Engilbert játaði og þarf að greiða 58 milljóna sekt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. janúar 2020 09:30 Engilbert hefur lengi verið nokkuð stórtækur á fasteignamarkaði Vísir/Vilhelm Engilbert Runólfsson, verktaki á Akranesi, sem ákærður var fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti í sumar, játaði brot sín fyrir Héraðsdómi Vesturlands. Var hann dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi auk þess sem hann þarf að greiða 58 milljóna sekt innan fjögurra vikna, ella sæta fangelsi í eitt ár.Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í vetur að Héraðssaksóknari hafði ákært Engilbert fyrir fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum, bókhaldslögum og fyrir peningaþvætti. Var hann sakaður um að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti á sex mánaða tímabili á árunum 2017 og 2018. Samtals námu skattsvik Engilberts um 23 milljónum króna.Í dómi Héraðsdóms Vesturlands sem féll í síðustu viku kemur fram að Engilbert hafi skýlaust játað að hafa framið þau brot sem honum voru gefin að sök.Við ákvörðun refsingar var það metið honum til málsbóta að hafa játað brot sín en Engilbert var dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi. Fellur refsingin niður haldi hann almennt skilorð í þrjú ár.Þá þarf hann að greiða ríkissjóði 58 milljónir króna í sekt innan fjögurra vikna, ella sæta fangelsi í eitt ár. Upphæðin miðað við þrefalda fjárhæð vanskila hans vegna ársins 2017 að frádregnu álagi, en tvöfalda fjárhæð vanskila vegna ársins 2018. Stórtækur á fasteignamarkaði Engilbert hefur lengi verið nokkuð stórtækur á fasteignamarkaði. Hann var forstjóri verktakafyrirtækisins Innova ehf. sem var umsvifamikið fyrir hrun en var úrskurðað gjaldþrota árið 2010. Lítið fékkst greitt upp í kröfur sem námu um 1,2 milljörðum króna.Nú síðast hefur hann verið í forsvari fyrir félagið Uppbyggingu ehf. sem hyggur á stórar framkvæmdir á Akranesi. Samkvæmt síðasta ársreikningi félagsins frá árinu 2017 er það í helmingseigu Engilberts og eiginkonu hans.Að sögn lögmanns Engilberts hefur eignarhaldinu hins vegar verið breytt og er félagið nú alfarið sagt í eigu eiginkonu hans.Félagið hefur verið að byggja íbúðarhús og hyggur á framkvæmdir við 55 herbergja hótel við Kirkjubraut á Akranesi. Deiliskipulag fyrir lóðina hefur verið samþykkt og er hún tilbúin til framkvæmda. Þá stendur einnnig til að reisa verslunarkjarna við Smiðjuvelli. Ekkert bólar á boðaðri umfjöllun Athygli vakti í nóvember þegar Engilbert boðaði umfjöllun um öll sín helstu viðskipti í gegnum tíðina.„Þar sem fjölmiðlar virðast vera algjörlega óhæfir til að fjalla um mín mál á réttan hátt og segja hlutina eins og þeir voru, sem þeir reyndar hafa sjaldnast áhuga á, þá ætla ég á næstu vikum að setja inn á síðuna áhrifavaldur.is eða á Fb mitt umfjöllun um öll mín stærstu viðskipti í gengum tíðina, hverjir voru aðilar mála, hvar þeir eru í dag, hverjir högnuðust fáránlega og aðrir minna og hvernig hlutina bar að!,“ skrifaði Engilbert á Facebook.Ekkert hefur þó bólað á þessari boðuðu umfjöllun Engilberts. Akranes Dómsmál Tengdar fréttir Verktaki ákærður fyrir stórfelld skattsvik Engilbert Runólfsson sem hefur verið umsvifamikill verktaki á Akranesi hefur verið ákærður fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti. Félag sem hann hefur verið í forsvari fyrir hyggur meðal annars á milljarða framkvæmdir við hótel og verslunarkjarna á Akranesi. 23. október 2019 19:00 1,2 milljarða gjaldþrot verktakafélagsins Innova Nær ekkert fékkst upp í lýstar kröfur. 23. október 2015 10:20 Ósáttur Engilbert segist ætla að segja frá öllum sínum viðskiptum Engilbert Runólfsson sem um árabil hefur verið stórtækur á fasteignamarkaði hér á landi boðar umfjöllun um öll sín helstu viðskipti í gegnum tíðina. 21. nóvember 2019 14:16 Mest lesið Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Sjá meira
Engilbert Runólfsson, verktaki á Akranesi, sem ákærður var fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti í sumar, játaði brot sín fyrir Héraðsdómi Vesturlands. Var hann dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi auk þess sem hann þarf að greiða 58 milljóna sekt innan fjögurra vikna, ella sæta fangelsi í eitt ár.Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í vetur að Héraðssaksóknari hafði ákært Engilbert fyrir fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum, bókhaldslögum og fyrir peningaþvætti. Var hann sakaður um að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti á sex mánaða tímabili á árunum 2017 og 2018. Samtals námu skattsvik Engilberts um 23 milljónum króna.Í dómi Héraðsdóms Vesturlands sem féll í síðustu viku kemur fram að Engilbert hafi skýlaust játað að hafa framið þau brot sem honum voru gefin að sök.Við ákvörðun refsingar var það metið honum til málsbóta að hafa játað brot sín en Engilbert var dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi. Fellur refsingin niður haldi hann almennt skilorð í þrjú ár.Þá þarf hann að greiða ríkissjóði 58 milljónir króna í sekt innan fjögurra vikna, ella sæta fangelsi í eitt ár. Upphæðin miðað við þrefalda fjárhæð vanskila hans vegna ársins 2017 að frádregnu álagi, en tvöfalda fjárhæð vanskila vegna ársins 2018. Stórtækur á fasteignamarkaði Engilbert hefur lengi verið nokkuð stórtækur á fasteignamarkaði. Hann var forstjóri verktakafyrirtækisins Innova ehf. sem var umsvifamikið fyrir hrun en var úrskurðað gjaldþrota árið 2010. Lítið fékkst greitt upp í kröfur sem námu um 1,2 milljörðum króna.Nú síðast hefur hann verið í forsvari fyrir félagið Uppbyggingu ehf. sem hyggur á stórar framkvæmdir á Akranesi. Samkvæmt síðasta ársreikningi félagsins frá árinu 2017 er það í helmingseigu Engilberts og eiginkonu hans.Að sögn lögmanns Engilberts hefur eignarhaldinu hins vegar verið breytt og er félagið nú alfarið sagt í eigu eiginkonu hans.Félagið hefur verið að byggja íbúðarhús og hyggur á framkvæmdir við 55 herbergja hótel við Kirkjubraut á Akranesi. Deiliskipulag fyrir lóðina hefur verið samþykkt og er hún tilbúin til framkvæmda. Þá stendur einnnig til að reisa verslunarkjarna við Smiðjuvelli. Ekkert bólar á boðaðri umfjöllun Athygli vakti í nóvember þegar Engilbert boðaði umfjöllun um öll sín helstu viðskipti í gegnum tíðina.„Þar sem fjölmiðlar virðast vera algjörlega óhæfir til að fjalla um mín mál á réttan hátt og segja hlutina eins og þeir voru, sem þeir reyndar hafa sjaldnast áhuga á, þá ætla ég á næstu vikum að setja inn á síðuna áhrifavaldur.is eða á Fb mitt umfjöllun um öll mín stærstu viðskipti í gengum tíðina, hverjir voru aðilar mála, hvar þeir eru í dag, hverjir högnuðust fáránlega og aðrir minna og hvernig hlutina bar að!,“ skrifaði Engilbert á Facebook.Ekkert hefur þó bólað á þessari boðuðu umfjöllun Engilberts.
Akranes Dómsmál Tengdar fréttir Verktaki ákærður fyrir stórfelld skattsvik Engilbert Runólfsson sem hefur verið umsvifamikill verktaki á Akranesi hefur verið ákærður fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti. Félag sem hann hefur verið í forsvari fyrir hyggur meðal annars á milljarða framkvæmdir við hótel og verslunarkjarna á Akranesi. 23. október 2019 19:00 1,2 milljarða gjaldþrot verktakafélagsins Innova Nær ekkert fékkst upp í lýstar kröfur. 23. október 2015 10:20 Ósáttur Engilbert segist ætla að segja frá öllum sínum viðskiptum Engilbert Runólfsson sem um árabil hefur verið stórtækur á fasteignamarkaði hér á landi boðar umfjöllun um öll sín helstu viðskipti í gegnum tíðina. 21. nóvember 2019 14:16 Mest lesið Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Sjá meira
Verktaki ákærður fyrir stórfelld skattsvik Engilbert Runólfsson sem hefur verið umsvifamikill verktaki á Akranesi hefur verið ákærður fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti. Félag sem hann hefur verið í forsvari fyrir hyggur meðal annars á milljarða framkvæmdir við hótel og verslunarkjarna á Akranesi. 23. október 2019 19:00
1,2 milljarða gjaldþrot verktakafélagsins Innova Nær ekkert fékkst upp í lýstar kröfur. 23. október 2015 10:20
Ósáttur Engilbert segist ætla að segja frá öllum sínum viðskiptum Engilbert Runólfsson sem um árabil hefur verið stórtækur á fasteignamarkaði hér á landi boðar umfjöllun um öll sín helstu viðskipti í gegnum tíðina. 21. nóvember 2019 14:16
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent