Samfylkingin vill koma á fót íþróttamannalaunasjóði Jakob Bjarnar skrifar 23. janúar 2020 13:13 Helga Vala, Guðmundur Andri og Logi Einarsson eru meðal annarra flutningsmenn tillögu til þingsályktunar um launasjóð íslensks afreksíþróttafólks. visir/vilhelm Samfylkingin vill koma á fót launasjóði fyrir afreksíþróttafólk, hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar þess efnis. Þar er lagt til að Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra í samráði við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra smíði frumvarp með þetta fyrir augum. „Tilgangur sjóðins verði að auka fjárhagslegt öryggi afreksíþróttafólks og auka möguleika þess á að helga sig íþróttaiðkun sinni,“ segir í tillögunni. Í meðfylgjandi greinargerð kemur að með þessu sé afreksíþróttafólki í landinu skapaður fjárhagslegur grundvöllur til iðkunar á íþrótt sinni. Samfylkingin vill horfa til bæði launasjóðs stórmeistara í skák sem og launasjóða listamanna sem fyrirmynda; þar sem starfslaun eru greidd umsækjendum að ákveðnum skilyrðum uppfylltum með mánaðarlegum greiðslum. Flutningsmenn tillögunnar telja að tímabært sé að stjórnvöld styðji betur við íslenskt íþróttafólk: fyrirmyndir æsku landsins. Fram kemur að íþróttafólk hafi kvartað vegna stöðu sinnar og kjörum og að erfitt sé að keppa á heimsmælikvarða án launa og réttinda. Í greinargerðinni er vitnað til yfirlýsingar afreksfólks varðandi kjör sín í desember 2019. Þar segir: „Eftir íþróttaferilinn stendur margt íslenskt afreksíþróttafólk uppi með skuldir á bakinu og réttindalaust. Afreksíþróttafólk hefur ekki lífeyrisréttindi, stéttarfélagsaðild, atvinnuleysisbætur, aðgengi að sjúkra- og starfsmenntasjóði, né réttindi til fæðingarorlofs svo eitthvað sé nefnt.“ Alþingi Íþróttir Samfylkingin Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Samfylkingin vill koma á fót launasjóði fyrir afreksíþróttafólk, hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar þess efnis. Þar er lagt til að Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra í samráði við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra smíði frumvarp með þetta fyrir augum. „Tilgangur sjóðins verði að auka fjárhagslegt öryggi afreksíþróttafólks og auka möguleika þess á að helga sig íþróttaiðkun sinni,“ segir í tillögunni. Í meðfylgjandi greinargerð kemur að með þessu sé afreksíþróttafólki í landinu skapaður fjárhagslegur grundvöllur til iðkunar á íþrótt sinni. Samfylkingin vill horfa til bæði launasjóðs stórmeistara í skák sem og launasjóða listamanna sem fyrirmynda; þar sem starfslaun eru greidd umsækjendum að ákveðnum skilyrðum uppfylltum með mánaðarlegum greiðslum. Flutningsmenn tillögunnar telja að tímabært sé að stjórnvöld styðji betur við íslenskt íþróttafólk: fyrirmyndir æsku landsins. Fram kemur að íþróttafólk hafi kvartað vegna stöðu sinnar og kjörum og að erfitt sé að keppa á heimsmælikvarða án launa og réttinda. Í greinargerðinni er vitnað til yfirlýsingar afreksfólks varðandi kjör sín í desember 2019. Þar segir: „Eftir íþróttaferilinn stendur margt íslenskt afreksíþróttafólk uppi með skuldir á bakinu og réttindalaust. Afreksíþróttafólk hefur ekki lífeyrisréttindi, stéttarfélagsaðild, atvinnuleysisbætur, aðgengi að sjúkra- og starfsmenntasjóði, né réttindi til fæðingarorlofs svo eitthvað sé nefnt.“
Alþingi Íþróttir Samfylkingin Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira