Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur ekki misst af mörgum stórmótum síðasta tvo áratugi og nú styttist í það verkefni að tryggja sér sæti á næsta heimsmeistaramóti.
Næstu mótsleikir íslenska landsliðsins í handknattleik karla verða í byrjun júní þegar leiknir verða tveir umspilsleikir um þátttökurétt á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Egyptalandi í janúar á næsta ári. Vegna þess að íslenska landsliðið sleppur við þátttöku á fyrsta stigi undankeppni HM, sem fram fer upp úr miðjum apríl, er ekki ljóst hver verður andstæðingur Íslands í júníleikjunum. Þetta kemur fram á heimasíðu HSÍ.
Eins og áður segir fara leikir á fyrsta stigi undankeppninnar í fram í apríl, um líka leyti og forkeppni Ólympíuleikanna verður háð.
Á fyrsta stigi undankeppni HM taka landslið átta þjóða þátt, þ.e. fjögur neðstu liðin á EM2020, Pólland, Rússland, Bosnía og Lettland auk fjögurra sem unnu hver sinn riðil í undankeppni sem háð var frá október á síðasta ári og fram í byrjun janúar. Um er að ræða landslið Litháen, Rúmeníu, Tyrklands og Ísrael. Í morgun var dregið hvaða lið mætast og var niðurstaðan eftirfarandi:
Tyrkland - Rússland
Rúmenía - Bosnía
Pólland - Litháen
Ísrael - Lettland
Eftir leikina sem fram fara 15. til 19. apríl heima og að heima standa fjögur lið sem bætast í pott með eftirtöldum liðum á frá EM: Slóvenía, Þýskaland, Portúgal, Svíþjóð, Austurríki, Ungverjaland, Hvíta-Rússland, Ísland, Tékkland, Frakkland, Norður-Makedónía, Sviss, Holland, Svartfjallaland, Úkraína og Serbía. Alls landsliðs 16 þjóða auk fjögurra frá undankeppninni í apríl. Þessum 20 liðum verður skipt upp í tvo styrkleikaflokka og dregin saman. Flest bendir til þess að íslenska landsliðið verði áfram í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í vor.
Á HM í Egyptalandi verða þátttökuþjóðir 32, átta fleiri en á undanförnum mótum. Evrópa á sæti fyrir 13 keppnislið auk heimsmeistara Dana.
Þrjú efstu lið EM2020 hafa þegar tryggt sér farseðilinn á HM2021, Evrópumeistarar Spánar, silfurlið Króata og bronslið Norðmanna. Eftir standa 10 sæti sem bitist verður um í fyrri hluta júní.
Vitum að næstu landsleikir verða í júní en vitum ekki hverjum við mætum
