Báru kennsl á höfuðkúpu sem fannst við Ölfusá fyrir 25 árum Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2020 15:17 Höfuðkúpan fannst í umdæmi lögreglu á Suðurlandi, nánar tiltekið á sandeyrum Ölfusáróss, norðan Nauteyrartanga, þann 3. október 1994. Vísir/vilhelm Lögreglan á Suðurlandi bar nú í janúar kennsl á höfuðkúpu sem fannst haustið 1994 við Ölfusá. Um er að ræða höfuðkúpu manns sem talinn er hafa fallið í Sogið á aðfangadag 1987, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. Höfuðkúpan fannst á sandeyrum Ölfusáróss, norðan Nauteyrartanga, þann 3. október 1994. Á kúpuna vantaði neðri kjálkann og einungis ein tönn var í efri góm. Farið var með hana til rannsóknar hjá Kennslanefnd ríkislögreglustjóra og gerðar skoðanir og mælingar eins og fremst var unnt með tækni þess tíma. Ekki tókst þó að bera kennsl á höfuðkúpuna og hún sett í geymslu. DV fjallar um leitina yfir jólin 1987.Skjáskot/Tímarit.is Ákveðið var að reyna aftur í lok mars á síðasta ári og tekið sýni úr kúpunni til aldursgreiningar. Niðurstaða þeirrar rannsóknar barst í haust og í ljós kom að beinin voru að öllum líkindum frá árunum um og eftir 1970. DNA-sýni úr kúpunni var því næst sent rannsóknarstofu í Svíþjóð til greiningar. Niðurstaða úr þeirri greiningu barst svo nú í janúar og þá kom í ljós að um var að ræða höfuðkúpu Jóns Ólafssonar sem fæddur var 8. júlí 1940 og er talinn hafa fallið í Sogið á aðfangadag 1987. Umfangsmikil leit hófst á jóladag 1987 Í tilkynningu lögreglu segir að börnum Jóns hafi verið tilkynnt um niðurstöðuna. Þau munu fá þessar jarðnesku leifar föður síns á allra næstu dögum. Í fréttum um leitina að Jóni á sínum tíma kemur fram að hún hafi hafist á jóladag árið 1987 og verið umfangsmikil. Hann var úr Þorlákshöfn og hafði sagst ætla til Reykjavíkur á aðfangadag en skilaði sér ekki þangað. Bíll hans fannst síðar við brúna yfir Sogið. Lögreglan á Suðurlandi hefur undanfarin ár tekið DNA-sýni úr aðstandendum þeirra sem taldir eru hafa horfið í umdæminu á liðnum árum og hafa ekki fundist. Þeirri vinnu verður haldið áfram á þessu ári en lögreglumönnum sem sinnt hafa umræddum störfum hefur verið afar vel tekið af aðstandendum, að því er segir í tilkynningu. Sýnin sem tekin hafa verið eru varðveitt í gagnabanka þar sem unnt verður að bera þau saman við erfðaefni þeirra sem finnast. Árborg Lögreglumál Ölfus Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi bar nú í janúar kennsl á höfuðkúpu sem fannst haustið 1994 við Ölfusá. Um er að ræða höfuðkúpu manns sem talinn er hafa fallið í Sogið á aðfangadag 1987, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. Höfuðkúpan fannst á sandeyrum Ölfusáróss, norðan Nauteyrartanga, þann 3. október 1994. Á kúpuna vantaði neðri kjálkann og einungis ein tönn var í efri góm. Farið var með hana til rannsóknar hjá Kennslanefnd ríkislögreglustjóra og gerðar skoðanir og mælingar eins og fremst var unnt með tækni þess tíma. Ekki tókst þó að bera kennsl á höfuðkúpuna og hún sett í geymslu. DV fjallar um leitina yfir jólin 1987.Skjáskot/Tímarit.is Ákveðið var að reyna aftur í lok mars á síðasta ári og tekið sýni úr kúpunni til aldursgreiningar. Niðurstaða þeirrar rannsóknar barst í haust og í ljós kom að beinin voru að öllum líkindum frá árunum um og eftir 1970. DNA-sýni úr kúpunni var því næst sent rannsóknarstofu í Svíþjóð til greiningar. Niðurstaða úr þeirri greiningu barst svo nú í janúar og þá kom í ljós að um var að ræða höfuðkúpu Jóns Ólafssonar sem fæddur var 8. júlí 1940 og er talinn hafa fallið í Sogið á aðfangadag 1987. Umfangsmikil leit hófst á jóladag 1987 Í tilkynningu lögreglu segir að börnum Jóns hafi verið tilkynnt um niðurstöðuna. Þau munu fá þessar jarðnesku leifar föður síns á allra næstu dögum. Í fréttum um leitina að Jóni á sínum tíma kemur fram að hún hafi hafist á jóladag árið 1987 og verið umfangsmikil. Hann var úr Þorlákshöfn og hafði sagst ætla til Reykjavíkur á aðfangadag en skilaði sér ekki þangað. Bíll hans fannst síðar við brúna yfir Sogið. Lögreglan á Suðurlandi hefur undanfarin ár tekið DNA-sýni úr aðstandendum þeirra sem taldir eru hafa horfið í umdæminu á liðnum árum og hafa ekki fundist. Þeirri vinnu verður haldið áfram á þessu ári en lögreglumönnum sem sinnt hafa umræddum störfum hefur verið afar vel tekið af aðstandendum, að því er segir í tilkynningu. Sýnin sem tekin hafa verið eru varðveitt í gagnabanka þar sem unnt verður að bera þau saman við erfðaefni þeirra sem finnast.
Árborg Lögreglumál Ölfus Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira