Evrópsk stórlið á eftir leikmanni Crystal Palace Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2020 23:00 Mun Zaha loks yfirgefa Palace í sumar? Catherine Ivill/Getty Images Það er nær öruggt að Wilfried Zaha – vængmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Crystal Palace – verður ekki í herbúðum félagsins mikið lengur. Hann hefur verið orðaður við lið á borð við Tottenham Hotspur, Arsenal og Everton undanfarna mánuði en nú virðist sem ýmis stórlið víðsvegar um Evrópu hafi áhuga á leikmanninum. Palace ku hafa neitað tilboðum upp á 80 milljónir punda í leikmanninn síðasta sumar. Samningur hins 27 ára gamla Zaha rennur þó ekki út fyrr en sumarið 2023 og því gæti Palace enn fengið dágóða summu fyrir þennan margslungna leikmann. Most successful dribbles in Europe's top five leagues in the last two seasons: Leo Messi - 316 Wilfried Zaha - 276 Allan Saint-Maximin - 264 Dortmund, PSG and Monaco are reportedly interested in Zaha pic.twitter.com/GrQ4jbw2LC— WhoScored.com (@WhoScored) August 17, 2020 Er talið að þýska stórliðið Borussia Dortmund hafi áhuga á því að fá Zaha í sínar raðir. Sömu sögu er að segja af frönsku félögunum Monaco og Paris Saint-Germain. Liðin þurfa þó að hafa hraðar hendur þar sem næsta tímabil er handan við hornið. Zaha hefur nær allan sinn feril leikið fyrir Crystal Palace en hann fór þó til Manchester United á sínum tíma. Gekk sú dvöl ekki upp en hann hefur samt sem áður verið einn allra besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin ár og nánast haldið Palace uppi einn síns liðs. Zaha hefur alls leikið 362 deildar- og bikarleiki fyrir Palace. Í þeim hefur hann skorað 57 mörk, lagt upp önnur 70 ásamt því að næla sér í 58 gul spjöld sem verður að teljast afrek fyrir mann sem leikur á vængnum eða upp á topp. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Sjá meira
Það er nær öruggt að Wilfried Zaha – vængmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Crystal Palace – verður ekki í herbúðum félagsins mikið lengur. Hann hefur verið orðaður við lið á borð við Tottenham Hotspur, Arsenal og Everton undanfarna mánuði en nú virðist sem ýmis stórlið víðsvegar um Evrópu hafi áhuga á leikmanninum. Palace ku hafa neitað tilboðum upp á 80 milljónir punda í leikmanninn síðasta sumar. Samningur hins 27 ára gamla Zaha rennur þó ekki út fyrr en sumarið 2023 og því gæti Palace enn fengið dágóða summu fyrir þennan margslungna leikmann. Most successful dribbles in Europe's top five leagues in the last two seasons: Leo Messi - 316 Wilfried Zaha - 276 Allan Saint-Maximin - 264 Dortmund, PSG and Monaco are reportedly interested in Zaha pic.twitter.com/GrQ4jbw2LC— WhoScored.com (@WhoScored) August 17, 2020 Er talið að þýska stórliðið Borussia Dortmund hafi áhuga á því að fá Zaha í sínar raðir. Sömu sögu er að segja af frönsku félögunum Monaco og Paris Saint-Germain. Liðin þurfa þó að hafa hraðar hendur þar sem næsta tímabil er handan við hornið. Zaha hefur nær allan sinn feril leikið fyrir Crystal Palace en hann fór þó til Manchester United á sínum tíma. Gekk sú dvöl ekki upp en hann hefur samt sem áður verið einn allra besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin ár og nánast haldið Palace uppi einn síns liðs. Zaha hefur alls leikið 362 deildar- og bikarleiki fyrir Palace. Í þeim hefur hann skorað 57 mörk, lagt upp önnur 70 ásamt því að næla sér í 58 gul spjöld sem verður að teljast afrek fyrir mann sem leikur á vængnum eða upp á topp.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Sjá meira