Kristján útilokar ekki að taka við íslenska landsliðinu í framtíðinni Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar 22. janúar 2020 13:00 Kristján Andrésson. Kristján Andrésson mun stýra sænska landsliðinu í síðasta skipti í kvöld og það er vel við hæfi að kveðjuleikur hans með landsliðinu sé gegn Íslandi. Þetta hefur ekki verið auðvelt mót því liðið hefur ekki staðið undir væntingum og svo hjálpaði ekki agabrot leikmanna sem laumuðust út á lífið. „Við höfum klúðrað of mikið og vorum lakari aðilinn í þeim leikjum sem við töpuðum. Það er lítið við því að segja. Við erum svekktir að hafa ekki gert betur á heimavelli,“ sagði Kristján í Malmö Arena í gær. Þessi geðþekki drengur verður hálfmeyr er talið berst að því að hann spili síðasta leikinn gegn Íslandi. „Það er hörkuskemmtilegt og einhver skrifaði þetta handrit vel. Ég hefði reyndar frekar viljað spila gegn Íslandi í Stokkhólmi um næstu helgi,“ segir Kristján sposkur á svip en hann mun ekki gefa löndum sínum neinn afslátt í kvöld. „Ísland þarf þess ekkert enda með hörkugott lið. Við erum á heimavelli og við viljum sýna okkar áhorfendum að við erum betri en við höfum sýnt í þessu móti til þessa.“ Kristján hefur þjálfað sænska liðið frá 2016 og náði undraverðum árangri með liðið strax í upphafi þegar ekki var búist við neinu af liðinu. Í fyrra tók hann svo við þýska stórliðinu Rhein-Neckar Löwen og hættir með sænska liðið til að einbeita sér að Löwen. „Þetta hefur legið fyrir í nokkurn tíma. Það verður góð tilfinning í janúar á næsta ári að vera heima þegar elsti sonur minn á afmæli. Það verður líka gott að fá smá pásu enda er þetta búin að vera hörkumikil vinna. Það er leiðinlegt að enda svona en ferillinn með landsliðinu hefur annars verið frábær og skilaði mér þessu starfi í Þýskalandi meðal annars,“ segir Kristján en hann útilokar ekki að taka við íslenska landsliðinu síðar meir. „Auðvitað hefði ég áhuga á því. Mér finnst frábært að vera landsliðsþjálfari og vinna með svona góðum leikmönnum. Við sjáum hvað setur í framtíðinni en það eru margir góðir þjálfarar heima á Íslandi og Gummi er að vinna frábært starf með þessa ungu leikmenn núna. Ég er með nokkurra ára samning við Löwen. Við sjáum hvað gerist í framtíðinni en ég ætla ekki að útiloka neitt.“ Klippa: Kristján kveður gegn Íslandi EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Eftirminnilegustu leikirnir við Svía á stórmótum: Grýlan með faxið, langri bið lýkur í London og draumabyrjun á EM Vísir rifjar upp eftirminnilegustu leiki Íslands og Svíþjóðar á stórmótum í handbolta. 22. janúar 2020 08:00 Haukur: Auðvitað vill maður spila Haukur Þrastarson segir að íslenska landsliðið vilji klára EM með sæmd með sigri á Svíþjóð í kvöld. 22. janúar 2020 11:30 Viktor Gísli yngstur til að vera valinn maður leiksins á EM Viktor Gísli Hallgrímsson, annar af markvörðum íslenska landsliðsins í handbolta, hefur svo sannarlega blómstrað á Evrópumótinu sem nú fer fram í Svíþjóð. 22. janúar 2020 07:00 Guðmundur: Ekki tími fyrir neitt volæði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var hundfúll með byrjun íslenska landsliðsins í leiknum í gær en segir að liðið þurfi að safna kröftum fyrir verkefni dagsins. 22. janúar 2020 09:30 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Kristján Andrésson mun stýra sænska landsliðinu í síðasta skipti í kvöld og það er vel við hæfi að kveðjuleikur hans með landsliðinu sé gegn Íslandi. Þetta hefur ekki verið auðvelt mót því liðið hefur ekki staðið undir væntingum og svo hjálpaði ekki agabrot leikmanna sem laumuðust út á lífið. „Við höfum klúðrað of mikið og vorum lakari aðilinn í þeim leikjum sem við töpuðum. Það er lítið við því að segja. Við erum svekktir að hafa ekki gert betur á heimavelli,“ sagði Kristján í Malmö Arena í gær. Þessi geðþekki drengur verður hálfmeyr er talið berst að því að hann spili síðasta leikinn gegn Íslandi. „Það er hörkuskemmtilegt og einhver skrifaði þetta handrit vel. Ég hefði reyndar frekar viljað spila gegn Íslandi í Stokkhólmi um næstu helgi,“ segir Kristján sposkur á svip en hann mun ekki gefa löndum sínum neinn afslátt í kvöld. „Ísland þarf þess ekkert enda með hörkugott lið. Við erum á heimavelli og við viljum sýna okkar áhorfendum að við erum betri en við höfum sýnt í þessu móti til þessa.“ Kristján hefur þjálfað sænska liðið frá 2016 og náði undraverðum árangri með liðið strax í upphafi þegar ekki var búist við neinu af liðinu. Í fyrra tók hann svo við þýska stórliðinu Rhein-Neckar Löwen og hættir með sænska liðið til að einbeita sér að Löwen. „Þetta hefur legið fyrir í nokkurn tíma. Það verður góð tilfinning í janúar á næsta ári að vera heima þegar elsti sonur minn á afmæli. Það verður líka gott að fá smá pásu enda er þetta búin að vera hörkumikil vinna. Það er leiðinlegt að enda svona en ferillinn með landsliðinu hefur annars verið frábær og skilaði mér þessu starfi í Þýskalandi meðal annars,“ segir Kristján en hann útilokar ekki að taka við íslenska landsliðinu síðar meir. „Auðvitað hefði ég áhuga á því. Mér finnst frábært að vera landsliðsþjálfari og vinna með svona góðum leikmönnum. Við sjáum hvað setur í framtíðinni en það eru margir góðir þjálfarar heima á Íslandi og Gummi er að vinna frábært starf með þessa ungu leikmenn núna. Ég er með nokkurra ára samning við Löwen. Við sjáum hvað gerist í framtíðinni en ég ætla ekki að útiloka neitt.“ Klippa: Kristján kveður gegn Íslandi
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Eftirminnilegustu leikirnir við Svía á stórmótum: Grýlan með faxið, langri bið lýkur í London og draumabyrjun á EM Vísir rifjar upp eftirminnilegustu leiki Íslands og Svíþjóðar á stórmótum í handbolta. 22. janúar 2020 08:00 Haukur: Auðvitað vill maður spila Haukur Þrastarson segir að íslenska landsliðið vilji klára EM með sæmd með sigri á Svíþjóð í kvöld. 22. janúar 2020 11:30 Viktor Gísli yngstur til að vera valinn maður leiksins á EM Viktor Gísli Hallgrímsson, annar af markvörðum íslenska landsliðsins í handbolta, hefur svo sannarlega blómstrað á Evrópumótinu sem nú fer fram í Svíþjóð. 22. janúar 2020 07:00 Guðmundur: Ekki tími fyrir neitt volæði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var hundfúll með byrjun íslenska landsliðsins í leiknum í gær en segir að liðið þurfi að safna kröftum fyrir verkefni dagsins. 22. janúar 2020 09:30 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Eftirminnilegustu leikirnir við Svía á stórmótum: Grýlan með faxið, langri bið lýkur í London og draumabyrjun á EM Vísir rifjar upp eftirminnilegustu leiki Íslands og Svíþjóðar á stórmótum í handbolta. 22. janúar 2020 08:00
Haukur: Auðvitað vill maður spila Haukur Þrastarson segir að íslenska landsliðið vilji klára EM með sæmd með sigri á Svíþjóð í kvöld. 22. janúar 2020 11:30
Viktor Gísli yngstur til að vera valinn maður leiksins á EM Viktor Gísli Hallgrímsson, annar af markvörðum íslenska landsliðsins í handbolta, hefur svo sannarlega blómstrað á Evrópumótinu sem nú fer fram í Svíþjóð. 22. janúar 2020 07:00
Guðmundur: Ekki tími fyrir neitt volæði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var hundfúll með byrjun íslenska landsliðsins í leiknum í gær en segir að liðið þurfi að safna kröftum fyrir verkefni dagsins. 22. janúar 2020 09:30
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni