Segja lögreglumennina hafa „dregið verulega úr hraða“ áður en áreksturinn varð Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. janúar 2020 11:17 Ökumaðurinn sætir nú síbrotagæslu, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu á Suðurnesjum. Vísir/vilhelm Ökumaður bíls sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi á laugardag ók stolinni bifreið. Þá ók hann einnig sviptur ökuréttindum, undir áhrifum fíkniefna og of hratt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurnesjum en fram kom í gær að lögregla veitti bílnum eftirför þegar áreksturinn varð. Í tilkynningu segir einnig að ökumaðurinn sæti nú síbrotagæslu. Þá hafi lögreglumennirnir sem eftirförina veittu „dregið verulega úr hraða“ lögreglubifreiðarinnar áður en slysið varð. Þrír voru í bílunum tveimur sem lentu í árekstrinum og voru þeir allir fluttir á bráðamóttökuna í Fossvogi. Einn var í bílnum sem veitt var eftirför af lögreglu en tveir í hinum bílnum. Samkvæmt heimildum Vísis slasaðist annar þeirra sem var í hinum bílnum alvarlega í árekstrinum. Loka þurfti Sandgerðisvegi í nokkurra klukkutíma vegna slyssins en vitni sem Vísir hefur rætt við segja að hálka hafi verið á veginum og að ökumaður bílsins sem veitt var eftirför af lögreglu hafi ekið á miklum hraða. Tilkynning lögreglu á Suðurnesjum í heild: Vegna umferðarslyss sem varð á Sandgerðisvegi þann 18. janúar síðastliðinn þykir lögreglustjóranum á Suðurnesjum rétt að eftirfarandi komi fram: Ökumaðurinn sem veitt var eftirför ók stolinni bifreið. Hann var jafnframt grunaður um fíkniefnaakstur og leiddu sýnatökur í ljós að sú var raunin. Þá ók hann sviptur ökuréttindum og gerðist einnig sekur um hraðakstur. Hann sætir nú síbrotagæslu. Lögreglumennirnir sem eftirförina veittu höfðu dregið verulega úr hraða lögreglubifreiðarinnar áður en slysið varð. Lögreglumál Samgönguslys Suðurnesjabær Ofsaakstur á Sandgerðisvegi Tengdar fréttir Hátt á annan tug alvarlegra umferðarslysa það sem af er ári Á annan tug alvarlegra umferðarslysa hafa orðið frá upphafi árs 2020. Aðeins nítján dagar eru liðnir af árinu. Alvarleg umferðarslys hafa komið upp og mörg þeirra hafa verið fjölmenn. Eitt banaslys hefur orðið það sem af er ári. 19. janúar 2020 11:38 Þrír fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Sandgerðisvegi Sandgerðisvegi hefur verið lokað vegna umferðaróhapps. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar verður vegurinn lokaður um tíma vegna óhappsins. 18. janúar 2020 15:47 Lögregla veitti bílnum sem lenti í hörðum árekstri eftirför Lögregla veitti öðrum bílnum sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi í gær eftirför. 19. janúar 2020 18:03 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Ökumaður bíls sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi á laugardag ók stolinni bifreið. Þá ók hann einnig sviptur ökuréttindum, undir áhrifum fíkniefna og of hratt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurnesjum en fram kom í gær að lögregla veitti bílnum eftirför þegar áreksturinn varð. Í tilkynningu segir einnig að ökumaðurinn sæti nú síbrotagæslu. Þá hafi lögreglumennirnir sem eftirförina veittu „dregið verulega úr hraða“ lögreglubifreiðarinnar áður en slysið varð. Þrír voru í bílunum tveimur sem lentu í árekstrinum og voru þeir allir fluttir á bráðamóttökuna í Fossvogi. Einn var í bílnum sem veitt var eftirför af lögreglu en tveir í hinum bílnum. Samkvæmt heimildum Vísis slasaðist annar þeirra sem var í hinum bílnum alvarlega í árekstrinum. Loka þurfti Sandgerðisvegi í nokkurra klukkutíma vegna slyssins en vitni sem Vísir hefur rætt við segja að hálka hafi verið á veginum og að ökumaður bílsins sem veitt var eftirför af lögreglu hafi ekið á miklum hraða. Tilkynning lögreglu á Suðurnesjum í heild: Vegna umferðarslyss sem varð á Sandgerðisvegi þann 18. janúar síðastliðinn þykir lögreglustjóranum á Suðurnesjum rétt að eftirfarandi komi fram: Ökumaðurinn sem veitt var eftirför ók stolinni bifreið. Hann var jafnframt grunaður um fíkniefnaakstur og leiddu sýnatökur í ljós að sú var raunin. Þá ók hann sviptur ökuréttindum og gerðist einnig sekur um hraðakstur. Hann sætir nú síbrotagæslu. Lögreglumennirnir sem eftirförina veittu höfðu dregið verulega úr hraða lögreglubifreiðarinnar áður en slysið varð.
Lögreglumál Samgönguslys Suðurnesjabær Ofsaakstur á Sandgerðisvegi Tengdar fréttir Hátt á annan tug alvarlegra umferðarslysa það sem af er ári Á annan tug alvarlegra umferðarslysa hafa orðið frá upphafi árs 2020. Aðeins nítján dagar eru liðnir af árinu. Alvarleg umferðarslys hafa komið upp og mörg þeirra hafa verið fjölmenn. Eitt banaslys hefur orðið það sem af er ári. 19. janúar 2020 11:38 Þrír fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Sandgerðisvegi Sandgerðisvegi hefur verið lokað vegna umferðaróhapps. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar verður vegurinn lokaður um tíma vegna óhappsins. 18. janúar 2020 15:47 Lögregla veitti bílnum sem lenti í hörðum árekstri eftirför Lögregla veitti öðrum bílnum sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi í gær eftirför. 19. janúar 2020 18:03 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Hátt á annan tug alvarlegra umferðarslysa það sem af er ári Á annan tug alvarlegra umferðarslysa hafa orðið frá upphafi árs 2020. Aðeins nítján dagar eru liðnir af árinu. Alvarleg umferðarslys hafa komið upp og mörg þeirra hafa verið fjölmenn. Eitt banaslys hefur orðið það sem af er ári. 19. janúar 2020 11:38
Þrír fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Sandgerðisvegi Sandgerðisvegi hefur verið lokað vegna umferðaróhapps. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar verður vegurinn lokaður um tíma vegna óhappsins. 18. janúar 2020 15:47
Lögregla veitti bílnum sem lenti í hörðum árekstri eftirför Lögregla veitti öðrum bílnum sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi í gær eftirför. 19. janúar 2020 18:03