Búið að reka þjálfara Börsunga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2020 22:34 Setién mun ekki stýra liði Barcelona í fleiri leikjum. EPA-EFE/Rafael Marchante Spænska stórveldið Barcelona hefur rekið Quique Setién, þjálfara sinn, eftir aðeins átta mánuði í starfi. Þetta staðfesti Josep Bartomeu forseti félagsins nú í kvöld. Talið er að Ronald Koeman, fyrrum leikmaður Barcelona og núverandi landsliðsþjálfari Hollands sé líklegastur til að taka við. Quique Setien is OUT as Barcelona coach, according to club president Josep Bartomeu. pic.twitter.com/af0VaVQaPd— FOX Soccer (@FOXSoccer) August 16, 2020 Setien var ráðinn í janúar á þessu ári þegar Ernesto Valverde var látinn fara. Sá hafði skilað liðinu spænska meistaratitlinum tvö ár í röð og var liðið í efsta sæti deildarinnar þegar Setién tók við. Síðan hinn 61 árs gamli Setién tók við liðinu hefur allt gengið á afturfótunum. Lionel Messi – argentíski snillingurinn í röðum Börsunga – ku hafa fengið nóg af vanhæfni stjórnarmanna félagsins og vill yfirgefa félagið. Messi hefur allan sinn feril leikið fyrir Barcelona og slegið hvert metið á fætur öðru. Liðinu tókst að glutra niður forystu sinni á Spáni og leyfði erkifjendum sínum í Real Madrid að landa titlinum. Þá tapaði liðið 8-2 fyrir Bayern Munich í Meistaradeild Evrópu. Eitthvað sem á ekki að geta komið fyrir félag af þeirri stærðargráðu og Barcelona er. Mögulega tekur Koeman við á morgun en það er ljóst að hann þarf að hafa hraðar hendur þar sem undirbúningstímabil Börsunga hefst eftir aðeins tvær vikur og það er deginum ljósara að það þarf að taka til hendinni í leikmannahóp liðsins. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Koeman gæti tekið við Börsungum Ronald Koeman – landsliðsþjálfari Hollands – gæti orðið næsti þjálfari spænska knattspyrnufélagsins Barcelona. 16. ágúst 2020 21:15 Segir að Messi ætli sér að yfirgefa Barcelona Lionel Messi ku hafa fengið nóg af ruglinu bakvið tjöldin sem og inn á vellinum hjá Barcelona og vill fara frá félaginu. 16. ágúst 2020 19:15 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Sjá meira
Spænska stórveldið Barcelona hefur rekið Quique Setién, þjálfara sinn, eftir aðeins átta mánuði í starfi. Þetta staðfesti Josep Bartomeu forseti félagsins nú í kvöld. Talið er að Ronald Koeman, fyrrum leikmaður Barcelona og núverandi landsliðsþjálfari Hollands sé líklegastur til að taka við. Quique Setien is OUT as Barcelona coach, according to club president Josep Bartomeu. pic.twitter.com/af0VaVQaPd— FOX Soccer (@FOXSoccer) August 16, 2020 Setien var ráðinn í janúar á þessu ári þegar Ernesto Valverde var látinn fara. Sá hafði skilað liðinu spænska meistaratitlinum tvö ár í röð og var liðið í efsta sæti deildarinnar þegar Setién tók við. Síðan hinn 61 árs gamli Setién tók við liðinu hefur allt gengið á afturfótunum. Lionel Messi – argentíski snillingurinn í röðum Börsunga – ku hafa fengið nóg af vanhæfni stjórnarmanna félagsins og vill yfirgefa félagið. Messi hefur allan sinn feril leikið fyrir Barcelona og slegið hvert metið á fætur öðru. Liðinu tókst að glutra niður forystu sinni á Spáni og leyfði erkifjendum sínum í Real Madrid að landa titlinum. Þá tapaði liðið 8-2 fyrir Bayern Munich í Meistaradeild Evrópu. Eitthvað sem á ekki að geta komið fyrir félag af þeirri stærðargráðu og Barcelona er. Mögulega tekur Koeman við á morgun en það er ljóst að hann þarf að hafa hraðar hendur þar sem undirbúningstímabil Börsunga hefst eftir aðeins tvær vikur og það er deginum ljósara að það þarf að taka til hendinni í leikmannahóp liðsins.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Koeman gæti tekið við Börsungum Ronald Koeman – landsliðsþjálfari Hollands – gæti orðið næsti þjálfari spænska knattspyrnufélagsins Barcelona. 16. ágúst 2020 21:15 Segir að Messi ætli sér að yfirgefa Barcelona Lionel Messi ku hafa fengið nóg af ruglinu bakvið tjöldin sem og inn á vellinum hjá Barcelona og vill fara frá félaginu. 16. ágúst 2020 19:15 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Sjá meira
Koeman gæti tekið við Börsungum Ronald Koeman – landsliðsþjálfari Hollands – gæti orðið næsti þjálfari spænska knattspyrnufélagsins Barcelona. 16. ágúst 2020 21:15
Segir að Messi ætli sér að yfirgefa Barcelona Lionel Messi ku hafa fengið nóg af ruglinu bakvið tjöldin sem og inn á vellinum hjá Barcelona og vill fara frá félaginu. 16. ágúst 2020 19:15