Tónn ríkisstjórnarinnar falskur þótt fagurgalinn heyrist á milli Andri Eysteinsson skrifar 20. janúar 2020 20:16 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Vilhelm „Sjálf hef ég lengi hlustað eftir þessum nýja tón sem slá átti með myndun þessarar ríkisstjórnar. Tón sátta, ábyrgðar og heiðarleika, sem tekur gagnrýni fagnandi og vinnur stöðugt að eflingu trausts með gegnsæjum og vönduðum vinnubrögðum. En þess í stað heyri ég sama gamla tóninn og hljómað hefur í íslenskum stjórnmálum um áraraðir,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata um fyrirheit ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Alþingi í dag. Þórhildur rifjaði upp inngangsorð stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og sagði hún tóninn sem hún heyri falskan. „Sá tónn er falskur herra forseti þótt fagurgalinn heyrist inn á milli. Sá tónn felst í því að viðurkenna aldrei mistök. Að axla aldrei ábyrgð á gjörðum sínum. Hann felst í því að endurskrifa söguna eftir eigin hentisemi, sama í hversu hróplegu ósamræmi sú saga er við sannleikann.“ Gagnrýndi Þórhildur þá að ríkisstjórnin segi verra að benda á vandamálin en að skapa þau og beindi orðum sínum helst að Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegsráðherra. „Það er vont að tala um neyðarástand í heilbrigðisþjónustunni segir heilbrigðisráðherra. Það er ósanngjarnt að tala um vanhæfi sjávarútvegsráðherra, segir forsætisráðherra. Það er bara pólitík að tala um vanhæfi sjávarútvegsráðherra, segir sjávarútvegsráðherra,“ sagði Þórhildur. Þá rifjaði Þórhildur einnig upp skýrslu um eflingu trausts á stjórnmálum og sagði að takist stjórnvöldum ekki að gefa almenningi til kynna að stjórnkerfið sé í höndum hæfs fólks geti traust ekki skapast. Spurði Þórhildur því næst hvernig það geti verið að fjármálaráðherra geti notið trausts eftir Panamaskjölin og spurði hvernig Sigríður Andersen hafi geta notið trausts sem dómsmálaráðherra. „Ég get ekki séð að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hafi unnið af heilum hug við að efla traust almennings á stjórnmálum. En ég hlusta enn, forseti, með opin eyru og opin augu með von í hjarta um að brátt heyri ég nýjan tón hljóma í þessum sal,“ voru lokaorð Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur á Alþingi í dag. Alþingi Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Hársbreidd frá hitameti í borginni Innlent Fleiri fréttir Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Sjá meira
„Sjálf hef ég lengi hlustað eftir þessum nýja tón sem slá átti með myndun þessarar ríkisstjórnar. Tón sátta, ábyrgðar og heiðarleika, sem tekur gagnrýni fagnandi og vinnur stöðugt að eflingu trausts með gegnsæjum og vönduðum vinnubrögðum. En þess í stað heyri ég sama gamla tóninn og hljómað hefur í íslenskum stjórnmálum um áraraðir,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata um fyrirheit ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni á Alþingi í dag. Þórhildur rifjaði upp inngangsorð stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og sagði hún tóninn sem hún heyri falskan. „Sá tónn er falskur herra forseti þótt fagurgalinn heyrist inn á milli. Sá tónn felst í því að viðurkenna aldrei mistök. Að axla aldrei ábyrgð á gjörðum sínum. Hann felst í því að endurskrifa söguna eftir eigin hentisemi, sama í hversu hróplegu ósamræmi sú saga er við sannleikann.“ Gagnrýndi Þórhildur þá að ríkisstjórnin segi verra að benda á vandamálin en að skapa þau og beindi orðum sínum helst að Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegsráðherra. „Það er vont að tala um neyðarástand í heilbrigðisþjónustunni segir heilbrigðisráðherra. Það er ósanngjarnt að tala um vanhæfi sjávarútvegsráðherra, segir forsætisráðherra. Það er bara pólitík að tala um vanhæfi sjávarútvegsráðherra, segir sjávarútvegsráðherra,“ sagði Þórhildur. Þá rifjaði Þórhildur einnig upp skýrslu um eflingu trausts á stjórnmálum og sagði að takist stjórnvöldum ekki að gefa almenningi til kynna að stjórnkerfið sé í höndum hæfs fólks geti traust ekki skapast. Spurði Þórhildur því næst hvernig það geti verið að fjármálaráðherra geti notið trausts eftir Panamaskjölin og spurði hvernig Sigríður Andersen hafi geta notið trausts sem dómsmálaráðherra. „Ég get ekki séð að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hafi unnið af heilum hug við að efla traust almennings á stjórnmálum. En ég hlusta enn, forseti, með opin eyru og opin augu með von í hjarta um að brátt heyri ég nýjan tón hljóma í þessum sal,“ voru lokaorð Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur á Alþingi í dag.
Alþingi Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Hársbreidd frá hitameti í borginni Innlent Fleiri fréttir Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Sjá meira