Ofsaakstur á Sandgerðisvegi Tengdar fréttir Þrír fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Sandgerðisvegi Sandgerðisvegi hefur verið lokað vegna umferðaróhapps. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar verður vegurinn lokaður um tíma vegna óhappsins. 18. janúar 2020 15:47 Segja lögreglumennina hafa „dregið verulega úr hraða“ áður en áreksturinn varð Ökumaður bíls sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi á laugardag ók stolinni bifreið. Þá ók hann einnig sviptur ökuréttindum, undir áhrifum fíkniefna og of hratt. 20. janúar 2020 11:17 Lögregla veitti bílnum sem lenti í hörðum árekstri eftirför Lögregla veitti öðrum bílnum sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi í gær eftirför. 19. janúar 2020 18:03 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Þrír fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Sandgerðisvegi Sandgerðisvegi hefur verið lokað vegna umferðaróhapps. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar verður vegurinn lokaður um tíma vegna óhappsins. 18. janúar 2020 15:47
Segja lögreglumennina hafa „dregið verulega úr hraða“ áður en áreksturinn varð Ökumaður bíls sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi á laugardag ók stolinni bifreið. Þá ók hann einnig sviptur ökuréttindum, undir áhrifum fíkniefna og of hratt. 20. janúar 2020 11:17
Lögregla veitti bílnum sem lenti í hörðum árekstri eftirför Lögregla veitti öðrum bílnum sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi í gær eftirför. 19. janúar 2020 18:03