Fjarðabyggð – Öflugt fjölskyldusamfélag Karl Óttar Pétursson skrifar 31. janúar 2020 09:00 Fjarðabyggð er það sveitarfélag sem austast liggur á landinu og það fjölmennasta á Austurlandi, með rúmlega 5.000 íbúa. Sveitarfélagið er víðfeðmt og byggðakjarnar sveitarfélagsins eru sjö talsins og jafnan kenndir við firðina eða víkurnar sem þeir standa við. Syðst er Breiðdalsvík, þá Stöðvarfjörður, Fáskrúðsfjörður, Reyðarfjörður, Eskifjörður, Norðfjörður og nyrst er síðan Brekkuþorp í Mjóafirði. Allir hafa byggðakjarnarnir sín sérkenni, stórbrotna náttúru og tignarleg fjöll. En í Fjarðabyggð eru stórbrotin náttúra og tignarleg fjöll aðeins brot af því besta. Fjarðabyggð ætlar sér að vera í fremstu röð sem góður staður fyrir fjölskyldur og þess vegna hefur verið lagður ríkur metnaður í stuðningi við þær. Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur undirstrikað þessar áherslur með ákvörðunum sínum að undanförnu sem byggja undir öflugt og gott samfélag þar sem málefni fjölskyldna eru í forgrunni. Þannig hefur fjármunum verið forgangsraðað í þágu fjölskyldna og rík áhersla lögð á stefnumótun í málaflokkum sem snúa að þeim. Öflugt og metnaðarfullt skólastarf Öflugir grunnskólar, leikskólar og tónlistarskólar eru starfræktir í byggðarkjörnum Fjarðabyggðar og er sveitarfélagið afar stolt af því góða starfi sem þar er unnið. Í ný samþykktri fræðslu- og frístundastefnu Fjarðabyggðar felast metnaðarfull markmið sem snerta málefni fjölskyldunnar á víðtækum grunni. Meginmarkmið stefnunnar er að íbúar, ungir sem aldnir, þroski hæfileika sína sér og öðrum til góðs í samfélagi sem einkennist af virðingu fyrir mannlífi og náttúru. Stefnunni fylgja áherslur til næstu þriggja ára en í þeim felast tækifæri til að bæta umhverfi og aðstæður samfélagsins sem við búum í. Skólastarf í Fjarðabyggð hefur blómstrað undanfarinn ár, og er það ekki síst að þakka því öfluga starfsfólki sem þar vinnur. Í skólastofnunum Fjarðabyggðar starfar afar góður hópur starfsfólks sem veitir nemendum sínum, og íbúum sveitarfélagsins, framúrskarandi þjónustu. Þá hefur einnig mikill metnaður verið lagður í uppbyggingu skólamannvirkja og endurbætur þeirra undanfarin ár. Nú síðast hefur verið unnið að stækkun Leikskólans Lyngholts á Reyðarfirði auk þess sem umtalsverðar umbætur hafa verið gerðar á húsnæði Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla á Breiðdalsvík. Framundan er svo hönnun stækkunar við leikskólann Dalborg á Eskifirði og gert er ráð fyrir að framkvæmdir við hana hefjist á árinu 2021. Gjaldskrár sem standast allan samanburð Áhersla hefur verið lögð á það að gjöld sem leggjast á fjölskyldufólk sé haldið eins lágum og unnt er. Þannig standast gjaldskrár grunn- og leikskóla allan samanburð á landsvísu. Samkvæmt athugun Verðlagseftirlits ASÍ í janúar 2020 er verð fyrir skólamáltíðir lægst í Fjarðabyggð og einnig eru heildargjöld fyrir skóladagvist og skólamáltíðir lægst í Fjarðabyggð þegar horft er á 15 af stærstu sveitarfélögum landsins. Þá sýnir athugunin líka að gjöld fyrir leikskólavist eru með þeim lægstu í Fjarðabyggð í þessum sama hóp. Af þessum frábæra árangri erum við að sjálfsögðu afar stolt og að sjálfsögðu verður haldið áfram á sömu braut. Frá og með 1. ágúst 2020 mun verð skólamáltíða lækka enn frekar og þannig verða stigin enn frekari skref í átt að gjaldfrjálsum skólamáltíðum í Fjarðabyggð. Með þessu vill sveitarfélagið leggja sitt af mörkum til að létta undir með barnafjölskyldum, auka jafnræði og tryggja að mismunun eigi sér ekki stað á grundvelli efnahags. Fjarðabyggð er góður staður fyrir fjölskyldur Að fá að ala upp börn í Fjarðabyggð er að mínu mati forréttindi. Samfélögin í byggðarlögum Fjarðabyggðar eru fyrir það fyrsta afar samheldin, og nálægðin við náttúruna gefur okkur sem hér búum ómetanleg tækifæri í leik og starfi. Einnig eru afþreyingar- og tómstundamöguleikar fyrir börn fjölbreyttir og flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Þá skiptir ekki síður máli hið öfluga og metnaðarfulla skólastarf sem hér er rekið á öllum skólastigum, gott utanumhald um fjölskyldur og sú áhersla sem lögð hefur verið á málefni þeirra. Fjarðabyggð mun kappkosta að vera áfram í fremstu röð íslenskra sveitarfélaga þegar kemur að málefnum fjölskyldna, og gera þannig Fjarðabyggð að góðum stað fyrir fjölskyldur að búa á. Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Fjarðabyggð er það sveitarfélag sem austast liggur á landinu og það fjölmennasta á Austurlandi, með rúmlega 5.000 íbúa. Sveitarfélagið er víðfeðmt og byggðakjarnar sveitarfélagsins eru sjö talsins og jafnan kenndir við firðina eða víkurnar sem þeir standa við. Syðst er Breiðdalsvík, þá Stöðvarfjörður, Fáskrúðsfjörður, Reyðarfjörður, Eskifjörður, Norðfjörður og nyrst er síðan Brekkuþorp í Mjóafirði. Allir hafa byggðakjarnarnir sín sérkenni, stórbrotna náttúru og tignarleg fjöll. En í Fjarðabyggð eru stórbrotin náttúra og tignarleg fjöll aðeins brot af því besta. Fjarðabyggð ætlar sér að vera í fremstu röð sem góður staður fyrir fjölskyldur og þess vegna hefur verið lagður ríkur metnaður í stuðningi við þær. Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur undirstrikað þessar áherslur með ákvörðunum sínum að undanförnu sem byggja undir öflugt og gott samfélag þar sem málefni fjölskyldna eru í forgrunni. Þannig hefur fjármunum verið forgangsraðað í þágu fjölskyldna og rík áhersla lögð á stefnumótun í málaflokkum sem snúa að þeim. Öflugt og metnaðarfullt skólastarf Öflugir grunnskólar, leikskólar og tónlistarskólar eru starfræktir í byggðarkjörnum Fjarðabyggðar og er sveitarfélagið afar stolt af því góða starfi sem þar er unnið. Í ný samþykktri fræðslu- og frístundastefnu Fjarðabyggðar felast metnaðarfull markmið sem snerta málefni fjölskyldunnar á víðtækum grunni. Meginmarkmið stefnunnar er að íbúar, ungir sem aldnir, þroski hæfileika sína sér og öðrum til góðs í samfélagi sem einkennist af virðingu fyrir mannlífi og náttúru. Stefnunni fylgja áherslur til næstu þriggja ára en í þeim felast tækifæri til að bæta umhverfi og aðstæður samfélagsins sem við búum í. Skólastarf í Fjarðabyggð hefur blómstrað undanfarinn ár, og er það ekki síst að þakka því öfluga starfsfólki sem þar vinnur. Í skólastofnunum Fjarðabyggðar starfar afar góður hópur starfsfólks sem veitir nemendum sínum, og íbúum sveitarfélagsins, framúrskarandi þjónustu. Þá hefur einnig mikill metnaður verið lagður í uppbyggingu skólamannvirkja og endurbætur þeirra undanfarin ár. Nú síðast hefur verið unnið að stækkun Leikskólans Lyngholts á Reyðarfirði auk þess sem umtalsverðar umbætur hafa verið gerðar á húsnæði Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla á Breiðdalsvík. Framundan er svo hönnun stækkunar við leikskólann Dalborg á Eskifirði og gert er ráð fyrir að framkvæmdir við hana hefjist á árinu 2021. Gjaldskrár sem standast allan samanburð Áhersla hefur verið lögð á það að gjöld sem leggjast á fjölskyldufólk sé haldið eins lágum og unnt er. Þannig standast gjaldskrár grunn- og leikskóla allan samanburð á landsvísu. Samkvæmt athugun Verðlagseftirlits ASÍ í janúar 2020 er verð fyrir skólamáltíðir lægst í Fjarðabyggð og einnig eru heildargjöld fyrir skóladagvist og skólamáltíðir lægst í Fjarðabyggð þegar horft er á 15 af stærstu sveitarfélögum landsins. Þá sýnir athugunin líka að gjöld fyrir leikskólavist eru með þeim lægstu í Fjarðabyggð í þessum sama hóp. Af þessum frábæra árangri erum við að sjálfsögðu afar stolt og að sjálfsögðu verður haldið áfram á sömu braut. Frá og með 1. ágúst 2020 mun verð skólamáltíða lækka enn frekar og þannig verða stigin enn frekari skref í átt að gjaldfrjálsum skólamáltíðum í Fjarðabyggð. Með þessu vill sveitarfélagið leggja sitt af mörkum til að létta undir með barnafjölskyldum, auka jafnræði og tryggja að mismunun eigi sér ekki stað á grundvelli efnahags. Fjarðabyggð er góður staður fyrir fjölskyldur Að fá að ala upp börn í Fjarðabyggð er að mínu mati forréttindi. Samfélögin í byggðarlögum Fjarðabyggðar eru fyrir það fyrsta afar samheldin, og nálægðin við náttúruna gefur okkur sem hér búum ómetanleg tækifæri í leik og starfi. Einnig eru afþreyingar- og tómstundamöguleikar fyrir börn fjölbreyttir og flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Þá skiptir ekki síður máli hið öfluga og metnaðarfulla skólastarf sem hér er rekið á öllum skólastigum, gott utanumhald um fjölskyldur og sú áhersla sem lögð hefur verið á málefni þeirra. Fjarðabyggð mun kappkosta að vera áfram í fremstu röð íslenskra sveitarfélaga þegar kemur að málefnum fjölskyldna, og gera þannig Fjarðabyggð að góðum stað fyrir fjölskyldur að búa á. Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun