Nauðsynlegt að horft sé til grunnréttinda borgaranna og fleira Atli Ísleifsson skrifar 17. ágúst 2020 10:09 Sigríður Andersen er þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður utanríkismálanefndar þingsins. Vísir/Vilhelm Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður utanríkismálanefndar, segir að nauðsynlegt sé að horfa til fleiri þátta þegar ákvarðanir eru teknar um fyrirkomulag á landamærum nú á tímum faraldurs kórónuveirunnar. Meðal annars sé mikilvægt að horfa til þess tryggja grundvallarréttindi borgaranna. Sigríður var gestur Bítismanna á Bylgjunni í morgun. Varðandi landamærin segist hún hafa bent á það síðustu mánuði að horfa þurfi á málið í miklu stærra samhangi. „Þá þurfum við að horfa til alls konar þátta, meðal annars grunnréttinda borgaranna og þá er ég ekkert bara að horfa á ferðafrelsi – heldur friðhelgi einkalífsins, fundafrelsi og atvinnufrelsi og fleiri þátta.“ Þingmaðurinn kveðst hafa efasemdir um það lagaumhverfi sem ríki þegar kemur að ákvörðunum stjórnvalda. „Ég hef svolítið verið að furða mig á því að menn telja að það sé ennþá – sex mánuðum eftir að við fórum fyrst að hafa afskipti af þessum veirufaraldri – að menn telji sig ennþá hafa nógu góðan lagagrunn undir það að taka ákvarðanir með reglugerðum eða tilmælum eða einhverju slíku af hálfu sóttvarnayfirvalda og ráðherra í kjölfarið – þegar svona langt er liðið á veiruna, án þess að löggjafinn komi þarna og ræði í rauninni hvort að þurfi mögulega að breyta lögum. Ef vilji löggjafans myndi standa til þess að loka landinu, þá held ég að þurfi að koma aðeins sterkari lagagrunnur undir slíkar ákvarðanir.“ Skilgreini ekki endilega heilu löndin sem áhættusvæði Sigríður ræddi ennfremur þá ákvörðun að skilgreina lönd í heild sinni sem áhættusvæði. „Maður hlýtur að kalla eftir því – og það kemur mögulega svar við því í dag, ég held að það hljóti að þurfa að koma – hvað liggur að baki þeirri skilgreiningu. Það er auðvitað ekki hægt að segja að nú höfum við skilgreint eitthvað land sem áhættusvæði – það þarf að vera einhver raunveruleg skilgreining þar á bakvið.“ Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hafi gefið út tilmæli til ríkja um hvernig menn skuli nálgast þetta viðfangsefni sérstaklega, það er að segja för manna milli landamæra. „Þar hafa menn bent á að það geti verið málefnalegt að skilgreina hluta af svæðum sem áhættusvæði. Það hafa lönd í Evrópu verið að gera. Danmörk og Noregur hafa til dæmis tekið hluta af Svíþjóð og skilgreint sem áhættusvæði en ekki allt landið,“ segir Sigríður sem vill að íslensk stjórnvöld líti frekar til slíkrar nálgunar. Hlusta má á viðtalið við Sigríði í heild sinni í spilaranum að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Bítið Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður utanríkismálanefndar, segir að nauðsynlegt sé að horfa til fleiri þátta þegar ákvarðanir eru teknar um fyrirkomulag á landamærum nú á tímum faraldurs kórónuveirunnar. Meðal annars sé mikilvægt að horfa til þess tryggja grundvallarréttindi borgaranna. Sigríður var gestur Bítismanna á Bylgjunni í morgun. Varðandi landamærin segist hún hafa bent á það síðustu mánuði að horfa þurfi á málið í miklu stærra samhangi. „Þá þurfum við að horfa til alls konar þátta, meðal annars grunnréttinda borgaranna og þá er ég ekkert bara að horfa á ferðafrelsi – heldur friðhelgi einkalífsins, fundafrelsi og atvinnufrelsi og fleiri þátta.“ Þingmaðurinn kveðst hafa efasemdir um það lagaumhverfi sem ríki þegar kemur að ákvörðunum stjórnvalda. „Ég hef svolítið verið að furða mig á því að menn telja að það sé ennþá – sex mánuðum eftir að við fórum fyrst að hafa afskipti af þessum veirufaraldri – að menn telji sig ennþá hafa nógu góðan lagagrunn undir það að taka ákvarðanir með reglugerðum eða tilmælum eða einhverju slíku af hálfu sóttvarnayfirvalda og ráðherra í kjölfarið – þegar svona langt er liðið á veiruna, án þess að löggjafinn komi þarna og ræði í rauninni hvort að þurfi mögulega að breyta lögum. Ef vilji löggjafans myndi standa til þess að loka landinu, þá held ég að þurfi að koma aðeins sterkari lagagrunnur undir slíkar ákvarðanir.“ Skilgreini ekki endilega heilu löndin sem áhættusvæði Sigríður ræddi ennfremur þá ákvörðun að skilgreina lönd í heild sinni sem áhættusvæði. „Maður hlýtur að kalla eftir því – og það kemur mögulega svar við því í dag, ég held að það hljóti að þurfa að koma – hvað liggur að baki þeirri skilgreiningu. Það er auðvitað ekki hægt að segja að nú höfum við skilgreint eitthvað land sem áhættusvæði – það þarf að vera einhver raunveruleg skilgreining þar á bakvið.“ Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hafi gefið út tilmæli til ríkja um hvernig menn skuli nálgast þetta viðfangsefni sérstaklega, það er að segja för manna milli landamæra. „Þar hafa menn bent á að það geti verið málefnalegt að skilgreina hluta af svæðum sem áhættusvæði. Það hafa lönd í Evrópu verið að gera. Danmörk og Noregur hafa til dæmis tekið hluta af Svíþjóð og skilgreint sem áhættusvæði en ekki allt landið,“ segir Sigríður sem vill að íslensk stjórnvöld líti frekar til slíkrar nálgunar. Hlusta má á viðtalið við Sigríði í heild sinni í spilaranum að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Bítið Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira