Segir peninga ráða leiknum og hvetur knattspyrnusamböndin til að hugsa um leikmennina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2020 08:00 De Bruyne átti góðan leik í gærkvöld en það dugði ekki til. EPA-EFE/Miguel A. Lopes Kevin De Bruyne skoraði eina mark Manchester City er liðið tapaði 3-1 fyrir Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í gærkvöld. Hann mætti í viðtal að leik loknum þar sem hann var vægast sagt hreinskilinn sem og einlægur. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Andlega þreyttur. Við vorum ekki nægilega góðir í fyrri hálfleik, þetta var of hægt og við fundum engar lausnir. Við spiluðum mjög vel í síðari hálfleik að mínu mati, við komum til baka í 1-1 og sköpuðum fullt af færum. Svo gefum við þeim tvö auðveld mörk og leikurinn er búinn. Þetta er sama sagan og venjulega að mínu mati ef ég á að vera hreinskilinn,“ sagði Belginn aðspurður hvernig honum liði að leik loknum. „Við ætlum okkur alltaf að vinna keppnina en við höfum aldrei unnið hana. Við erum með frábært lið en gerum alltof mörg mistök. Við höfum verið að því allt tímabilið, ég held að við þurfum að horfast í augu við það og skoða hvað við getum gert betur. Þetta lið er ótrúlegt, besta lið sem ég hef spilað í en við gerum of mörg mistök og það er ástæðan fyrir mér [að City datt út],“ sagði De Bruyne um möguleika City á að vinna Meistaradeildina í ár. „Á þessu getustigi þá ertu látinn borga, sama hversu lítil mistökin eru. Ef Raheem Sterling skorar – ég er samt ekki að kenna honum um því hann átti frábæra leiktíð – þá er staðan 2-2 en í staðinn fara þeir í sókn, Ederson missir boltann og þeir skora. Við þurfum að læra af þessu og þroskast því svona töpuðum við úrvalsdeildinni, FA-bikarnum og Meistaradeildinni.“ „Þetta lið verður að setja sér það markmið að vera það besta og við vorum ekki bestir í ár. Ég held að allir þurfi að taka sér smá frí, horfa í spegilinn og koma betri til baka,“ sagði hreinskilinn De Bruyne. Að lokum var belgíski miðjumaðurinn spurður út í áhrif kórónufaraldursins á fótboltann. „Ég tel að kórónufaraldurinn muni hafa gífurleg áhrif á næstu leiktíð því við fáum ekkert frí. Ég held að FIFA, UEFA og FIFA þurfi að hugsa sinn gang því eftir tvo mánuði verðum við í fínum málum. Eftir sex mánuði verðum við leikmennirnir búnir á því andlega og líkamlega en peningar ráða leiknum svo við fylgjum bara straumnum.“ Klippa: Viðtal við De Bruyne Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Sjá meira
Kevin De Bruyne skoraði eina mark Manchester City er liðið tapaði 3-1 fyrir Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í gærkvöld. Hann mætti í viðtal að leik loknum þar sem hann var vægast sagt hreinskilinn sem og einlægur. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Andlega þreyttur. Við vorum ekki nægilega góðir í fyrri hálfleik, þetta var of hægt og við fundum engar lausnir. Við spiluðum mjög vel í síðari hálfleik að mínu mati, við komum til baka í 1-1 og sköpuðum fullt af færum. Svo gefum við þeim tvö auðveld mörk og leikurinn er búinn. Þetta er sama sagan og venjulega að mínu mati ef ég á að vera hreinskilinn,“ sagði Belginn aðspurður hvernig honum liði að leik loknum. „Við ætlum okkur alltaf að vinna keppnina en við höfum aldrei unnið hana. Við erum með frábært lið en gerum alltof mörg mistök. Við höfum verið að því allt tímabilið, ég held að við þurfum að horfast í augu við það og skoða hvað við getum gert betur. Þetta lið er ótrúlegt, besta lið sem ég hef spilað í en við gerum of mörg mistök og það er ástæðan fyrir mér [að City datt út],“ sagði De Bruyne um möguleika City á að vinna Meistaradeildina í ár. „Á þessu getustigi þá ertu látinn borga, sama hversu lítil mistökin eru. Ef Raheem Sterling skorar – ég er samt ekki að kenna honum um því hann átti frábæra leiktíð – þá er staðan 2-2 en í staðinn fara þeir í sókn, Ederson missir boltann og þeir skora. Við þurfum að læra af þessu og þroskast því svona töpuðum við úrvalsdeildinni, FA-bikarnum og Meistaradeildinni.“ „Þetta lið verður að setja sér það markmið að vera það besta og við vorum ekki bestir í ár. Ég held að allir þurfi að taka sér smá frí, horfa í spegilinn og koma betri til baka,“ sagði hreinskilinn De Bruyne. Að lokum var belgíski miðjumaðurinn spurður út í áhrif kórónufaraldursins á fótboltann. „Ég tel að kórónufaraldurinn muni hafa gífurleg áhrif á næstu leiktíð því við fáum ekkert frí. Ég held að FIFA, UEFA og FIFA þurfi að hugsa sinn gang því eftir tvo mánuði verðum við í fínum málum. Eftir sex mánuði verðum við leikmennirnir búnir á því andlega og líkamlega en peningar ráða leiknum svo við fylgjum bara straumnum.“ Klippa: Viðtal við De Bruyne
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti